Síða 1 af 1

SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 21 May 2016 19:57
af jon_m
Skaust Tvenna fer fram um komandi helgi 28. og 29. maí

Refur 2016 verður haldið laugardaginn 28. maí
Skráning og upplýsingar á www.Skaust.is

Hunter Class mót verður svo haldið sunnudaginn 29. maí
Skráning og upplýsingar á www.Skaust.is



REFUR - REGLUR

Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.

Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 80-400 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.
Allt skotið liggjandi,(ef aðstæður leyfa) tvífótur leyfður og "veiðistuðningur" að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki. Allir rifflar og sjónaukar leyfðir.
Hámarkstími er 16 mín.
Brautin sem við höfum til umráða er 0-600 metrar. Færin verða gefin upp á staðnum.
(SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).
Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.
Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.
Gefin eru stig fyrir hittni. 3, 5, 10 stig



HUNTERCLASS - REGLUR

Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sigter“ hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest) Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.
Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skipta um hlaup á veiðiriffli.

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 22 May 2016 21:34
af JAK
Spennandi.

Nú er bara að sjá hvort Stefán Eggert haldi austur og freysti þess að vinna þriðja tófumótið á árinu.

:-)

JAK

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 23 May 2016 11:21
af Stebbi Sniper
Sæll Jóhann

Þakka þér fyrir síðast!

Það væri vissulega mjög gaman að skella sér austur og taka þátt í mótinu, en ég á því miður ekki heimangengt í þetta mót þar sem ég er boðinn í brúðkaupsveislu klukkan 16:00 að kveldi laugardagsins 28.

Þeir austan menn eru náttúrulega höfðingjar heim að sækja en ég verð að segja pass að þessu sinni!

Maður bíður bara spenntur eftir úrslitunum! Góða skemmtun...

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 24 May 2016 10:53
af gylfisig
Þetta er mót sem alltaf hefur verið gaman ad fara á. Ég kem i land, sama dag og mótið verður haldið. Helv. fokking fokk !

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 24 May 2016 15:33
af petrolhead
Jamm Gylfi þetta vill fylgja þessari vinnu okkar :( eiginlega skárra að missa af einhverju í miðjum túr heldur en þegar það hittir á daginn sem maður fer út eða kemur í land, það er alveg h.f.f. :evil: :evil:
MBK
Gæi

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 25 May 2016 07:00
af Stebbi Sniper
Eitthvað tókst JAK að kítla hjá mér bæði Ego-ið og hégóman!!! ha ha ha... það þurfti ekki mikla hvatningu, og hún kom!

Mynd

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 27 May 2016 12:18
af jon_m
Nú verður taflinu snúið við frá því á Hammond, nú stilli ég upp brautinni svo að Stebbi þarf að sætta sig við silfrið að þessu sinni. En gott silfur er gulli betra.

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 27 May 2016 19:12
af Sveinbjörn V
Þú hagar þér bara eins og forsetinn Sniper. ;)
Við vorum búnir að gera okkur vonir um að þú stæðir við fyrri ummæli og ákváðum þess vegna að bjóða okkur fram.
Við eigum ekki eftir að sofa neitt í nótt af spenningi ! :o

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 27 May 2016 19:32
af Stebbi Sniper
Ha ha... góður Jón!

Það er nú ástæðulaust samt að eyrnamerkja mér sæti fyrirfram! Ég hef ákveðinn metnað í að hitta öll kvikindin, lengra nær það nú ekki og hvaða sæti ég enda í skiptir svo sem ekki öllu máli. Að skemmta sér er það sem skiptir máli og það hefur ekkert skort á það þegar maður kemur í heimsókn austur!

Er keppenda listan ekki sýnilegur eitthversstaðar eins og hann var á gömlu síðunni? Forvitnin er alveg að drepa mig!

Sveinbjörn!

Mér þykir leitt (innan ákveðina marka þó) að kvelja ykkur vini mína fyrir austan! Það eru bara svo margir sem hafa komið að máli við mig og óskað eftir því að ég taki þátt í mótinu, svo hef ég bara ekki séð neinn verðugan sigurvegara skráðan í þetta mót... ef ég fæ að sjá skráningarlistan þá getur velverið að ég dragi mig í hlé!

Verður Dabbi þarna?

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 27 May 2016 21:16
af Sveinbjörn V
Hehe, Dabbi nýtur gríðarlegra vinsælda hér fyrir austan :D
Hann mætir alltaf með fullan undirskriftalista.
Sem betur fer þá er heimasíðan okkar í einhverju rugli þessa dagana og ekki hægt að draga skráninguna til baka :lol:

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 28 May 2016 00:53
af Sveinbjörn V
Ef skráðir frambjóðendur mæta ekki til kjörs, verður það kært til hæstvirts Konungs SKAUST.
Má búast við því að viðkomandi fái ekki gott að borða við næstu mætingu :D
Samkvæmt áræðanlegum heimildum sást þessi prúðbúinn í kvöld við uppstillingar fyrir væntanlega krýningu.
201_0103.JPG
201_0103.JPG (106.03KiB)Skoðað 8526 sinnum
201_0103.JPG
201_0103.JPG (106.03KiB)Skoðað 8526 sinnum
Fólk á eftir að flykkjast á svæðið, til þess eins að sjá hann með bindið ! :P
Siggi fær mitt atkvæði bara fyrir ,að maður getur alltaf treyst því að hann mæti á staðinn.. :)

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 28 May 2016 01:10
af Sveinbjörn V
Það væri nú gaman ef frambjóðendur landsbyggðarinnar nytu sama fylgis og frambjóðendur suðurkjördæmis.. En hafið þið fylgis menn þínir yfirleitt athugað hvort bremsulausar lendinga séu leyfðar á flugvöllum lansins :D

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 01 Jun 2016 23:07
af Stebbi Sniper
Þakka fyrir mótið!

Skemmtilegur dagur, þó maður hefði vissulega mátt hafa meiri tíma til þess að vera viðstaddur allt mótið!

Fyrir mót var markmiðið nokkuð ljóst hjá mér! Hitta öll kvikindin... það náðist ekki þar sem Hjalti og Jón Magnús sáu við mér og öðrum keppendum í mótinu með því að þyngja það aðeins! Sem var að sjálfsögðu frábær áskorun.

Ég frétti að Finnur Steingríms hefði gert gott mót og hitt einni fleiri en við bræður sem er náttúrulega frábært hjá honum og óska ég honum til hamingu með flottan árangur! Ég sá að vísu ekki skífurnar hjá Finni, en ég var sjálfur gátlega nærri því að hitta 9 af 10 í þessu móti... eða réttarasagt ég hitti 9 en tvær voru utan stigasvæðisins, svo ég fékk "aðeins" stig fyrir 7 af 10.

9undi refurinn var nokkuð erfiður og ég átta mig ekki alveg á því hvar sú kúla lenti hjá mér. Líklega samt undir eða vinstra meginn við framlappirnar og undir tríninu, ef miðað er við skotið á færi 8 sem var c.a. jafn langt!

Svæðið á Egilsstöðum er mjög tricky fyrir svona mót sem eru á mörgum mismunandi færum, en overall er ég nokkuð sáttur við niðurstöðuna hjá mér úr þessu móti. Annað sæti deilt með Jenna, þó sætið hafi reyndar ekki verið aðalatriði fyrir mig heldur framistaðan.

Takk fyrir skemmtilegt mót Austanskyttur!
p.s. Væri gaman fyrir svona sérviskupúka eins og mig sem ekki er á facebook að sjá úrslit úr mótinu... :-)

Hér að neðan eru skífurnar mínar úr mótinu í röð...

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 02 Jun 2016 23:46
af Stebbi Sniper
Look what the cat dragged in... Þetta kom í póstkassan í dag! Silfur fyrir annað sætið og lengsta færið!

Það var leitt að vera svo tímabundinn að geta ekki verið við verðlaunaafhendinguna fyrst maður komst á pall - En þetta skilaði sér allavega til mín! Takk fyrir mig enn og aftur...

Mynd

Mynd

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 03 Jun 2016 22:21
af jon_m
Úrslitin eru á www.skaust.is
http://www.skaust.is/mot/urslit-mota/34 ... urinn-2016

Einnig er hægt að skoða síðuna á facebook án þess að vera með aðgang. Þar má t.d. finna myndir af öllum refum hjá öllum keppendum.
https://www.facebook.com/Skaust-3433729 ... 8/?fref=ts

En þar fyrir utan ætti fólk sem ekki er á facebook ekki að hafa kosningarétt.

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 04 Jun 2016 16:10
af Stebbi Sniper
Frábært Jón

Takk fyrir þetta!

Ég sé að Finnur hefur hitt 9 af 10, en ekki fengið stig fyrir eina, þar sem kúlan hjá honum er rétt fyrir utan eins og gerðist hjá mér á tveimur...

Getur verið að þú hafir átt þessar bláu í síðasta riðlinum Jón? Þar er líka skot í 9 af 10 en bara stig fyrir 6 af 10... þrjú síðustu skotin aðeins of há og 7unda færið sorglega nærri eins og 8unda færið hjá mér... hún hefði nú líklega aldrei lifað þetta skot af hjá þér!!! :?

KV: Stefán E Jónsson

Re: SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

Posted: 08 Jun 2016 03:06
af jon_m
Það passar, skil ekki afhverju Siggi og Hjalti dæmdu 7 færið úti. Allir aðrir sammála um að það væri inni. En það hefði ekki breytt neinu þegar upp var staðið.

Á 9 hélt ég 5 svo ca. 5-10 cm yfir af því tíbráin var svo mikil. Hefði betur sleppt því.