ZEISS Tófan 2016 - Úrslit

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

ZEISS Tófan 2016 - Úrslit

Ólesinn póstur af JAK » 22 May 2016 21:31

Tófumót Skotdeildar Keflavíkur og Skotíþróttafélags Kópavogs fór fram á skotvellinum í Höfnum í dag. Stefán Eggert Jónsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði með nokkrum yfirburðum. Hann hitti allar tófurnar og nældi sér í 82 stig. Fékk Stewfán Eggert að launum forláta ZEISS handsjónauka sem verslunin Hlað gaf.
Heimir Sigurður Haraldsson, Skotdeild Keflavíkur, hreppti 2. sætið en hann skoraði 59 stig og var auk þess eini keppandinn sem hitti 15 stiga puntinn á hausnum.
Þriðja sætið kom í hlut Sigurðar Alexanders Ásmundssonar sem keppti fyrir hönd Skotfélags Öxarfjarðar. Alex var með 52 stig ásamt sex öðrum keppendum en þriðja sætið kom í hans hlut þar sem hann átti hæsta skorið af þeim á lengsta færinu. Reyndar átti enginn keppendanna í mótinu hærra skor á lengsta færinu og hreppti Alex því einnig verðlaunin sem veitt voru fyrir það afrek.
.
Hér má sjá úrslit mótsins og mynd af sigurvegurunum.

JAK
Jóhann A. Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: ZEISS Tófan 2016 - Úrslit

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 27 May 2016 20:26

Frábært mót takk kærlega fyrir mig.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara