Síða 1 af 1

Þekktu þín takmörk.

Posted: 08 Dec 2019 14:38
af karlguðna
Mikið væri ég til í svona keppni !!! er þetta eitthvað sem er viðurkennt sem keppnisgrein ???? 100 metrar 22lr. allt leift og ef maður þekkir ekki sín takmörk þá tapar maður stigunum í þeirri lotu ef maður hittir ekki en hefur bara 60 sek. og gétur hætt hvenær sem er.
Og svona í leiðinni hvaða 22lr. riffil á maður að fá sér ?? NÁKVÆMAN, þarf að vera minnst 5 skota , má vera auto en ekki kosta neitt bull. Væri fallega gert af ykkur snyllingunum að leiða mig að réttu byssunni ,, hef ekki tíma í að byrja á byrjuninni og læra af reynslunni. Skoðið videoið.

https://www.youtube.com/watch?v=Fhy8iTphTjE

kv:Kalli

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 21 Dec 2019 15:18
af petrolhead
Já þetta væri ég líka til í að prófa, nokkuð viss um að þetta er skemmtileg grein.

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 23 Dec 2019 06:04
af Aflabrestur
Það var nú einhvertíman prufuð einhverskoar útgáfa af þessu suður í Höfnum hvort það voru Keflvíkingarnir eða Kópavogur sem stóð fyrir því man ég ekki

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 23 Dec 2019 17:53
af karlguðna
Já ég held ég fynni efni í svona og reyna að setja saman eitthvað sem virkar og setja það svo upp á skotsvæðinu og sjá til hvort 22lr. rifflarnir verði ekki dregnir fram og menn fari að spreyta sig. vel tilraunarinnar virði ef "stóru" kallarnir skjóti þetta ekki allt í hengla. :D

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 23 Dec 2019 20:08
af petrolhead
Já Kalli það væri alveg tilraunarinnar virði að prófa að setja upp svona mark. Varðandi það hvort þetta er viðurkennd grein eða ekki sé ég ekki að skipti nokkru máli svo lengi sem menn hafa gaman af þessu þá er um að gera að prófa...hver veit svo nema þetta verði viðurkennd grein ef hún er stunduð að einhverju marki.
Með riffilkaup, svona best buy, þá hefur mér sýnst þessir Savage rifflar hafa skilað fínni nákvæmni miðað við verð. Mér persónulega finnst gikkirnir á þeim, þessir AccuTrigger, alls ekki skemmtilegir en það er með það eins og annað að það hefur hver sinn smekk og eitt hentar einum og annað öðrum.
Mbk
Gæi

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 23 Dec 2019 20:38
af karlguðna
Já einmitt , kannski það vakni áhugi ef dótið er til staðar. en með riffilinn þá var ég einmitt kominn inn á að kaupa Savage riffil en hef reyndar aldrei prófað þennan gikk svo ég veit ekki en held ég láti bara vaða.
Já og svo æfir maður sig undir drep og fær forskot á hina og svo verður maður í ólimpíu liðinu þegar þetta verður "löggilld" keppnisgrein. :)
kveðja. Kalli

Re: Þekktu þín takmörk.

Posted: 27 Jan 2020 16:34
af dabbsterinn
mér líst vel á þetta, það mætti kalla þetta "auðveldari"
útgáfu af Silhouette, kannski ætti maður að smíða sér svona mark, einnig væri hægt að hafa aðeins stærri skífur svo hægt væri að hafa sérflokk fyrir stóru rifflana á lengri færum