kúlusetning

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
kúlusetning

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Jan 2013 16:46

Sælt veri fólkið.
Ef það viðraði ekki til þess að fara á riffilbrautina í dag, til að skoða hleðslur, þá viðrar víst aldrei til þess.
Ég fór með 6 BR-inn til þess að skoða aðeins hvað hann væri að gera með mismunandi kúlum, og púðri.
Var með 68 berger, og N-135 bak við hana.
Einnig 87 grs V-max og 88 Berger, og bak við þær RE-15 púður.
Primer við allar hleðslur var Rem 7 1/2 Bench Rest.
Kúlusetning við allar hleðslur var þannig að kúla var rétt við rillur.
Ég var ekki sáttur þegar ég var búinn að skjóta einni grúppu af hverri kúlutegund.
Grúppur o,5 tommur og stærri. 68 Berger var að koma best út.
Riffillinn er með uppréttum Sako 75´lás sem er beddaður.
Hlaupið HV Krieger tight neck twist 1-10.
Ég fór heim og hlóð aftur sömu hleðslur, en setti kúlurnar stíft í rillur í þetta skiptið.
Í næsta skiptið fékk ég mun þéttari grúppur, og sérstaklega með 68 berger, en hinar kúlurnar ekki alveg jafn þétt, en samt ásættanlegt. Máske get ég þétt klasann með því að skella tvífætinum undir, og prófa að skjóta af bílhúddinu, þ.e.a.s. ef það hvessir eitthvað :D
Að minnsta kosti sýnir þetta glöggt hvað kúlusetning getur skipt miklu máli, og er það ástæða þessa þráðar.
Viðhengi
10012013351.jpg
10012013351.jpg (80.86KiB)Skoðað 2419 sinnum
10012013351.jpg
10012013351.jpg (80.86KiB)Skoðað 2419 sinnum
Síðast breytt af gylfisig þann 10 Jan 2013 21:26, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Jan 2013 16:46

,
Viðhengi
10012013352.jpg
10012013352.jpg (62.04KiB)Skoðað 2418 sinnum
10012013352.jpg
10012013352.jpg (62.04KiB)Skoðað 2418 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Jan 2013 16:49

,
Viðhengi
10012013350.jpg
10012013350.jpg (70.22KiB)Skoðað 2418 sinnum
10012013350.jpg
10012013350.jpg (70.22KiB)Skoðað 2418 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Jan 2013 17:21

Já blessað bílhúddið en þú verður að passa að tvífóturinn skemmi ekki kíkinn en það er gaman að sjá að svona kúlusetning skiptir máli
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af kra » 10 Jan 2013 19:09

HVAÐ ?? risagrúbbur ehf :D
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Jan 2013 22:57

Já þetta eru skemmtilegar pælingar Gylfi. Það var á seinnihluta síðustu aldar sem ég var svo lánsamur að fá tilsögn um þetta. Sá góði fræðari heitir Birgir og leitaði ég eitt sinn til hans með riffil sem mig langaði til að láta bedda.

Ekki var karlinn sá hagkvæmasti í verði en þegar upp var staðið þá var það hverra krónu virði. Það var ýmislegt spjallað og farið um víðan völl um hin ýmsu málefni.
Svo fór Birgir að spyrja mig um hvernig hleðslur ég væri að nota og þar með kom upp umræða um það sem í hleðslubókum er stundum kallað COL. Svo var um það talað að þegar ég kæmi til að sækja gripinn hefði ég með mér hylki og kúlur. Ekki var aðferðin flókin sem hann sýndi mér og fólst það i því að sóta kúlu svo sjá mætti för eftir rifflur í hlaupi. Það má einnig póllera kúlu með ýmsum ráðum og sjálfssagt hefur hver sinn hátt á með það. Þetta er skemmtilegt dundur og oftar en ekki geymi ég skapalón með dæjasettinu. Eitt fyrir hverja kúlugerð sem ég er að nota og reynslan hefur kennt mér að skrifa á límband upplýsingar og festa á skapalónið. (tómt hylki með viðeignadi kúlu og án hvellhettu)
Að ráði meistarans var farið nánast út í rifflur en þó ekki alveg því að þá getur skapast hætta á auknum þrýstingi. Þetta skilaði mér strax betri árangri og á þeim árum var áhuginn og aðstaða mín betri til skotfimi æfinga. Að mínu viti þarf ÉG talsverða ástundun til þess að verða var við merkjanlegan mismun hvað sjálfan mig varðar.

Það sem mér er minnisstæðast eftir heimsóknir mínar til Birgis var hvað ég varð allur sprækari á eftir. Á þeim tíma var Al Core ekki búinn að finna upp alnetið og kom það stundum fyrir að Suðurnesja drengurinn væri einn og staðnaður. Nú er öldin önnur og það skemmtilega við spjallþræði eins og þessa er hvernig menn og örfár konur geta deilt hugmyndum og myndað tengsl um sameiginlegt áhugamál.

Nú eru ýmsar kúlugerðir fánalegar í eitt og saman caliber þar sem lengd og lögun er mismunandi. Auk þess eru að ryðja sér til rúms kúlur úr einsleitum efnum. Þá er ég að tala um kúlur sem eru blýlausar og án þess að hafa tekið vísindalega skoðun þá sýnist mér þær vera lengri. Í framhaldi af því velti ég því fyrir mér hvort að ekki sé enn meiri ástæða til að fara gætilega með blýlausar kúlur þegar verið að finna út rétta heildarlengd á hylki með kúlu. Kúla úr einsleitu efni er byggð upp á annan hátt og gefur minna eftir. Satt að segja þá er ég skíthræddur við of mikið fikt og vill vera laus við óþarfa fegrunaraðgerðir.

Nú velti ég því fyrir mér hvað þú átt við með stýft í rifflur? Og hvaða aðferðum þú beitir til að mæla það ?
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jan 2013 08:59

Stift í rillur þá er bara gert svipað og þú gerðir kúla sótið og fundið max aol.
Það síðan notað :lol:
Kúlan látin kyssa rillurnar. bara byrja lægra með púðrið og vinna sig upp.
Griðarlega margar marksyttur nota þetta.

Ég geri það ekki enda er ég bara veiðimanns flón og það sem
Gylfa Sig finns skelfilegt er ég sáttur við :-)

Ástæða þess að ég vil ekki setja kúlu upp í rillur er að þær eiga til að verða eftir ef maður hættir við að skjóta :roll: Þá ertu í vésini á veiðum. :oops:

Svo ég fer í min ca 1/5 úr hring á dianum mínum, :mrgreen:
En byrjunin er sú sama finna max aol og taka síðan upplýsta ákvörðun hvar þú vilt vera.

Annars takk fyrir skemtilegar þráð Gylfi. :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Jan 2013 10:20

Í aðalatriðum geri ég þetta eins og Einar lýsir, nema ég pússa kúluna með fínni stálull´i stað þess að nota sót eða túss.
68 berger kúlan er reyndar stutt, þannig að erfitt er að leika sér mikið með hana. Kúlugripið verður einfaldlega ekki nægilega mikið, nema thoatið hafi verið sérstaklega... segjum fyrir einmitt þá kúlu. En ég náði að setja hana í rillur, án þess að kúlugrip yrði of lítið. Að setja stíft í rillur, er einfaldlega að setja kúluna langt inni rillurnar. sumar rifflar vilja þannig setningu, aðrir minna, eða jafnvel ekki í rillur.
Þessi riffill minn er einmitt settur saman í upphafi af Birgi, sem einnig beddaði og rétti upp gengjur í lás.Það gerði hann árið 1988. Síðan hefur verið skipt nokkrum sinnum um hlaup á honum
Það er langt frá því að ég sé eitthvað á móti venjulegum veiðirifflum, og þeirra nákvæmni. þeir henta einfaldlega til þess arna sem þeir eru smíðaðir til; nefnilega veiða.
Margir, þar með talinn ég, vil fá eins mikla nákvæmni út úr mínum rifflum, og mögulegt er.
Ég nota meðal annars trg-inn á hreindýr, þó svo hann sé þungur, en mér dytti aldrei nokkurn tíma í hug að setja kúlu í rillur í honum, né öðrum rifflum sem nota á í veiði. Það vita allir sem til þekkja, hvað getur gerst, ef þú ætlar að hætta við að skjóta, og kúlan situr eftir í rillunum. Púður út um allt skothús.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 Jan 2013 18:34

Ég fór aftur á skotsvæðið í gær. Ekki hægt að forsmá þetta óvenjulega logn alla daga.

Velti samt fyrir mér hvort allt logn væri ekki eins :D :D
Hafði einhvern tíma orð á því, hvað lognið væri mikið, og fékk þetta svar.. hvort þetta væri bara ekki venjulegt logn :D
Reyndar finnst mér logn alls ekki alltaf vera eins.
Það "mesta" logn upplifði ég á rjúpnaveiðum inni á afréttum Þistilfjarðar, inni við svonefnd Eyjavötn.
Það var eftirtektarvert að kyrrðin var algjör þar, og sennilega hef ég hvergi upplifað meiri kyrrð.
En þetta var sma´útúrdúr frá efninu.
Ég fór semsagt að skjóta aftur með sömu hleðslum og fyrir tveimur dögum, sbr myndir hér fyrir ofan.
Er orðinn ánægður með 68 Bergerinn. Skaut fimm grúppum, þar sem sú stærsta var líklega rétt undir o,5 "
og hinar fjórar mun minni, kannski 0,2, og ein minni en það. Vil samt taka fram að ég hef ekki próf á rennimál. Sumir nota "skífumál" sem ég veit ekki hvar fást :D
Aðrir eru með "skidemal" sem sennilega duga best :D
Hvað um það, riffillinn er að skila sínu, eftir að ég lét turna öll hylki í sama mál sem er .010 á hálsþykkt.
Viðhengi
13012013356.jpg
13012013356.jpg (71.31KiB)Skoðað 2131 sinnum
13012013356.jpg
13012013356.jpg (71.31KiB)Skoðað 2131 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Jan 2013 19:52

Bara flott :-) Skyttan virðist nú líka vera nokkuð stöðug :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Morri » 13 Jan 2013 22:05

Glæsilegt Gylfi
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af E.Har » 14 Jan 2013 13:49

Ekki stórglæsilegt ekkert stórt við þetta pinulitillar grúppur, - frábærlega vel skotið ;)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jan 2013 16:07

Þessi spurning á við um kúlusetningu, svo ég fæ bara lánaðan þráðin hjá þér Gylfi.
Skotin á þessari mynd eru sótuð og öllum rennt í sama riffilinn og mér finnst rílurnar koma ansi vel í ljós í sótinu, spurningim er er þetta eðlilegt, ef ekki hvernig ætti þetta að vera?

Skotin frá vinstri , Norma verksmiðjuhlaðið 120 gr. Full Jacked, Lapua hylki 100 gr. Ballistic tip heimahlaðið, og Lapua hylki 95 gr. V-Max heimahlaðið einnig, öll eru þau kaliber 6.5-284.

Nú er ég búinn að bæta inn í þetta og bæta við mynd.

Efri myndin er af skotunum eftir að ég renndi þeim í minn riffil en sú neðri er eftir að ég renndi þeim í riffilinn hans Snorra bróður en báðir eru þeir 6,5-284.
Viðhengi
Eyþór.JPG
Sömu skot annar riffill.
IMG_8254.JPG
Skotin frá vinstri, 120 gr. Full Jacked, 100 gr. Ballistic tip, og 95 gr. V-Max.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Kristmundur » 14 Jan 2013 17:15

Það fyrsta sem mér dettur í hug er gjall í þínum riffli,hjá Snorra er ansi stutt fram í rifflur sem passar ef 6.5-284 Norma reamer hefur verið notaður,eg let lengja throatið á mínum fyrir 140 A-Max.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: kúlusetning

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jan 2013 11:28

Ég verð að kíkja eða láta kíkja á hvort það er gjall aftast í rílunum hjá mér.
Er ekki nóg að ýta kúlunum lengra inn í hylkið í rifflinum hjá Snorra.
Við viljum ekki lengja throatið vegna þess að þ að á bara að nota rifflana til veiða með 95 til 100 gr. kúlum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara