Stærð á skotbjöllu?

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 10
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 08 Dec 2012 19:02

Sæll

Efnið í fæturnar var 7000 kr - 6 m af 20 mm rústfríu. Restinni reddaði bróðir minn sem smíðaði þetta fyrir mig.

Þessir 6 metrar ættu samt að duga í allt - þ.e. þverslánna líka. Hafa allt 1,2 m á lengd. Fæturnir voru 1.5 hjá mér í upphafi en ég er búinn að stytta þá niður í ca 1,45m og ætla að stytta þá aðeins meira - ca 5 cm til að þeir passi bara betur í bílinn.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 12
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Dec 2012 19:47

Takk fyrir þetta. Verð að græja þetta svo maður getur farið að æfa á 600 og 1000 metrum fyrir næsta sumar ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 10
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 08 Dec 2012 20:33

Eins og ég lofaði Jóni Pálmasyni

Þetta eru skotbjöllurnar hans í sveitinni

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Bc3
Póstar í umræðu: 2
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Bc3 » 25 Jan 2013 19:37

jæja ég var með svona skotbjöllu á keðjum (rólu) og orðinn leiður á að ef maður hitti i keðjuna þá datt hún niður þannig ég smíðaði þetta öðruvísi núna og er með hardox400 (10mm) (30cmx30cm) stál i þessu og er að skjóta þetta á 500 metrum. þetta er fest með 12mm bolta og 13,5mm gat í plötuni og gormi fyrir innan þannig þetta gefur ágætlega eftir
Mynd
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Jan 2013 18:45

er stærðin nokkuð mikið mál.
spreyja menn ekki bara plotuna þá skiptur smá stærðin ekki máli :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 12
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Jul 2013 10:30

Þá er skotbjallan mín loksins kominn í notkun en pabbi smíðað stand fyrir hana. Standinn er hægt að taka í sundur og því er bjallan vel færanleg. Búin að taka þrjú prufuskot á hana á 500 metrum og algjör snilld að heyra gongið í henn þegar kúlan smellur í henna. Kúlan markar ekkert í stálið enda 10mm hardox 500 og aðeins málningin flagnar af. Platan er 40 cm í þvermál.
994537_10151794487357743_718220148_n.jpg
skotbjalla
994537_10151794487357743_718220148_n.jpg (32.45KiB)Skoðað 1392 sinnum
994537_10151794487357743_718220148_n.jpg
skotbjalla
994537_10151794487357743_718220148_n.jpg (32.45KiB)Skoðað 1392 sinnum
969555_10151795650827743_2015757898_n.jpg
Fyrstu skotin
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Jul 2013 15:22

Ég kom loksins upp skotbjöllunum mínum sem Kiddi Skarp. gaf mér í fyrra, þær eru ekki úr hardox en einhverju stáli og það markar dálítið í þær auk þess sem málningin flagnar af.
Ég setti þær upp við skotborðið á Vaðbrekku á 200 og 286 metrum vegna þess að ég náði ekki alveg 300 metrum eins og áformað var, þá hefði ég þurft að fara austur fyrir á, það getur verið óþægilegt að þurfa alltaf að vaða ána þegar huga þarf að bjöllunni, en þær komu ágætega út ég skaut sínu skotinu á hvora þeirra.
Viðhengi
IMG_9206.JPG
200 metrar.
IMG_9207.JPG
286 metrar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af KarlJ » 27 Jul 2013 16:03

Þetta er sniðugt. Örugglega til nóg af gömlum plógum í sveitinni Siggi.
Kv. Kalli.
http://m.youtube.com/watch?v=dN3--JT8R7U
Karl Jónsson. Akureyri.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 10
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 27 Jul 2013 18:15

Er mikið að nota mína Maggi - útbúnaðurinn nánast eins og hjá þér. Þetta er alger snilld. Er ekki alger óþarfi hjá mönnum að skjóta á keðjuna - til þess er nú platan :D

Síðast þegar ég fór út í Hafnir með mína þá fengu tveir menn að prufa að skjóta á hana á 400 og 500 metrum hjá mér (ég með 260 Rem og þeir með 308). Þeir urðu ansi hissa þegar ég kom með plötuna til baka og þeir sáu að ekkert hafði markað í hana - aðeins málningin farið af.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 12 Ágú 2013 19:56

Menn eru að skjóta 3/8" (9.5mm) AR500 plötur með .308 á alveg niður í 100m án þess að skemma þær.

Maggi: hvað kostuðu plöturnar hjá Héðni? helduru að það væri hægt að hringja í þá og gefa upp eitthvað tilvísunar númer varðandi teikninguna á bjöllunni?
-Dui Sigurdsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 12
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Ágú 2013 22:54

Platan kostaði ca. 15.000 kr. en ég tók tvær. Ég á teikningarnar einhverstaðar ef þú vilt fá þær.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 12
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stærð á skotbjöllu?

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Ágú 2013 13:20

Var að finna nótuna. Skurðarteikningin er nr. 01500160

Veit ekki hvort að það séu tvær plötur eða ein í þeirri teikninu hjá þeim...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara