T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Ágú 2012 17:34

Sælir piltar....og stúlkur ef þær eru til staðar.

Ég er spá í að fá mér nýjan riffil og hallast talsvert að Tikka og þá helst T3 Tactical eða Varmint Stainless.
Nú er TAC nærri 100kalli dýrari en SS og spurningin er því hvort TAC er þessum 100kalli betri ???
Ég er aðallega að hugsa um veiðar en langar líka að geta tekið þátt í skotkeppni án þess að verða mér alveg til skammar (fyrir annað en eigin klaufaskap það er)

Endilega tjáið mér skoðun ykkar því það er alltaf gott að fá sem flest sjónhorn á málin.

MFFÞ
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 14 Ágú 2012 17:55

Sæll

Í fljótu bragði man ég eftir nokkrum atriðum - þyrfti að fletta upp til að fá þetta nákvæmlega.

Tactical er með picantinny rail - húðaður með sérstöku efni þannig að hann er betur varinn gegn riði - hann er snittaður - með stillanlegum kinnpúða og festingar fyrir ólar á mörgum stöðum.

Er Tikka Tactical ekki frekar takmarkaður í caliberum?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af TotiOla » 14 Ágú 2012 18:02

Allt rétt hjá Gísla nema festingarnar, ekki nema búið sé að breyta því á nýrri útgáfum.

Ég tæki Varmint og eyddi 100 þús. frekar í gott gler og aukahluti. Bara mín tvö cent.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Ágú 2012 19:03

Tikka tactical hefur öðruvísi hlaup, ég man ekki nákvæmlega í hverju það fólst en það er áberandi að hlaupið breikkar við endan, þ.e. sverara við hlaupendan en í miðjunni. Hvað það breytir veit ég ekki en ég skaut úr svona tactical með hlaupbremsu í .308 um daginn og kom hann mér verulega á óvart. Var líka að skjota hrikalega vel. Veit samt ekki hvort að 100 þ kall réttlæti munin, gætir keypt varmint og sett á hann nýtt alvöru hlaup og samt ódýrara en tactical.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2012 20:07

Mr. petrolhead sem kallar sig Gæa.
Ég vil benda þér á að á þessu spjalli koma menn fram undir nafni, alla að jafnan.
Ég vona að þú sért maður til að virða það, það er ekki upp á það bjóðandi og vægast sagt ójafn leikur að vera að spjalla um ágæti skotvopna við ,,andlit með gæsahettu" :shock:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Ágú 2012 22:23

Veiðimeistari;
Ég þakka fyrir ábendinguna og biðst forláts á þessum mistökum mínum, taldi mig vera búinn að gera sjálfvirka undirskrift klára en svo hefur ekki verið, vona að hún sé komin í gagnið núna.
Langar á móti að benda þér á að seinni tvær línurnar sem þú skrifaðir mér voru nú kannski ekki nauðsynlegar svona sem fyrsta ábending til manns sem er að senda hér inn í fyrsta skipti :-)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

SPP
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af SPP » 14 Ágú 2012 22:48

...er með T3 varmint stainless
er ekki hræddur við að fara með hann í mót.

sammála með línurnar tvær
Svavar Páll Pálsson
Redneck

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2012 22:50

Fyrirgefðu mér Garðar, ég á það stundum til að taka dálítið stórt upp í mig :oops:
Þessar tvær línur áttu svosem ekkert sérstaklega við þig, svo ég afsaki mig aðeins. Þetta var kannski svona lýsing eða myndhverfing á því almennt hvernig ég upplifi að spjalla við nafnlausa menn hér á spjallinu 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Ágú 2012 23:02

Í góðu lagi Sigurður ég skil sjónarmið þitt...og á það líka sjálfur til að opna þverrifuna á mér meira en ég hefði átt að gera :?

Ég á hins vegar í basli með þessa síðu, er búinn að vera að reyna að senda inn svar en það virðist ekki vera að ganga ???
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Ágú 2012 23:12

Þakka skjót og góð svör strákar.
Gísli;
Þetta var gott hint hjá þér með caliberin, eitthvað sem ég hafði ekki hugsað út í og fór og fann þetta á heimasíðunni hjá Tikka. Það sem er í boði í TAC er 223, 308 og 300win mag. Þetta gerir valið mun léttara því ég er með 6,5x55 efst í huga.
Þú mnnist líka á að það sé góð húðun á hlaupinu á TAC á ekki stainless hlaupið að vera pottþétt í alla vega slark ?

Tóti;
Góð 2 cent...það er jú þetta sem var að naga mig það er hægt að gera margt skemmtilegt fyrir 100kall svo mér fannst TAC þurfa að hafa talsvert fram yfir.
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 14 Ágú 2012 23:38

Er annars sjálfur með Tikku Varmint í 260 rem (ekki stainless). Ef maður er eitthvað hræddur við rið og þess háttar er alltaf hægt að láta duracoata hlaupið og lásinn. Veit að Bóbó byssusmiður gerir það.

Síðan er mjög auðvelt að uppfæra þessa riffla. Einn félagi minn keypti sér bara allra ódýrustu Tikku sem hann fann og skipti síðan um nánast allt nema lásinn. Fékk nánast full custom byssu á fínu verði.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Ágú 2012 08:11

Miðað við kaliberaframboðið í TAC er Varmint riffillinn betri kostur.
Ég veit til þess að menn voru töluvert að kaupa Varmint riffilinn í 6,5x55 og fara með hann beint til Arnfinns og láta hann rimma hann út í 6,5-284 og flúta hlaupið og snitta á hann hlaupbremsu sem auðvelt er að skrúfa af og setja deyfi í staðinn (þegar það verður leyft).
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Ágú 2012 11:58

Mér finnst þetta soldið dýrt fyrir tac !
100 kall gefur þér nýtt KC skepti í hlað.
Átt þá léttara plastskeftið til að veiða með.
Setja 50 kall í viðbót og lát fInna taka hann í gegn :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af TotiOla » 15 Ágú 2012 13:49

Ef þú (Garðar) vilt svo fleiri álit þá er Google frændi alltaf reiðubúinn, þ.e.a.s. ef þú ert ekki búinn að því nú þegar.

Google: t3 varmint vs. t3 tactical

Hér er svo góð grein (review) um helstu eiginleika Tactical riffilsins:

http://www.snipercentral.com/tikkat3.htm
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: T3 Tactical vs. T3 varmint Stainless

Ólesinn póstur af petrolhead » 16 Ágú 2012 00:21

Góða kvöldið.
AAHHH gott að vera kominn heim í frí af sjónum :D
Þetta hefur verið mjög hjálplegt, bestu þakkir til ykkar. Ég ætla að fara í Varmint Stainless, sýnist það vera hagkvæmur kostur.

Sigurður; Ég ætla að halda mig við 6,5x55 í bráðina alla vega, hvað sem seinna verður. Mér finnst það hinsvegar vera áhugavert að láta flúta hlaupið (vissi ekki að það væri gerlegt eftir á) og snittun fyrir bremsu er nokkuð sem ég held að ég fari í, er það eitthvað í vinnslu að deyfar verði leyfðir ???

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara