Grúppur á 400-500m

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík
Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 20 Dec 2012 21:21

Við fórum tveir félagar út í Hafnir í vikunni. Eftir að við vorum búnir að prófa hinar ýmsu hleðslur á 100m fórum við að reyna við lengri færi en báðir vorum við með 260rem. Ég tók eina grúppu á 400m og aðra á 500m en sú sem var skotin á 400m var 43mm en um 70mm á 500m. Þar sem þetta eru fyrstu tilraunir mínar á þessum færum var ég bara sáttur.

Hversu þéttum grúppum eru menn að ná á þessum færum ?
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Dec 2012 00:04

Sæll Hjörtur

Ég hef nú aldrei prófað að grúppa og mæla á þessum færum, en það fer að koma. Ég er búinn að prófa eina grúppu á 300 metra færi með nýjum riffli sem Finni setti saman fyrir mig um daginn hún var nákvæmlega svona:
Test 04.jpg
300 Metrar / 0.575 MOA
Test 04.jpg (115.12KiB)Skoðað 3125 sinnum
Test 04.jpg
300 Metrar / 0.575 MOA
Test 04.jpg (115.12KiB)Skoðað 3125 sinnum
Þetta var skotið þegar ég var nýbúinn að skjóta riffilin inn og er skotið með 6,5 x 47 og eftirfarandi hleðslu:
Kúla: Scenar 100 grs
Hleðsla: 39 grs (Hámarkið er 39,5 af N-140)
Púður: VV N-140
COL: 70 mm (ATH hámarkslengnd í bók er 69,5 mm og þetta er alveg fram í rílum).

Ég á alveg eftir að reyna að finna sweet spotin á mínum riffli fyrir 300 metrana og það kemur bara með tímanum.

Mér sýnist að þetta séu mjög góðar grúppur á 4 og 500 metrum hjá ykkur, skutu þið 3 eða 5 skotum og skutu þið fleiri grúpum eða voru þetta þær einu?

Hvað ertu að nota í þetta hylki?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 21 Dec 2012 16:57

Sæll Stefán


Ég sé ekki betur en þetta sé ágætis grúppa hjá þér eða rétt um 50mm.
Þetta voru 5 skota grúppur sem ég tók þ.e. 5 skot á 400 og 5 á 500m. Þetta voru einu grúppurnar sem ég tók á 400 og 500 metrum.
Set inn mynd af 400m en þarna er c/c á 3 stk 36mm en 5 stk með c/c 43mm
Þú spurðir um hleðslu en þetta var 260rem með með 123gr Amax með bc 0,51 VV N550 og 42,3gr.

Það hljóta nú að vera fleiri sem eru að spreyta sig á þessum færum? :P
Viðhengi
4000001.jpg
4000001.jpg (37.22KiB)Skoðað 3010 sinnum
4000001.jpg
4000001.jpg (37.22KiB)Skoðað 3010 sinnum
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Dec 2012 18:51

En félagi þinn? var hann ekkert að testa sinn á þessu færi?

Ég á alveg örugglega eftir að prófa minn á 4 - 5 og 880 metrunum í Keflavík. Ég skelli inn árangrinum af þeim prófunum þegar ég er búinn að komast í það.

Ég ætla að finna mér hleðslu og kúlu sem skilar góðu á 300 og nota hana eins og áður sagði.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Dec 2012 20:10

Jú ég skaut á þessi færi. Var ekki að ná eins góðum grúppum á 400 og 500. Flottar á styttri færum en ekki nógu góðar svona langt með þeim hleðslum sem ég prufaði.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 21 Dec 2012 21:51

Tikkan hans Gísla setti gat í gat á 100m.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af E.Har » 21 Dec 2012 22:07

Betra en ég næ, enda lúðra ég bara með veiðihólk og allt innan rebbans er æði :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Dec 2012 09:19

Sæll Gísli, endilega pósta grúppunum sem þú skaust... Bæði á 100 og á lengri færunum ef þú átt þær, þannig getum við búið til smá gagna banka hér, bæði fyrir aðra og okkur sjálfa að skoða. Svo má alveg endilega láta hleðslu upplýsingar fylgja, bara muna að hafa fyrirvara á öllu sem er á max mörkum.

Það er nú ekker feimnismál þó við skjótum ekki alltaf gat í gat... ;)

Ég er nú nokkuð viss um að Blaserinn getur alveg sett í námunda við þetta á góðum degi Einar. Þetta virðast vera alveg forláta rifflar allavega á miða við það sem Norski kallinn (Thomas Haugland) er að gera með sínum.

Það væri gaman að sjá þessa græju einhvern tíman.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Dec 2012 11:17

Hef nú ekki skotið á pappír á lengri færum allt of lengi en hér er mitt mont, þokkalega sáttur við þetta á 600 metrum:

Mynd

Skrifað um þetta á sínum tíma hér:
byssur/600-metrar-t68.html

Verð nú að fara að bæta þetta í sumar og koma með eitthvað ferskt :roll:
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 22 Dec 2012 14:30

Sæll Magnús

E.t.v. á bara að kalla þetta mont hjá okkur en upphaflegur tilgangur minn var að fá upplýsingar því ég hef ekki verið fastagestur á skotvöllum þannig ég þekki ekki hvað telst viðunandi í þessum efnum.

Til að samanburðurinn sé einfaldari þar sem þú og Stefán notist við MOA þá telst mér til að þetta hafi verið 0,3moa 3 skota grúppan á 400 en 0,36 þegar öll 5 eru talin eða 0,107mill en á 500m var 5 skota grúppan 0,47moa eða 0,14mill.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Dec 2012 15:39

Sæll Hjörtur

Það telst nú varla mont að sýna það sem maður er að prófa og pæla hér à vefnum og skapa um það umræður fyrir okkur og aðra til þess að læra af. En 0.3 MOA í fimm skotum er mjög gott à öllum færum lengra en 100 metrum og fràbært à öllum færum lengra en 300 metrum.

Ég hef mjög gaman af svona pælingum höldum þessu endilega lifandi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Dec 2012 15:49

Við eigum ekki að vera feimnir við að sýna okkar grúppur og ég talaði nú bara um mont í jákvæðu tilliti :)

Allavega varst þú með flottari grúppur en ég ;) Þær eru mjög flottar og svo með æfingu og spekúlasjónum minnka grúppurnar og minnka.

Að vera með 0,3 MOA grúppu á þessum færum er virkilega gott og sýnir að þú kannt að skjóta og ert með góðann riffill. Þú ættir að leika þér á þeim færum sem þig langar upp í 1000 metra +

Á 4-500 metrum fara grúppurnar að stækka og þá sést líka betur hvað er að hafa áhrif á nákvæmnina. Vindur fer að spila sterkt inní en það er auðveldara að spotta eitthvað sem maður er að gera rangt á þessu færi.

Ég hef mjög gaman af þessu enda er mitt helsta áhugamál í þessu sporti, að skjóta á löngum færum og því frábært að menn séu að pósta þessu. Ég sé hinsvegar að ég er að dragast afturúr ykkur og því verð ég að fara að spíta í lófana og sjá hvort að ég nái ekki grúppunum neðar en 110mm á 600 metrum. En ég er hræddur um að riffillinn bjóði samt ekki uppá mikið undir það enda hefur hann verið að skjóta í kringum 0,5 - 0,6 MOA
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 22 Dec 2012 20:59

Auðvitað var þetta meint sem jákvætt mont, Magnús. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt eins og að lengja færin og næst mun maður sjálfsagt vilja prófa 600+ og svo verður bara að koma í ljós hvernig grúppurnar verða. Þetta spjallsvæði er einnig mun málefnalegra en það sem ég hef kynnst áður.
Því miður er ekki víða aðstaða fyrir þessar lengdir 400-800m sem væri gaman að skoða.

Riffilinn virðist standa fyrir sínu það er rétt.
Hvaða fríbil hafið þið verið að nota og hefur það aukið nákvæmi að minnka það?
Sjálfur var ég með 0,04".
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Finnurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:24 Ágú 2012 12:21
Staðsetning:Akureyri

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Finnurinn » 23 Dec 2012 14:18

Skaut þessa grúppu í haust, riffillinn er Sako 75 í 6XC. Skotið í lok dags, birtan að verða búin,smá vindur á móti ( kl 11 )
100+300m 006.jpg minnkuð.jpg
100+300m 006.jpg minnkuð.jpg (8.25KiB)Skoðað 2681 sinnum
100+300m 006.jpg minnkuð.jpg
100+300m 006.jpg minnkuð.jpg (8.25KiB)Skoðað 2681 sinnum
Finnur Steingrímsson
finnasig@simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af E.Har » 25 Dec 2012 11:59

Fribil er skemtileg pæling :D
Engir alveg sammála um þá pælingu.

Markkallarvilja margar jamma kúlunum i rillurnar.
Ef þú ferð þá leið þá verðurðu að bakka hlaeðslunni aðeins niður fyrst þar sem það getur aukið þrýsting.

Þar sem ég er fyrst og síðast veiðinörd þá vil ég smá fríhlaup.
Vil ekki lenda í t.d fastri kúlu þegar eg er að veiða og hætti við skot :evil: Jú það hefur komið fyrir að eg skjóti ekki ;)

Í raun er mín theoria ca Byrja með kúlu sem mér líkar, profa mismunandi púður. Þegar ég hef fundið það sem mér líkar bæði í magni og typu þa profa ég stundum að skipta um hvellhettu.
Síðast prófa ég kúlusetningarnar, Er oftast með 1/4 úr hring á dæja frá löndunum en ef það er ekki að virka þá breyti ég.

Í raun er þetta baa spurning um að fintuna. Hlaupið titrar og til að fá hámarksnákvæmni þá þarf kúlan að yfirgefa það á nákvæmlega þeim tímapungti sem hlaupið er beint.
Í raun nota margir kúlusetninguna til að fín tuna hleðsluna, eftir að þeir hafa hitt vel á allt hitt. :mrgreen:
Þú verkfræðingurinn ert auðvitað með teoríuna á hreinu :mrgreen:

Virðist hafa hitt fjandi vel á hleðlu í þessu.
Svo baa að prófa pínulitlar breytingar og breyta bara einu í einu, Einfaldar að útiloka það sem virkar ekki. :D

p.s til hamingju með gripin þetta er glæsilega skotið.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 25 Dec 2012 16:52

Sæll Einar og þakka fyrir ábendingarnar.

Þú velur fríbilið sem ¼ úr hring. Hvað er það í mm eða hlutar úr tommu?
Ég hef verið með 0,03“ til 0,04“ eða 0,75-1mm.
Er líklegt að fá einhvern ávinning með að minnka það frekar?
Auðvitað þarf að lækka hleðslu sé kúlan sett föst í rillu. En þekki þú hvað maður getur farið nærri (0,01" = 0,25mm ?) án þess að hafa áhyggjur af hækkuðum þrýstingi ?

Þessar pælingar með þrýsting og hleðslur getur allt verið ruglingslegt því svo kemur hitinn sem enn ein breytan en reikningslegur þrýstingur í þessari hleðslu sem ég valdi 42,3gr N550 er um 51000 PSI við 15°c en varla fáum við púðrið heitara hér heima en þetta er um 85% af max fyrir hylkið. Þegar við vorum við tilraunir í Höfnum var hinsvegar hitinn -5°c en þá fellur reikningslegur þrýstingur niður í 48000psi eða 80% af max og hraðinn er orðinn ca 20m/s minni. Ég er þá í raun með allt aðra hleðslu eftir því hver hitinn er :oops:

Ég þakka fyrir hrósið en ég leitaði nú ráða hjá þér með valið á sínum tíma.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af E.Har » 25 Dec 2012 20:06

Hefurðu verið að hraðamæla?
Mér finnst 500 linan vera fín í púðri.
Hún er sennilega minnst viðkvæm fyrir hita.
Hvaða forrit ertu að nota til að reykna þrýsting?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 7
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 25 Dec 2012 23:11

Sæll Einar

Nei ég hef ekki komist í hraðamæli á ekki slíkan. Hef þörf fyrir að komast í hraðamæli :twisted:
Eins og ég sagði þá er þetta reikningslegur þrýstingur og hraði sem verkfræðingurinn er að notast við sem er fenginn úr Quick Load 3.004. Var fyrst að notast við N150 í þetta cal en fór yfir í N550 eftir ráðleggingar frá honum Elías í Kjósinni.

Vonast til að fá komment frá þér á spurningarnar til þín í fyrri pósti með fríbil.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Dec 2012 23:24

Vorum við ekki að tala um hérna um daginn að púðrið í 500 línunni sótaði hlaupin?
Var það kannski bara þegar var verið að skjóta á miklum hraða, yfir 3000 fet?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Grúppur á 400-500m

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Dec 2012 12:45

500 li an er talin sóta meira en hefur aðra kosti.
Hun er tveggjaþátta og er ekki jafn viðkvæm fyrir hitamun og sum önnur púður.
Þú færð nokkur auka fet í hraða sem skiptir kannski ekki öllu máli.

Hjörtur ég hef ekki enn náð mer i QL en langar ;-)

Ég er hinnsvegar með hraðamæla, svona 1,5 stk
Velkmið að fá svoleiðis lánað. :)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara