500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 21
Skráður: 31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn: Andreas Jacobsen

500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af kakkalakki » 21 Ágú 2015 20:21

Kúluþyngd.
Í 500 metra móti hjá Skotd. Kef. á dögunum voru það mjög léttar kúlur sem voru í 3 efstu sætunum (123 & 130 grs). Eru menn almennt að nota léttar kúlur þegar skotið er á löngum færum, eða voru það einfaldlega skytturnar sem voru betri?
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2015 22:04

Já, hef ég alltaf sagt að léttari kúlur séu betri en þungar 8-) :D :lol: :D 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 343
Skráður: 12 Mar 2012 15:04

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af konnari » 22 Ágú 2015 00:12

Eg myndi nú ekki segja að 123gr. Kúla i 6.5mm væri létt kúla, bara svona milli þung !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Ágú 2015 00:18

Sæll Andreas

Ekki er allt sem sýnist... þessar kúlur sem þú vísar í geta alls ekki talist léttar og því síður mjög léttar. Í 6.5 mm eru algengustu kúlu þyngdir frá 95 grs upp í 142 grs. Svo 123 grs kúla flokkast sem milli þung kúla og 130 grs kúlan sem ég er að nota er farin að vera í þyngri kantinum.

Í .308 erum við að tala um svona 125 grs - 180 grs sem optimal kúlu þyngd... getur að sjálfsögðu farið í enn léttari að sama skapi eru líka til þyngri kúlur í 30 cal.

105 grs kúlan sem Hjölli var að skjóta er til dæmis orðin frekar þung 6 mm kúla þar sem ekki er um mikið þyngri 6mm kúlur að ræða... þær geta hins vegar farið alveg niður í 55 grs jafnvel neðar.

Þannig að ég myndi ekki segja að menn hafi verið að skjóta mjög léttum kúlum í þessu móti. 500 metrar eru líka ekkert rosalega obboslega langt, en eftir því sem færið lengist þá hafa þyngri Match/Target kúlur alltaf vinninginn gegn léttu kúlunum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 21
Skráður: 31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn: Andreas Jacobsen

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af kakkalakki » 22 Ágú 2015 09:40

Takk fyrir þetta Stefán, skal hér með viðurkennast að ég horfði eingöngu á raunþyngd, ekki á þyngd miðað við kalíber.
Þótti 500 metrarnir reyndar ansi langir um daginn.

Hef verið að grúska aðeins á veraldarvefnum því þar eru spekingar á hverju strái, en einn spekingur sagðist sjaldan þrífa byssuna sína:

Shoot Dirty
“Snipers prefer to shoot dirty guns. In other words, we will not clean our rifles for 200 to 300 rounds. Leave that rifle dirty for the whole season!”

Ég hef nú alltaf haft það fyrir reglu að þrífa öll mín tól eftir notkun, hvaða skoðun hafa menn á þennan óþrifnað?
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 56
Skráður: 24 May 2012 13:41
Staðsetning: Reykjavík

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 22 Ágú 2015 09:45

Ég held að við getum nú ekki valið okkur kúlur útfrá árangri manna á einu móti. Eins og hefur komið fram hér að ofan er bæði betra þ.e. létt og þung en líklega er best að velja hæfilega þunga kúlu fyrir þitt hylki þannig þú haldir bæði í þokkalegan flugstuðul og hraða. Hvað varðar úrslit í einu móti þá eigum við alltaf misjafna daga og við eigum alls ekki að afskrifa 338, 6mm Dasher eða 300 WSM þó þeim hafi ekki gengið vel þennan daginn.
Þetta var skemmtilegt mót og við þurfum allir að æfa okkur betur, já og bæta einhverju nýju í dótakassann :)
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 21
Skráður: 31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn: Andreas Jacobsen

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af kakkalakki » 22 Ágú 2015 12:15

Hjörtur S skrifaði:Þetta var skemmtilegt mót og við þurfum allir að æfa okkur betur, já og bæta einhverju nýju í dótakassann :)
Sammála, æfingar eru þegar hafnar og ég á von á einhverju dóti að utan á næstu dögum og vikum. Bið spenntur eftir næsta móti þar sem ég get bara bætt mig.
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

Magnus
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 31
Skráður: 18 Feb 2013 15:23
Fullt nafn: Magnús Sigmundsson

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af Magnus » 22 Ágú 2015 12:55

Eitt það fyrsta sem ég gerði eftir mótið var að panta mér nýjan tvífót. Var með einhverja ódýra Harris eftirlíkingu, sem var ekki mjög stabíl. Lýst mjög vel á Sinclear tactical, þar sem hægt er að læsa fótunum. https://www.youtube.com/watch?v=7zDXYviKnFg
Magnús Sigmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Ágú 2015 13:02

Mjög ánægður með tvífótinn sem ég notaði á þessu móti - þó svo að hann hafi ekki reddað mér ofar :)

En síðan er Atlas líka mjög góður - nota hann líka ennþá.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara