Vindrek

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Dec 2012 20:18

Í þessari grein ætla ég að koma með fróðleik um vindrek á kúlu, bæði fræðilega og svo hvernig hægt er að reikna með vindreki til að auka líkurnar á því að hitta í fyrsta skoti.

Vindrek kúlu er sennilega stærsti þátturinn í því að hitta á löngum færum, og einnig þegar verið er að skjóta sem minnstar grúppur á styttri færum. Vindrek er líka það atriði sem einna erfiðast er að taka með í reikningin.

Vindrek kúlu er ekkert annað en mjög einfalt eðlisfræðilegt tilfelli, sem í sjálfu sér er auðvelt að reikna út. Hinsvegar eru erfitt að vita hvað á að setja inn í jöfnuna þar sem maður sér ekki vindinn beint, vindur er stöðugt að breytast og vindur er ekki endilega sá sami hjá skyttunni og hjá skotmarkinu eða þar á milli. Þótt það virðist vera flókið að taka þetta með í reikningin þegar verið er að skjóta þá skiptir samt máli að reikna með honum eins vel og hægt er því að það eykur bara líkurnar á því að hitta. Það er betra að taka meðvitaða ákvörðun út frá þeim staðreyndum sem maður hefur heldur en að slumpa út í loftið. Það er kunnátta að vita hvernig á að reikna út vindrek en það er reynsla að lesa vindinn, og það síðarnefnda er það sem krefst mestrar æfingar.

Ég ætla því að fjalla um vindrek í tvennu lagi. Í fyrsta lagi fræðin á bak við vindrekið, sem verður kannski í fræðilegri kanntunum en er þó gott að vita af, í síðara lagi ætla ég að fjalla um hverngig hægt er að nota þessi fræði og hvaða formúlur er hægt að nota og í raun hversu einfallt er að koma sér upp einfaldri töflu til að hjálpa sér við að leiðrétta fyrir vindi.

Kúluferill er ekkert annað en "einföld" eðlisfræði en t.d. fellur byssukúla alltaf jafn hratt til jarðar, hvort sem henni er skotið úr hlaupi, henni sleppt í frjálst fall, óháð þyngd eða stærð. Það sem ákvarðar ferillinn er upphafshraðinn og loftmótstaða kúlunnar og ekkert annað. Þar sem þessi grein fjallar um vindrek þá verður aðeins farið í áhrif vinds á kúlu en ekki þyngdarafls. Vindur hefur áhrif á kúlu og færist hún í láréttu plani í réttu hlutfalli við vindstyrk.

Það sem fáir vita er að ástæðan fyrir því að kúla færist er ekki sú að vindurinn ýtir henni heldur sú staðreynd að kúlan reynir að leita upp í vindinn, eins og vindhani en við það myndast undirþrystingur skjólmegin sem togar hana undan vindi. Það er snúningur kúlunnar sem veldur þessum áhrifum.

Þegar vindrek er reiknað þá er yfirleitt notast við forrit sem sjá um þá útreikninga enda annað frekar tímafrekt. Vindrek = vindhraði * hik-tími ( lag-time). Hik-tími er mismunur flugtímans í lofttæmi og flugtímans í raun.

Sem dæmi getum við sagt að kúla sem fer á hraðanum 800 m/s fer 400 m á 0,5 sekundu í lofttæmi. Kúlan er hinsvega 0,7 sekundur að fara 400 metra í raun með loftmótstöðunni. Þá er hik-tíminn 0,2 sekundur. Þá getum við sagt að vindurinn hafi áhrif á kúluna í 0,2 sekundur. Ef vindhraðinn er 10 m/s þá færist kúlan 2 metra á þessari leið eða (10 m/s) / (0,2 s). Þetta eru ekki raunverulegar tölur heldur aðeins til að sýna hvernig útreikningarnir virka.

Þar sem þetta er allt eðlisfræði þá erum við svo heppin með það að kraftar eins og vindur verka á kúluna í réttu hlutfalli við vindstyrk og vindstefnu. Þannig má skipta vindstefnunni í tvær áttur, vindur sem verkar hornrétt á kúluna og svo í sömu stefnu. Hérna á ég við að vindur sem blæs 45° á kúlustefnuna virkar 87% á kúluna en ekki 50% heldur verður að reikna sinus af horninu til að fá réttan kraft á kúluna. Hér set ég skýringarmynd til að útskýra þetta:
vindur.jpg
Sinus
vindur.jpg (21.3KiB)Skoðað 2938 sinnum
vindur.jpg
Sinus
vindur.jpg (21.3KiB)Skoðað 2938 sinnum

Þetta þýðir að ef vindrekið er útreiknað t.d. 1 meter miðað við vind þvert á skotstefnu en vindurinn er í raun 60°á skotstefnu þá er sinus(60) = 0,87. Það margfaldað með 1 meter geri 87 cm og því yrði vindrekið 87 cm.

Hér er búið að auðvelda þetta með því að setja upp þetta upp í töflu sem er gott að skrifa niður og læra:
30°eða kl. 1,5,7,11 = 0.5
45°eða kl. 1:30, 16:30, 7:30, 10:30 = 0.7
60°eða kl. 2, 4, 8, 10 = 0,87
90°eða kl. 3, 9 = 1

Það sem hefur áhrif á vindrekið er eins og sagt var áðan hraði og loftmótstaða (BC stuðull). Bryan Litz hefur sýnt frammá að BC stuðull kúlu hefur meira vægi en hraði þegar kemur að vindreki en ég kem að því síðar.

Þetta var semsagt fræðilegi hlutinn um vindrek og ekki nauðsynlegt að skilja eða kunna þetta. Það sem er þó gott að vita er að vindrek er í réttu hlutfalli við vindstyrk, Þ.e. að við 2 m/s, færist kúlan 2x lengra en við 1 m/s og við 4 m/s færist kúlan 4x lengra en við 1 m/s. Mjög handhægt að vita þetta. Hinsvegar er gott að vita að stefna vindsins hefur áhrif á vindrekið út frá sinus af horninu en gott er að hafa helstu gildi upp skrifuð.

Hvernig á svo að nýta sér þessar upplýsingar? Jú, fyrst er að reikna út ferill kúlunnar í góðu ferilforriti en það er forsenda þess að hægt sé að búa til vindreks upplýsingar fyrir ákveðna hleðslu. Miklu máli skiptir að hraða og BC. stuðull kúlunnar séu réttur í þeim útreikningum.

Ég vel alltaf vindhraðann 1 m/s því þá er auðvelt að margfalda vindrekið með réttum vindhraða. Einnig er hægt að velja aðra tölu en ég mæli með því að nota tölu sem auðvelt er að reikna í huganum, því vindrek eykst í réttu hlutfalli við vindhraða.

Þegar taflan er komin þá er maður kominn með það sem maður þarf að hafa til að byrja. Það er í raun einfaldlega að reikna út vindrekið miðað við vind hornrétt á skotstefnu og svo reikna inn áhrifin af raunverulegri vindstefnu.

Þetta er það auðvelda í þessu, að reikna út vindrekið. En hvað svo þegar maður er kominn út í mörkina, með vindmæli og hann sýnir vindhraða frá 2 m/s og upp í 4 m/s, stefnan er kannski á reiki og maður veit ekkert hvað er að gerast við skotmarkið, en þar getur vindurinn þessvegna verið í gagnstæða átt. Þarna kemur inn æfing, reynsla, æfing og aftur reynsla. Að lesa vindinn, horfa eftir merkjum sem gefa til kynna hvaðan vindurinn kemur. Vindur á móti eða með hefur lítil sem engin áhrif, en það væri kannski efni í annan pistill hvað með og mótvindur gerir, en hérna gerum við ráð fyrir að hann hafi engin áhrif og reiknum ekki með honum.

Góð regla er að hafa feriltöflu, sem sem sýnir vindreki m.v. t.d. 1 m/s eins og ég kýs uppá einfaldleikan. Svo þegar vindhraðinn er mældur margfalda ég hann með vindrekinu sem er gefið upp á töflunni, reikna svo út rétt gildi út frá stefnunni ef hún er ekki hornrétt. Þetta getur aldrei verið nákvæmt en maður gerir sitt besta til að finna sem nákvæmastan vind, eða bíður eftir að ákveðinn vindur kemur aftur. Hafa ber í huga að vindstyrkur er oft meiri hærra frá jörð heldur en niður við jörðu.

Hvaða gagn gerir þessi þekking. Jú með því að þekkja sína hleðslu og vitað vindrekið m.v. ákveðinn vind er hægt að námunda að því sem maður heldur að sé best miðað við aðstæður. Það skilar kúlunni mun nær heldur en ef maður gerir það ekki. Það er hægt að taka meðaltalsvind og miða við hann, það er líka hægt að mæla ákveðinn vindstyrk og bíða færis þar til sá vindurstyrkur kemur ef vindur er flöktandi en þetta eru pælingar sem t.d. Benchrest skyttur eru að spá í og skiptir miklu þegar mm eru annars vegar.

Varðandi kúluval þá er vitað að BC stuðull hefur mikið að segja varðandi vindrek. Ef færið er alltaf þekkt þá skiptir hraðinn minna máli en vindrek meira máli þar sem það er aldrei allveg þekkt, það er því betra að útrýma eða minnka óvissuþáttinn sem mest. Þessvegna eru þyngstu kúlurnar með hæsta BC stuðulinn svona vinsælar í markskytterí, þar sem vindur hefur minni áhrif á þær, en hraðinn er aukaaðtrið þar sem færið er alltaf þekkt og því skiptir fall ekki svo miklu máli. Við veiðar er færið oftar óþekkt og þá getur skipt meira máli að fallið sé sem minnst svo að villi í að meta færi verði síður til þess að menn hitti í mark.

Ég mæli með að menn læri á gott forrit, t.d. JBM calculator og vandi sig við að setja eins réttar upplýsingar inn í forritið og hægt er því orðatiltækið rusl inn, rusl út á vel við hér.

Vona að eitthvað hafi verið skiljanlegt í þessum pistli hjá mér og einhver geti nýtt sér þetta eitthvað. Þetta er jú eitt af því mikilvægasta að kunna þegar skotið er á löngum færum sem er mjög krefjandi og skemmtilegt.

Heimildir: Applied Ballistics For Long-Range shooting eftir Bryan Litz, 2011.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 23 Dec 2012 11:21

Þetta er fróðleg og skemmtileg grein, takk fyrir að setja þetta inn.
Varðandi vindáhrifin, að skjóta uppí vind eða undan þá hef ég yfirleitt reynt að skjóta uppí vind á veiðum og fínstylli því alltaf uppí vind í veiðiferðum ef vindur er á annað borð, yfirleitt hafa rifflarnir mínir haldið styllingum en það hefur gerst að ég hef þurft að fara í styllingavinnu við slæmar aðstæður úti í náttúrunni og þá hef ég velt því fyrir mér kversu mikið vindur uppá td 8.metra á sec, beint í fangið (með táraflóði og alles)lyftir kúlunni mikið.
Ég er mest að skjóta á gæsir með 222 og 22-250, stylli á 200.m í punkt og mér hefur fundist mótvindurinn hafa þau áhrif á kúluna að hún lyftist örlítið, grúbban hækkar kannski um ca 1.cm í 7-8.m á sec.
En fróðlegt væri að sjá kvað gerist í raun, ég vissi td ekki að kúlan sveigði undan vindi vegna togkrafta sem myndast við það að hún leitar uppí vindinn.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Dec 2012 12:01

Sæll Þorsteinn, þetta gæti verið rétt hjá þér en það eru svokallaðir gyroscopic kraftar (súningskraftar) að hafa áhrif á kúluna í flug vegna súnings hennar og spólar kúlan sig upp eða niður eftir því hvort það er mót eða meðvindur.

Hérna er ákveðin kenning um hvaða áhrif þetta hefur í vindi en snúningskraftar hava lítil áhrif miðað við vind almennt en ég myndi reikna þá inní á mjög löngum færum. Einnir getur þetta skipt máli fyrir BR skyttur að þekkja. Þessi áhrif kallast víst Magnus áhrifin eða magnus-effect :)

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af gylfisig » 23 Dec 2012 12:31

Athyglisvert, svolítið langdregið, en gaman að skoða, og velta vöngum.
Hvað mótvindinn varðar, þá er hann ekki að skipta svo miklu máli, nema þegar færið er farið að lengjast verulega. Ég geri ráð fyrir örlitlu risi kúlunnar þegar komið er yfir, amk. 300 metra á móti vindi.
Varðandi vindrekið, þá er það alltaf erfiðasti þátturinn. Svo dæmi sé tekið; þá er ég mikið búinn að skoða vindrekið á 165 grs Nosler bt kúlu á 3130 ft hrað úr TRG-inum mínum á færi sem er 285 m. Það eru endamörk riffilbrautarinnar okkar í dag.
Yfir sumartímann er yfirleitt staðbundinn vindstyrkur á svæðinu (hafgola) á að giska 8 m/sek.
Vindrek þessarar kúlu á 285 metrum er hvorki meira né minna en 12 cm miðað við 90° vind.
Þetta er töluvert rek í ekki meiri vindi, og hvað er þá kúla úr öðrum kaliberum að fjúka mikið?
300 wm er mjög duglegt hylki samanborið við mörg önnur, og ekki mjög mörg hylki sem skáka því.

Einhver sagði reyndar á öðrum spjallvef að vindrek og færi upp á amk. 500 metra skipti engu máli á hreindýraveiðum, ef skyttan er með 300 wm.
Þetta er svo mikið öfugmæli, og lýsir svo mikilli vankunnáttu að það hálfa væri nóg.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Dec 2012 12:52

Takk fyrir þetta Gylfi. Það er rétt að það komi fram að þessi magnus áhrif eru svo lítil að menn ættu ekki að spá í þeim yfir höfuð nema menn séu komnir út á mjög löng færi og séu búnir að mastera vindinn allveg.

Auðvitað þarf að reikna með vind þótt færið sé undir 500 metrum. Ég þekki menn sem hafa ekki hitt hreindýr á rúmum 200 metrum sökum vindreks.

6.5x55 sem skýtur 140 gr. VLD kúlu á 2750 fps er með svipað eða aðeins minna vindrek og 165 graina kúlan sem þú lýsir. Það er eingöngu vegna gríðarlega hás BC stuðuls. Hinsvegar er fallið krappara til að byrja með á henni. 100 graina Norma Oryx í .243Win á 2900 fps hefur helmingi meira vindrek!

Kúluval skiptir því líka gríðarlegu máli þegar kemur að vindreki.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Fiskimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af Fiskimann » 23 Dec 2012 16:32

Sælir félagar
Það er oft ansi vindasamt á skerinu og því nauðsynlegt að spá i þetta. Í þettum hliðarvind á t.d. 300 til 400m getur skipt heilmiklu máli hvort kúlan er að lyfta eða síga fyrir utan að áætla hiðarfærslu.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Dec 2012 16:52

Þegar það er hægrisnúningur á twistinu eins og á flestum rifflum þá lyftist ákoman örlítið ef vindur er frá hægri og ákoman lækkar ef vindur er frá vinstri. Reikna má með um 0.06 - 0.08 MOA fyrir hvern m/s vindhraða en þetta eru þessi svokölluðu magnus áhrif. Það getur hinsvegar verið flókið og erfitt að beita þessu á vettvangi, og ætti ekki að gera það fyrr en fall og einfalt vindrek er komið á hreint til að flækja ekki hlutina of mikið. En því meira sem tekið er með í reikningin, því nákvæmara verður allt að sjálfssögðu :) Þetta er samt allveg umfjöllunarefni í sér þráð :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Dec 2012 21:14

Hérna er gott video frá Norðmanni sem sýnir hvernig hægt er að lesa vind í náttúrunni. Stundum óskaði ég mér að það væru fleirri tré á Íslandi :)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RhDw4Vi1LWM[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Dec 2012 00:33

Vitið þið það strákar ég held að villibráðin hafi farið eitthvað illa í Magnús og nú er hann bara með vindgang og slíkt :lol:
En að öllu gamni sleptu þá er gaman að lesa þetta og bara takk að nenna að skrifa þetta hér inn og maður lærir altaf smá meira sem gerir mann að hæfari veiðimanni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Dec 2012 14:47

Finn pistill.
Man fyrir einhverjum árum var lðknir á hreindyri færið ca 150 m. Miðað feti fyrir framan dyrið m. 243 og dyrið vambaðI Stóð að vidu aðeins á ská svo kúlan gai þindina á útleið svo ekkert vésin var en vindrekið var um hálft hreindýr.
Næsta dýr sem átti að taka var tekið með 200 gr kulu úr 300 wm :-)

Malið er hnnsvegar að i mikklum vindi er oft auðvelt að átta sig á stefnu hreindyra og refa og hægt að komast nær.

Samt er þetta einhvað sem við eigum alltaf að hafa hugfast!

Takk fyrir fina grein
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

MB1
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:06 Sep 2012 14:30

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af MB1 » 27 Dec 2012 13:11

Sæll Gylfisig, þú bendir mjög fróðlega á hér ofanmáls :

[quote] Yfir sumartímann er yfirleitt staðbundinn vindstyrkur á svæðinu (hafgola) á að giska 8 m/sek.
Vindrek þessarar kúlu á 285 metrum er hvorki meira né minna en 12 cm miðað við 90° vind. [/quote]

Ef þetta er reynslan, þá er vindrekið í raunveruleikanum mun minna en útreikningar segja til um að það ætti að vera.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Dec 2012 13:16

Mb1.
Ertu virkilega búinn að gleyma því að hér á þessu spjalli koma menn fram undir nafni en þegja ella!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Dec 2012 23:42

Þetta er vindrekið úr TRG-inum hjá mér á þessu færi. Má svosem vera að vindurinn sé 9 m/sec eða 10 metrar, sem breytir útreikningum forrita. Ég tel mig samt fara nokkuð nærri um vindstyrkinn.
Ég er margoft buinn að prófa þetta í hafgolunni sem er þarna á sumrin, og þetta er einfaldlega fokið á kúlunni á þessu færi.
Ég skaut á hreindýr í sumar á svæði 7... stóran tarf sem er ansi stórt skotmark.
Færið var 237 metrar, og mjög stífur hliðarvindur, sjálfsagt um 15 metrar alveg þvert á hlið.
Ég skýt yfirleitt í haus eða háls, en þarna lagði ég ekki í það. Tók bógskot, og gerði ráð fyrir vindi, en kúlan lent samt aftar en ég ætlaði henni. Tarfurinn steinlá reyndar, en þetta var samt óþægilegt í svona miklum hliðarvindi, og ég er ekki viss um að ég hefði fellt dýrið með haus eða hálsskoti, eins og ég geri oftast.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Dec 2012 23:57

Gylfi, hefurðu notað vindmæli þegar þú mælir vindinn?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Dec 2012 01:27

Sælir

Ég varð að skoða þetta til þess að staðfesta hvort væri betra samkvæmt theory-uni og er að vísu engu nær... :lol:

Ég tók fyrir 6,5 x 47 og sló inn alla spekka eins, fyrir annarsvegar 100 grs Scenar og hinsvegar 139 grs Scenar. Fór í hleðslubók og fann max hraða fyrir hvora kúluna fyrir sig og útkoman er ótrúlega lík hvað vindrek varðar.

En yfirburðir léttu kúlunar eru talsverðir hvað fallið varðar. Hér hunsum við að sjálfsögðu einn mikilvægasta þáttinn og það er nákvæmnin því við gefum okkur að báðar kúlurnar séu jafn nákvæmar á öllum færum miðað við áður gefnar forsendur.

Setti þetta allt inn í ferilforrit og vindstyrkur 10 m/s 90° á hlið og notaði G7 drag fyrir báðar kúlurnar. Allar fall og vindrekstölur eru í cm.

100 grs kúlan var á 982 m/s við hlaup með 40,3 grs af N-540 / G7 = 0.212
139 grs kúlan var á 836 m/s við hlaup með 37,4 grs af N-540 / G7 = 0.290

100 grs vindrek:
100M - 4,3
300M - 42
500M - 127
800M - 380

139 grs vindrek:
100M - 3,8
300M - 38
500M - 113
800M - 322

100 grs fall:
100M - 0
300M - 28,5
500M - 126
800M - 475

139 grs fall:
100M - 0
300M - 41
500M - 166
800M - 577

Ef þetta er skoðað fyrir 300 metrana, sem er nú nálægt því lengsta sem gerist á hreindýraveiðum (með örfáum undantekningum) þá er munurinn á vindrekinu um 4 cm þyngri kúluni í hag en á fallinu 12,5 cm léttu kúluni í hag.

Það væri gaman að prófa þetta við raunverulegar aðstæður þegar vindur er nokkuð þéttur á hlið með t.d. þessar tvær kúlur eða tvær mismunandi veiðikúlur af þyngri og léttari gerðini.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Dec 2012 02:18

Flott samantekt hjá þér Stefán og sýnir að munurinn er ekki ýkja mikill þegar um tvær góðar kúlur er að ræða, samt þó sýnir þetta að BC stuðullinn hefur meira að segja varðandi vind en hraði. Hinsvegar er ferillinn flatari á léttari kúlu.

Ef þú myndir skipta út 139 gr. Scenar fyrir 140 gr. Berger VLD þá eru niðurstöðurnar þessar miðað við að notaðar séu G7 tölur Litz og sami hraði (sem ég gef mér svona að gamni)

140 Vindrek:
100M - 3.7
300M - 35.0
500M - 103.6
800M - 294.5

140 Fall:
100M - 0
300M - 41
500M - 165
800M - 561

Þarna munar aðeins að 140 gr. er með hærri BC. Það er svo spurningin hvað menn gera við þetta. Munurinn er ekki ýkja mikill nema á lengri færum. Skiptir þetta máli? Við veiðar, sennilega ekki nema í miklum vindi og miklu færi. Í markskotfimi, ekki spurning þar sem þetta getur þýtt einu X meira að kúlan fauk kannski nokkrum millimetrum minna hún hefði gert ella... og eitt X getur ráðið úrslitum ;)

Vindpælingar eru aðalatriðið í skotfimi eins og Palma og F-class sem eru mjög vinsælar greinar í USA og UK þar sem verið er að skjóta á 600 - 1000 yördum. Einnig skiptir vindurinn gríðarlegu máli í Benchrest á lengri færum enda eru allir með vindflögg á nokkrum færum og skjóta eftir vindinum. Sigurvegararnir eru yfirleitt þeir sem eru bestir í að lesa vindinn. Bryan Litz sýndi skemmtilega fram á það með útreikningum að ef tveir jafnhæfir keppendur væru að keppa sín á milli og væru jafngóðir í að lesa vind þá væru kúlurnar það sem gæti skilið þá að þegar kemur að því hvor vinnur. Fyrir utan það að Bryan Litz sé fyrrverandi eldflaugasérfræðingur og núverandi kúlusérfræðingur þá er hann líka Bandaríkjameistari í Palma á 1000 yördum :)

Ég er sammála þér Stefán að það væri svo gaman að prófa þetta og bera saman, mismunandi kúlugerðir og svo auðvitað að æfa sig, bæði í að reikna með vindi og svo lesa vindinn sem maður á langt í land með ennþá :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Dec 2012 14:03

Stebbi minn vandi er engin á hreindýri, frekar rólegt og dýrin rölta upp í vindin.
Ef kúlan er sett framanlega að Vaðbrekkustíl þa fyrkur hún bara aftur eftir og er alltaf fyrir frama þind :-)
Droppið er ekkert véin heldur, er í pungti á 175 svo yfir 300 fer ég að leggja krossinn yfir hryggin og hef týma til að mæla. Ef einhver ætlar að teygja sig lengra á er allt rólegt og bara gefa sér týma.

Vandinn er rebbi :-)
Þá er stundum um kvekkt dýr að ræða sem bara vill ekki koma nær :-)
Þá er ég venjulega búinn að mæla á nokkra steina í nágrenninu og get áttað mig á vegnalengdinni svona ca, nota þá helst sjónauka með turnum og skrúfa hann bara upp.
Þarna er vindurinn vésin.
Minna mark, og engin vindflögg.
Þá er auðveldara að mæla og skrúfa upp turna en að giska á vindinn! :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrek

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Dec 2012 21:52

Flott myndband af manni sem er að skjóta í 8 - 13 m/s vindi en það er orðinn töluverður vindur!
Hann er með .308Win og 175 gr. Sierra Matchking á um 2700 fps á 650 metra færi. Stillir inn vindrek um 3.5 til 4 MIL sem samsvarar u.þ.b. hliðarvind uppá 10 m/s eða rek uppá 2.6 metra!

30 mílur/klst eru rúmlega 13 m/s.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7vlONSxbDKQ[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara