IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

ISSF, IPSC, FELT o.f.l.
User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík
IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 29 Apr 2013 18:58

Var að taka eftir því að IPSC er komið inn á http://www.sti.is sem keppnisgrein.
Og þar sem að allar túlkanir á skammbyssum miðast við greinar sem STÍ skilgreinir sem keppnisgreinar þá held ég að þetta séu góðar fréttir.
http://sti.is/skammbyssa.htm
-Dui Sigurdsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

Ólesinn póstur af maggragg » 24 May 2013 22:49

Ef ég man rétt þá var Stí búið að samþykkja IPSC og einnig FITASC sem er sporting í haglabyssu. Hinsvegar hafa yfirvöld ekki viljað samþykkja þessar greinar og þá á þeirri forsendu að ISSF (Alþjóða skotsambandið) vill ekki viðurkenna þetta eða með þetta hafa. Hafa ber þó í huga að ISSF er aðeins eitt íþróttasamband af mörgum og IPSC er jafnvel stærra samband ef ég man rétt.

Í dag eru aðeins greinar ISSF, Benchrest og Silhouetta viðurkenndar greinar hér á landi af yfirvöldum.

Það þýðir að ekki er hægt að fá innflutningsleyfi fyrir keppnisbyssum í aðrar greinar en þær sem samþykktar eru.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 24 May 2013 23:23

Sæll Magnús.
Er ekki kominn tími til fyrir yfirvöld að skifta um skoðun?
Taka tillit til þess sem við viljum ;)
Oftar en ekki vill svo undarlega til að þeir sem stunda sportið, hafa meiri þekkingu á hlutunum en þeir sem um málin fjalla og taka ákvarðanir um okkar mál.
Þetta með skilninginn á okkar málefnum, er svo allt annað mál.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

Ólesinn póstur af E.Har » 25 May 2013 11:53

Stundum átta ég mig illa á hlutum.
Menn fluttu in einhvað af 9 mm berettum sem keppnisbyssum.
Í framgaldi fór lögreglustjórinn á stúfana og lét þrengja drög að skotvoppnalöggjöf. :evil:

Hef á tilfinningunni að þetta minki frekar en auki likur á að hægt verði ná þeim leiðrettingum sem eru æskilegar á lögjöfinni inn.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: IPSC komið inn sem keppnisgrein á STÍ

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 25 May 2013 14:53

Sæll Einar.
Held að það hafi frekar verið Glock byssurnar sem hafi pirrað yfirvöld, heldur en Beretturnar.
Vandamálið er samt ekki löglega innfluttar byssur, heldur það hvernig sumir hjá hinu opinbera láta hlutina pirra sig. Það sem kemur ólöglega inn er vandamálið og það verður ekki leyst með því að bremsa á það sem löglegt er og leggja stein í götu löghlíðinna borgara :)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara