Skaust 500 Lapua úrslit

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31
Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 12 Sep 2015 15:47

ÚRSLIT 500 METRA MÓT SKAUST 2015

500 metra mót SKAUST fór fram í dag í rigningarsudda og golu. Skotið var 10 skotum til stiga auk þess sem minnsti klasinn/grúppan gaf aukaverðlaun. Hæsta mögulega skor er 100 stig. 11 manns spreyttu sig og fóru leikar þannig:

1. Finnur Steingrímsson 96 stig
2. Ingvar Ísfeld 93 stig
3. Óskar Tryggvason 92 stig

Minnsti klasinn/grúppan:
Hjalti Stef 3.368" 10 skot

Meira síðar á síðu Skaust, ss cal, kúlur og allsskonar.

Siggi Kári
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Sep 2015 16:52

Sæll Siggi

Ég geri ráð fyrir að þið hafið leyft sandpoka að aftan eins og undanfarin ár, er ekki svo?

Frábært skor að verða í þessu móti og menn alltaf að bæta sig. Þetta er nokkuð góð grúppa hjá Hjalta. Ég skaut tvær svipaðar þegar ég var að æfa mig fyrir 500 metra mótið hjá okkur. 8.5 og 8.7 cm. Með bakstuðning og liggjandi, sem mér finnst reyndar þægilegra en að skjóta sitjandi við borð.

Til hamingju með skorið Finnur, Hjalti með grúppuna og að sjálfsögðu allir hinir með þann árangur sem þeir náðu.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Sep 2015 22:32

Þetta er svakalegt score.

Glæsilegur árangur. Sammála Stebba, mikið betra að skjóta liggjandi, látum BR mönnunum eftir borðin.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 12 Sep 2015 23:04

Sælir/ar.

Var að lesa komment frá Hjalta á Hlaðvefnum og vil þakka honum fyrir það.
Vel að orði komist varðandi áhugamál okkar. (Traktorar undanskildir : :lol: :lol: :lol: )

Kv, Jón P.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 13 Sep 2015 10:35

Sælir,
Jú Stebbi við fórum eftir reglum. Þetta var gríðarlega skemmtileg keppni og aðstæður ágætar, rigning og smá gola en þrátt fyrir það var mjög gott skor í gangi, eða 7 keppendur með 90 stig eða meira og grúbban hjá Hjalta aldeilis fín þó svo að þetta sé langt frá því að vera hans bezta grubba á 500m.

það má lesa nánar um tæki, tól og stig á http://skaust.net/wp-content/uploads/20 ... .26.48.png
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Pálmi » 13 Sep 2015 14:59

Siggi Kári, eru þið svona íhaldssamir þarna fyrir austan að það er ekki hægt að sleppa afturpúðanum einu sinni eins og um var rætt í sumar?
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Skaust 500 Lapua úrslit

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 13 Sep 2015 19:24

Sæll Pálmi,
Ég man nú ekki eftir að það hafi verið tekin ákvörðun um að sleppa neinu, bara að fara yfir.
En þau skotfélög sem standa að þessum 500m mótum þurfa síðan fljótlega að fara að tala saman og slípa reglurnar til þannig að við getum verið með sömu eða svipaðar reglur yfir landið og allir sáttir, þar sem þetta er jú nú einusinni áhugamál og á að vera gaman án togstreytu.
Kv
Siggi Kári
Sigurður Kári Jónsson

Svara