17 HMR - er eitthvað vit í því?

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af T.K. » 11 Nov 2012 18:22

Mig langaði að splæsa í sér þráð varðandi þessa spurningu, er eitthvað varið í 17HMR? Ég hef spurt einn eða tvo og ekki verið neinu nær enda höfðu þeir ekki reynslu sjálfir af caliberinu.

En hvað segja Skyttur? Í hvað nýtist 17HMR?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Nov 2012 20:04

Sæll ég mæli eindregið með þessu cal búin að eiga nokkra og er svo með einn stóran með.
Ég notaði mína aðalega til að skjóta gæs á 70-140 metrum en ég drap samt ýmislegt annað með honum.
Kostir.
Nákvæmir
Kúlurnar eru að framkvæma snögga aflífun en með lágmarks kjötskemdum.
Þeir slá ekkert
Það heyrist mikið minna í þeim en stóru caliberunum en hærra samt en 22LR
Það skiptir litlu í sambandi við fall hvaða þyngd eða gerð af kúlum þú notar.

Gallar.
Það er mjög erfitt að átta sig á hliðarrekinu í 6 metrum eða meira því kúlan rekur mikið því hún er svo létt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af T.K. » 11 Nov 2012 20:45

Takk fyrir það, athyglisvert.

17HMR er sumsé nytsamlegur - þessa 2 daga á ári sem er logn á klakanum :)
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Nov 2012 21:06

Hahaha nei líka beint á móti og svo beint aftan á mann :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af T.K. » 29 Nov 2012 18:51

Jæja, vindurinn datt niður svo ég ákvað að skjóta inn CZ riffilinn í 17HMR. Búið að eyða smá pening í að pimpa tækið upp síðan ég fékk hann. Góðar sjónaukafestingar, beddun, Sigtron 3-10x50 sjónauki, harris tvífótur og smá camo vafningur til að verja skeptið og hlaupið.
Auðvelt var að skjóta inn, notaði 20gr CCI skot og færið var 50m liggjandi.
Nema hvað, náði líka þessari flottu grúppu, 3 skot og eitt gat!
Vildi ekki skjóta 5 skotum því þá hefði ég "skemmt" þessa grúppu.
Asskoti er þetta orðin þjétt græja. Verður fínt að lofa unglingnum á heimilinu að æfa sig með þessu. Nú er bara spurning hvort þetta er nothæft á 150metra og yfir?

Mynd

Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Nov 2012 19:00

Ertu viss um að öll skotin þrjú hafi hitt á blaðið :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af T.K. » 29 Nov 2012 19:08

Ég hugsaði það sama og margtjékkaði. Nógu viss til að þora pósta þessu til ykkar :)
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Nov 2012 19:52

Flottur :-) ég er með reynslu að 140 metrum á gæs og þær steinlágu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Nov 2012 21:00

Einn punktur í viðbót. 17. HMR ekki heimilt í neinn skotgrein. Ef ekki á að keppa í skotfimi skiptir þetta ekki máli.

En til hamingju með græjuna. Væri allveg til í einn svona einhverntíman :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Nov 2012 23:53

Jú, þeir leyfa 17 hmr í rimfire keppnunum hjá SKAUST.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 17 HMR - er eitthvað vit í því?

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Nov 2012 08:54

Já það er flott, þetta kom kannski svolítið vitlaust út hjá mér. 17. HMR er ekki leyfður í þessum viðurkenndu greinum hér á landi í dag, þ.e. silhouettu og ISSF greinunum. En öllum félögum er jú heimilt að efna til sinna skotkeppna með sínum reglum og gott að þeir eru ekki úti í keppnum :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara