Gróf skammbyssa

ISSF, IPSC, FELT o.f.l.
Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík
Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Dec 2013 18:37

Ég vildi láta ykkur sem hafið áhuga á þessum skotvopnum vita að nú er aftur að opnast fyrir leyfisveitingar fyrir t.d. 9mm byssur.
Það tók mig tæp 2 ár að fá mitt leyfi í gegn með kæru. Eftir að niðurstaða þeirrar kæru liggur fyrir á að vera unnt fyrir alla þá sem var hafnað vorið 2012 á grundvelli nýrra túlkana embættismanna að fá leyfi fyrir því skotvopni sem þeir sóttu um á sínum tíma uppfylli viðkomandi á annað borð eldri viðmið.
Það verður einnig að teljast líklegt að ekki sé unnt að hafna nýjum umsóknum þar sem lög og reglugerðir eru óbreytt en þá verðið þið trúlega að fylgja því eftir sjálf. Ég á ekki von á að okkar ágætu skotfélög geri það fyrir ykkur.

Nú er lag en Hlað gengur frá pöntun í janúar og Ísnes sjálfsagt líka.

Óska ykkur gleðilegrar hátíðar og vona að þið finnið eitthvað brúklegt undir jólatrénu.

Kveðja
Hjörtur S.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Dec 2013 18:42

Æi mér finnst grófbyssa álíka áhugaverð og uppþvottavél! :mrgreen:
Fín til síns brúks en ekkert hægt að veiða með henni! :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Dec 2013 18:55

Sæll Einar
Það má nú líka finna þarna fínar byssur þó þær séu kallaðar grófar.
Það væri nú lítið gaman af þessu ef við ættum allir Blaser :D
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af karlguðna » 18 Dec 2013 19:46

æææ nú er ég ekki að skilja ????? hvað er GRÓF SKAMMBYSSA ??????? :cry:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Dec 2013 20:47

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Dec 2013 00:18

Sæll Hjörtur

Getur þú útskýrt fyrir mér tilganginn í því að flytja inn 9 mm skammbyssu á þeirri forsendu að þú ætlir að keppa með henni í Grófri skammbyssu? Hefur þú keppt í greininni og þekkir þú getu þessara byssa í þessari grein?

Mér er málið að nokkru kunnugt og ég skil að menn hafi áhuga á því að eiga byssur sem eru raunverulega brúklegar í þessa grein.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 19 Dec 2013 15:24

Sæll Stefán

Þú hefur mikið til þíns máls eins og svo oft áður.
Ég tel að þetta þjóðfélag megi ekki missa sig í forræðishyggju. Það var lengi vel bóndi í Dölunum sem keppti í akstursíþrótt á Trabant. Ég held hann hafi aldrei unnið og sjálfsagt ekki g.r.f. því sjálfur.
Meðan það veitir mér einhverja ánægju af því að æfa mig og eða keppa með 9mm byssu er mínu takmarki náð. Þó svo okkur langi ekki í einhver skotvopn þarf ekki að gera öðrum ómögulegt að eignast þau.
Hér á landi er alltof mikið af boðum og bönnum. Eigum við e.t.v. að taka upp strangari löggjöf og leyfa eingöngu riffla 22cal og t.d. 6,5*55, búið. Til hvers að leyfa alla þessa vitleysu t.d. 6,5*47 , 260rem og allt hitt? Haglabyssur gætu þá allar verið einskota, er það ekki nóg? Eigum við svo að velja e.t.v eina gerð af skíðum sem allir eiga að nota og einn ríkisbíl?
Væri þá ekki lífið einfaldara og ánægjulegra?

Ég vil hafa val og rétt til að skipta um skoðun þess vegna held ég að við ættum frekar að sameinast um það að forræðishyggjan ná ekki ofurtökum á okkur.

Þér er velkomið að slá á þráðinn til mín Stefán ef þú er algjörleg ósammála þessu eða vilt nánari skýringar.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Dec 2013 15:45

Hjötur Góður :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:

Eina sem ég hef áhyggjur af er að þegar lýðnum verður ljóst að búið er að flytja inn mökk af hólkum sem hugsaðar eru til að drepa fólk með þá geti það orðið til þess að við fengjum nýja og herfilega löggjöf.

Ég get hinnsvegar vel unnt mönnum að plinka með berettum og glokkum og rúllettum og allskonar! :roll:
bara ekki mitt áhugasvið, minnir mig pínu á þegar var verið að sýna Þórhallo Borgars riffil í 338 lapua magnum uppá mörg mörg kíló og hann fór að kíkja á tikku í 6,5 ís taðinn! Eigandiin horfði hissa á Tóta sem svaraði að þar sem ökumenn brynvarinna ökutækja væru ekki á veiðikortinu hanns þá var hann ekert spenntur :lol:

Annars sammála öllu og öllum hér á undan :P :mrgreen: :roll: :lol: ;) :? 8-) :mrgreen: :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af karlguðna » 19 Dec 2013 18:07

Sammála Hyrti,,, þessi forræðishyggja er alveg fáránleg,,,, ég gæti alveg hugsað mér að eiga eina skampistólu :D :P ,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 19 Dec 2013 19:47

Sæll Einar

Ég hafði virkilega gaman af þessu svari „því þegar lýðnum verður ljóst að búið er að flytja inn mökk af hólkum sem hugsaðar eru til að drepa fólk“. :shock:
Bíddu nú við þarna kemur þessi gamla íslenska hugsun „skammbyssur eru vondar byssur“ og þær á að banna. Nú spyr ég þig sem er hokinn af reynslu en ætli það séu ekki um 40 árin síðan við vorum fyrst að leika okkur með skotfæri saman, til hvers var 6,5*55 hugsað eða 308 en við ætlum ekki að banna þessi, þau eru „góð“ ?
Svo skulum við vona að lýðurinn hugsi ekkert út í hvort sé nú varasamara skammbyssa eða haglabyssa hlaðin slug eða buckshot?
Ég varð nú aðeins að fá að skjóta á þig :D en sagan af 338 hjá þér var góð.

Svo þurfum við að fara finna okkur tíma með hækkandi sól í æfingar.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Dec 2013 22:42

Ég væri alveg til í að eiga einn Kalashnikov AK-47 svona til að frussa úr honum nokkrum sinnum, ég myndi samt aldrei reyna flytja hann inn á þeirri forsendu að ég ætlaði að keppa með honum á herrifflamóti :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Dec 2013 10:02

Ég er alveg sammála um forræðishyggjuna.
Það sem ég er að fara er að t.d Glock þó svo búið sé að festa á hann "íþrótta-skepti" verður seint íþróttabyssa í þeim skilningi að þetta sé öndvegismarkbyssa sem henti til skotíþróttaiðkunar!

Lögin á klakanum eru ca þannig að byssur eru heimilar í tvennum tilgangi, veiðar og íþróttaiðkun.

Slatti sem menn hafa verið að flytja inn hentar í hvorugt. En rétt eins og með Uzi eða Kalasnikov þá er örugglega gaman að skrauta með þessu á skífur og dósir :-) Kannski má setja á þær "íþróttaskepti!" Persónulega þá hef ég engar áhyggjur af svona hólkum í höndunum á eðaldrengjum. Það sem ég hef áhyggjur af er að einhvert pakk kemst yfir svona og fer að lúðra á fólk. Þá fáum við yfir okkur nýja löggjöf! Kannski þessa sem leyfir bara tvíhleypur no 12 og 6,5-55 það vantar ramma í kringum þá sem meiga eiga svona græjur. Geymslu og allan pakkann. Var ekki umræða á netinu fyrir ca 2 vikum eða útvarpinu að skilda menn til að geyma allar íþróttabyssur á skotsvæðum hjá ´þróttafélögum! :oops:

En þetta er svo sem ekkert fyrir mig. Sérsveitarmenn og niðursuðudósir eru ekki á veiðikortinu mínu. :lol:

En annars fyrir þá sem þetta vilja frábært :-) Persónulega þá finnst mér þetta ekkert atriði. Ég vil ströng lög sem tryggja mönnum aðgang að þeim verkfærum sem þeir telja sínum veiðiskap og skotfimi henta. Ég er ekki viss með þessa þróun. En hún er líka utan míns áhugasviðs svo.... :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 20 Dec 2013 12:03

Sæll

Þetta er ágætis ábending hjá þér.
Ég hef mun minni áhyggjur af skotvopnum en t.d. akstri dóphausa á bílum sem er alveg skuggaleg og þarf að taka fastar á. Það er ítrekað verðið að taka sama liðið.

Geymsla skotvopna hefur of verið verulega ábótavant hjá okkur íslendingum. Auðvitað þurfa leyfisveitingar að vera strangar og sakavottorð manna að vera í lagi. Ég þekki þess dæmi að menn hafi flutt lögheimili sín af landinu vegna fjárglæfra en samt sem áður verið með skráð skotvopn tæpan tug hjá lögreglu á heimilisfang sem þeir hafa ekki einu sinni lögheimili á ! Þarna er samkeyrsla á opinberum skrám alls ekki í lagi.

Ég er líka sammála því að einhversstaðar verður að setja mörkin en tel ekki rétt að draga þau við skammbyssur en eðlilegra að hafa þau við Uzi, Kalashnikov og sambærileg vopn.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 20 Dec 2013 12:42

Sælir/ar.

Og svo má ekki gleyma safnvopnunum.
Held að lang ströngustu kröfurnar varðandi geymslu gildi um þau vopn ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af GBF » 20 Dec 2013 14:03

E.Har skrifaði:Það sem ég hef áhyggjur af er að einhvert pakk kemst yfir svona og fer að lúðra á fólk. Þá fáum við yfir okkur nýja löggjöf! Kannski þessa sem leyfir bara tvíhleypur no 12 og 6,5-55 það vantar ramma í kringum þá sem meiga eiga svona græjur. Geymslu og allan pakkann. Var ekki umræða á netinu fyrir ca 2 vikum eða útvarpinu að skilda menn til að geyma allar íþróttabyssur á skotsvæðum hjá ´þróttafélögum! :oops:
Þessi punktur sem svo oft kemur upp, að eitthvað pakk komist yfir byssur og lúðri á fólk á bara ekki við. Ef vilji er fyrir hendi þá finnur sér "eithvað pakk" leiðir til að ná sér í byssur í vafasömum tilgangi. Þó allar byssur landsins yrðu gerðar upptækar þá mundi "pakkið" samt finna sér leiðir til að verða sér úti um byssur í vafasömum tilgangi.
Það eru reglur um varðveislu og það er rammi fyrir hendi um hver má og hver ekki. Þó allar skráðar skammbyssur væru vistaðar á skotsvæðum mundi "pakkið" eftir sem áður finna sér leiðir til að verða sér úti um byssur í vafasömum tilgangi.
Georg B. Friðriksson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Dec 2013 14:43

Hárrét Georg.
En þarna er í raun vandinn. Hvar á að draga mörkin.
Ég treisti mér ekki til þess. Ég er alveg sammála því að klykkhaus með hreindyrariffil er örugglega hættulegri en klikkhaus með glokk.

Síðan er það alltaf spurning með heimildir sem eru tvíþættar, veiði og íþróttaskotfimi.

Svo festa menn bara íþróttaskepti á einhvað sem framleiðandanum hefði ekki dottið í hug og vola 'iþróttabyssa.

Ég hinnsvegar hef ekki hugmynd um hvernig á að leysa þetta. Veit að t.d ný löggjöf var bara nokkuð fín. Þurfti að laga hana fyrir safnara, en fyrir venjulega veiðimenn, og venjulega íþróttaskyttur bara þokkaleg.

Ef við fáum svo nokkur Árbbæjaratvik, hvernig endar þetta þá? Fáum við einhvað sem ekki er hægt að búa við?

Ég er hinnsvegar ekki hrifin af rosalega opinni löggjöf. Trúi t.d ekki á USA kerfi eða að það eina sem stoppi vandan gæja með hólk sé góður gæi með hólk og því skuli allir vopnast.

Það þarf einfaldlega löggjös sem ein stíf og hægt er án þess að tkamarka, notkun veiði og íþróttaskytta. Síðan er þessi hnefafylli af söfnurum sem þarf sérstaka meðferð. Hef ekki mikklar áhyggjur ef hægt er að koma góðum og traustum geymslum inn þá er þetta bara fínt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 20 Dec 2013 22:14

Sælir/ar.

Áhugaverð umræða sem gaman er að fylgjast með.
Eins og Georg veltir upp þá eru byssurnar okkar hvergi óhultar ef út í það er farið.
Hvorki hjá einstaklingum, skotfélögum, lögreglu eruð her.
Það sanna dæmin hérlendis og erlendis.
Misnotkun á byssum kemur upp, því miður á meðal allra þessara hópa, eins og á fjölmörgum öðrum sviðum.
Forræðishyggjan er síðan kapítuli út af fyrir sig. Hún er því miður allt of oft til staðar hjá yfirvöldum.
Það er síðan stefna stjórnvalda um allan heim að takmarka aðgengi þegnanna að byssum og öðrum vopnum sem hægt væri að nota á móti þeim.
Eitt er það samt sem kemur okkur til góða hérlendis í dag, en það er að þeir aðilar sem máli skifta,
taka ákvarðinar og fjalla um okkar mál, eru betur upplýstir og láta ekki upphlaup fjölmiðla hafa mikil áhrif á sig.
Ákvarðanir eru betur ígrundaðar og faglegri. Enda lagaramminn tiltölulega skýr, þó að sumum hætti til að mistúlka hann. Tveir lögfræðingar-tvær skoðanir / þrír-þrjár skoðanir ;)
Stöndum endilega sameiginlegan vörð um okkar hagsmuni, óháð stífri skilgreiningu á áhugamálinu.
Verum minnugir þess að við eigum lögvarinn rétt, sem yfirvöld eiga að virða gagnvart þeim mikla meirihluta skotvopnaleyfishafa sem hafa allt sitt á hreinu.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af GBF » 21 Dec 2013 01:09

E.Har skrifaði:Hárrét Georg.
En þarna er í raun vandinn. Hvar á að draga mörkin.
Ég treisti mér ekki til þess. Ég er alveg sammála því að klykkhaus með hreindyrariffil er örugglega hættulegri en klikkhaus með glokk.
Nú skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara með mörkin Einar, þau eru til og hafa verið dregin. Lög og gildandi reglur gera það. Hvort okkur finnst reglurnar góðar eða ekki er annað mál, en þær eru þarna.

Varðandi Árbæjarmálið þá hefur það ekkert með málið að gera, hann var ekki með leyfi og átti ekki byssuna. Það vandamál er af allt öðrum toga en það sem snýr beint að okkur sem eigum lögleg skotvopn og notum þau á löglegan máta.
Hinsvegar sýnir einmitt Árbæjarmálið að ef vilji er fyrir hendi þá finnur "pakk" sér leiðir til að verða sér úti um byssur sama hvað hver segir eða gerir, smygl eða stuldir.

Varðandi geymslu á skotvopnum þá var gerð nokkuð merkileg rannsókn á gildi byssuskápa í Svíþjóð árið 2012:

http://svenskjakt.se/Start/Nyheter/2012 ... igt-brott/

Niðurstaðan er pínu sláandi, Þjófnaður á skotvopnum er afar fágætur og hertar reglur um geymslu skotvopna hafa engin áhrif á þjófnaði og enn fremur að brot framin með skotvopnum eru sárasjaldgæf.
Ætli þjófurinn sér að stela skotvopnum þá gerir hann það, skápurinn er brotinn upp eða hreinlega fjarlægður í heild sinni.

Að "pakk" sé á ferðinni hefur ekkert með okkur "góðu gæjana" að gera, "pakkið" kemur ALLTAF til með að eignast skotvopn hversu vel sem við læsum okkar byssur inni eða hversu takmörkuð byssueign verður í landinu.
Georg B. Friðriksson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 21 Dec 2013 20:00

Þetta með að "pakk" komist yfir byssur og taka upp á að skjóta mann og annan með vopnum sem löglega eru fengin er bara rugl auðvitað, veit að það er ekkert mál að koma vopni inn í landið ef vilji er fyrir hendi!! T.D með skipum í siglingu þá bæði frakt og fiski. Hef nú bara séð það sjálfur hvað það er létt að koma hlutum inn í landið án þess að tollur eða lögregla hafi minnsta grun um það, enda búinn að vera sjómaður síðan 86!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gróf skammbyssa

Ólesinn póstur af E.Har » 22 Dec 2013 18:41

Georg það sem èg á við með mörkin að það er stanslaust verið làta reyna á þau.
Veibyssurnar voru mokk auðveldar, en íþróttaskptfimi er teygjanleg.
Þar hafa menn smellt skeftum a hólka sem framleiðandin ætlaði aldrei í íþróttaskptfimi.

Menn meiga ekki skilja mig þannig að þó ég hafi ekki áhuga á þessu þá sé ég mótfallin því að aðrir eignist
slíkar byssur. Hef hinnsvegar áhyggjur af ef einhver hálviti kemst yfir svona þá fáum við stífari reglugerð fyrir okkur alla.

Hvað smygldót varðar hef ég minni áhyggjur á að slík kalli á stífari löggjöf.
Finnst bara allt í lagi að byssur sem ekki eru hugsaðar sem veiðibyssur og ekki til íþróttaskotfimi, falli t.d undir safnaraleyfi og gerðar væru meiri kröfur til þeirra sem þær eiga, bæði varðandi, td geymslu og öryggislerfi.

Persónulega finnst mér vont að vota af höglurum undir rúmi, eða byssum í íþróttahúsum og svo frv.

En. eins og ég segi ekkert áhugamál hjá mér.
Allt sem glock er hugsur til að skjóta er ekki á veiðikprtinu hjá mér :-) :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara