Síða 1 af 1

Ásgeir Sigurgeirsson á ÓL

Posted: 27 Jun 2012 19:37
af Stebbi Sniper
Ásgeir er kominn með sæti á ÓL í Frjálsri skammbyssu í haust, þetta eru alveg frábærar fréttir fyrir skotíþróttamenn á Íslandi.

Gangi honum sem best úti, hann hefur allt að vinna og engu að tapa. Hann er það ungur í skotíþróttum ennþá að það kæmi mér ekki á óvart að irði reglulegur gestur á ÓL í framtíðinni. Sannarlega góðar fréttir fyrir okkur sem stundum skotíþróttir á Íslandi.

Re: Ásgeir Sigurgeirsson á ÓL

Posted: 27 Jun 2012 23:18
af maggragg
Það er frábært að hann komst inn. Við eigum mjög frambærilega skotíþróttamenn hér á landi og vonandi mun honum ganga vel :)

Re: Ásgeir Sigurgeirsson á ÓL

Posted: 27 Jun 2012 23:20
af skepnan
Já, það skal ég viðurkenna að ég gladdist ógurlega yfir fréttunum nú í kvöld þegar þessi frétt kom, þetta voru góð tíðindi :D . Maður fann svo til með drengnum að það vantaði ekki nema eitt stig til að komast á ÓL :( , sérstaklega af því að hann hafði skotið betur daginn áður(dagsformið).
En það að komast inn á leikana núna gerir honum gott, hann lærir inn á stressið, truflunina og allt álagið sem að fylgir þessum stærstu leikum/keppni sem að hægt er að komast á. Svo að hann vinnur þá gullið næst :D Eða núna ;)

Kveðja Keli