Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

ISSF, IPSC, FELT o.f.l.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Nov 2012 22:37

í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um skotíþróttir og hvort að eigi að bana eða leyfa.

Ég setti saman smá pistill um þessa fordóma sem skotíþróttir verða fyrir og nokkrar staðreyndir í málinu.

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Nov 2012 23:20

örugglega góður pistill en ég er og ættla ekki að vera á facebook :evil:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Fordóma gagnvart skotíþróttum?

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Nov 2012 23:22

Maður hefur orðið var við töluverða fordóma gagnvart skotíþróttum og besta leiðin til að koma í veg fyrir svona fordóma/fáfræði er auðvitað að reyna að útskýra og kenna svo að fólk verði fróðara og hafi ekki fordóma gagnvart þessari íþrótt. Fyrstu rökin sem menn koma með er að byssur voru hannaðar til að drepa. Jú það er rétt. Byssur voru fundnar upp til að drepa. Fyrstu tölvurnar voru það líka, enda notaðar til þess eins að reikna úr kúluferla fyrir fallbyssur og leysa dulmál óvinarins. En þær eru það ekki í dag. Stærstu uppfinningar mannkynsins voru fundnar upp til þess að drepa eða aðstoða í hernaði. Þær eru samt notaðar til annars í dag. Þannig að þó að hlutur hafi haft einhvern tilgang í upphafi, þýðir það ekki það að sá sami tilgangur sé í dag. Nú spyrja sumir hvort að það að skjóta í mark sé ekki stríðsleikur. Það má vel vera, en hvað er þá bogfimi, spjótkast, skylmingar, hindrunarhlaup, stangarstökk, spretthlaup, marathon hlaup og jafnvel skák. Þetta eru allt íþróttir sem voru upprunalega keppnir til að sína hæfileka stríðsmanna, eins og skotfimi var örugglega í árdaga byssunnar

Það er því ekki þannig að þó að eitthvað hafi haft einhvern tilgang áður fyrr að það sé þannig í dag. Það er illa sagt að það sé einhver annarlegur ástetningur hjá skotíþróttamönnum í gangi. Byssa er tæki og eins og með hnífa þá er það huglægt hvort að það telst vopn eða ekki. Er eldhúshnífur vopn? Hann getur samt verið notaður sem vopn, þótt hann hafi verið búin til sem eldhúsáhald. Þannig að já, við erum komin þar sem byssur er tæki til íþróttaiðkunnar og skotfimi er íþróttaiðkunn. Þótt ekki allir hafi áhuga á því þá hljóta þeir sem hafa áhuga á því, rétt til að stunda sína íþrótt ef þeir vilja, eða hvað? Svo kemur að annari mýtu sem svo margir trúa, en er jú líka fáfræði, en það er að skotfimi sé svo hættuleg íþrótt. Ein öruggasta íþróttagrein í heimi er einmitt skotfimi. Þetta er ekkert bull og meira að segja veiðar með skotvopnum er mikið öruggara sport heldur en gólf sem dæmi. Það er miðað við slysatíðni í íþróttum og eru fáar greinar sem eru öruggari en skotfimi.

Þessi fáfræði/fordómar koma verulega á óvart í ljósi þess að þetta er mjög gömul íþrótt og hefur verið stunduð lengi á Íslandi. Fyrsta íþróttafélagið sem var stofnað á Íslandi heitir Skotfélag Reykjavíkur og var það stofnað 2. júní 1867 í Reykjavík, og er gatan Skothúsvegur nefnd eftir starfsseminni. Þannig að skotfimi tengis þróun Reykjavíkur á ákveðinn hátt.

Þegar menn segja að byssur séu hannaðar til að drepa, að þá er það enn og aftur rangt. Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í að framleiða byssur til íþróttaiðkunnar, sem notaðar eru í þessum greinum, og þær eru sannanlega hannaðar til þess að keppa í íþróttum. En það eru líka framleiddar byssur sérstaklega til þess að nota í hernaði eða öðrum tilgangi, og það á ekki að blanda því saman. Eins og flestir hafa heyrt áður þá er það ekki byssan sem er hættuleg heldur sá sem notar hana og hvaða ásetning hann hefur til að nota hana. Það er því ósanngjarnt að fólk setji íþróttamenn undir sama hatt og þá sem ætla sér að skaða aðra. Það má líka benda á það að skotvopnaeign er ekki samhangandi með glæpatíðni, heldur er það mikið heldur hvernig menning og þankagangur þjóðar er. Í Sviss er byssueign mjög mikil, ekki síðri en í Bandaríkjunum en glæpatíðni þar með byssum er mjög lá. Þjóðaríþrótt Svisslendinga er skotfimi, en þeir eru samt ekki þekktir fyrir að vera glæpamenn eða ribbaldar sem skjóta allt og alla. Það má því leiða líkum að því að það eru aðrir þættir en skotvopnaeign sem eru vandamálið.

Ég vona að fólk skilji að eins meira og sjái að byssur er hægt að nota á fleirri veru en til að fremja glæpi. Byssur geta líka verið íþróttatæki til iðkunnar á viðurkenndum skotgreinum, sem stundaðar eru m.a. á ólympíuleikum. Skotíþróttir eru bæði öruggar og ein af fáum íþróttagreinum þar sem allir geta tekið þátt, enda eru skotíþróttir mikið stundaðar af fötluðum og bæði ynga og eldra fólki. Þannig að það sem ég fer fram á að þeir sem ekki hafa áhuga á þessu, sýni okkur sem það hafa þá virðingu að leyfa okkur að stunda þessa íþrótt, án þess að gera lítið úr því og dæma okkur. Ég veit að þessar skoðanir eru tilkomnar af fáfræði og því með því að fræða fólk þá hefur fólk meiri skilning á þessu.
skotfimi.jpg
Skotfimi er fyrir alla
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 24 Nov 2012 23:25

Sæll Magnús.

Það gildir það sama um mig og Þorstein :)

Kveðja, Jón Pálmason

P.s. Greinin kom á meðan ég var að setja inn svarið. ;)
Síðast breytt af Jón Pálmason þann 24 Nov 2012 23:26, breytt í 1 skipti samtals.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Nov 2012 23:25

Greinin er komin inn félagar
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 24 Nov 2012 23:29

Sæll Magnús.

Bara flott.
Vona að sem flestir lesi þetta.
Fræðsla er það eina sem gildir.

Kveðja, Jón P
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 24 Nov 2012 23:36

Sælir.
Takk fyrir að setja þetta hér inn eins og fleiri er ég ekki á fb. þetta ætti nú alveg fullt erindi í fjölmiðla spurning um að senda þetta á þá, enda vel skrifað og málefnalegt.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Nov 2012 23:44

Já ég er sammála Jóni með fjölmiðlana. Fræðsla er likillin á að eyða fordómum.
Ég mætti kannski ota einum á þig Magnús ef hann hefur áhuga ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af 257wby » 24 Nov 2012 23:51

Virkilega góð grein hjá þér Maggi. Ég er einn af þeim sem ER á facebook og er búinn að deila þessum pistli innan minna félaga þar.
Sammála því sem á undan er komið, fræðsla er okkar sterkasta vopn,og þar getum við gert svo miklu betur en gert hefur verið á undanförnum árum og áratugum.
Við verðum að nýta öll tækifæri sem gefast til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri á yfirvegaðan og rökfastan hátt.

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Nov 2012 12:13

Já fræðsla er mikilvæg hjá okkur í þessu sporti því fáfræði gagnvart því er okkar mesti óvinur. Þetta var svosem ekki hugsað fyrir fjölmiðla. Var upprunalega svar á commentakerfi Vísis varðandi frétt um málefnið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Nov 2012 20:55

Magnús endilega senda þessa grein til birtingar til dæmis í Morgunblaðinu, hún mundi smell passa inn í umræðuna núna vegna breytinga á skotvopnalöggjöfinni.
Það er hárrétt hjá þér að skotfimi er fyrir alla, set hér inn tvær myndir því til stuðnings sem ég tók á skotkeppni Dönsku Landsmótanna fyrir nokkrum árum, á Dönsku Lansmótunum er alltaf keppt í skotfimi, eingöngu 22 cal. að ég held, skambyssu, og riffli standandi og liggjandi og þar eru ekki allir keppendur háir í loftinu eins og sjá má.
Viðhengi
SigA1574.jpg
Er þessi sem er nær ekki með Otterup?
SigA1575.jpg
Þarna var þettskipaður bekkurinn og aldursdreifingin þó nokkur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 25 Nov 2012 21:01

Sæll Sigurður.

Skemmtilegar myndir sem þú settir hér inn.
Styð uppástungu þína varðandi það að Magnús komi skrifum sínum áleiðis, á sem flesta staði.
Ekki veitir af.

Kveðja, Jón P.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Dec 2012 15:44

Eitt af þeim málum sem byssueigendur eiga að tileinka sér er að nota orðið byssur en ekki skotvopn. Orðið skotvopn felur í sér að um vopn sé að ræða. Við veiðar er það ekki rangt, en t.d. við æfingar, og íþróttir þá erum við ekki að nota vopn heldur íþróttatæki. Byssa er samheiti yfir allar tegundir skotvopna og það eitt að breyta málnotkunn getur hjálpað okkur í því að vinna gegn fordómum gagnvart okkar áhugamáli. Vopn er tæki sem ætlað er til þess að meiða eða drepa með. Byssur sem notaðar eru til íþróttaiðkunnar eru ekki tæki til annars en að stunda íþróttir. Ég tel að við eigum að nota orðið vopn minna, til að skírskota til þess að ekki er alltaf um vopn að ræða. Þetta er mín skoðun
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Dec 2012 16:04

Ein góð :)

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Dec 2012 16:34

Já maður ætti að prófa að nota orðið byssa meira
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 09 Dec 2012 17:01

Já þið eigið að tala um veiðibyssur þegar það á við.

Við göngum til veiða er góð sögn og lýsir það útiveru og jákvæðuhugarfari til veiða.

Svo eru til markrifflar og leirdúfubyssur.

Menn gripu til vopna á Sturlungaöld og á það ekki við í dag.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Dec 2012 12:55

Smá forvitni í sambandi við þessa frétt.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/1 ... _nordmenn/
Hvað er áætlað að séu mörg skotvopn á hverja 100 Íslendinga ?
Er það vitað svona ca ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Dec 2012 14:09

Já það er vitað alveg upp á hár, erum sennilega með bestu skrningu í heimi.
Annars skondin grein í Mogganum og gott dæmi um lélega frettamennsku.
Fyrirsögnin Norðmenn no 11!
Ok svo lestu og sérð að Svíar eru no 10 og Usa á toppnum fyrir ofan Jemen. Sviss no 3 en þar eru voppnaðir glæpir fátiðir! ( allir kallar eru i vaaliði hersinns og skoldir að eiga riffil!)
Hvað er fréttnæmast? Jú Norðmenn no 11! :mrgreen: :mrgreen:

Bjánalegur fréttaflutningur.

P.s fín greinsmelltu henni í Moggan með smá viðbót um hve vel er haldið itan um skráningu hér :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af Fiskimann » 26 Dec 2012 14:52

Sælir félagar
Þetta er góð grein hjá Magnús og nauðsynlegt að þetta sjónarmið komist á framfæri. Ég hef gjarnan notað þau rök í þessari umræðu að það séu ekki byssur sem drepa, heldur fólk. Það er mikill menningarmunur á t.d. Íslandi og Sviss annarsvegar og Bandaríkjunum hinsvegar. Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það þyki sjálfsagt skjóta þann sem abbast upp á þig í Bandaríkjunum en það er allavega mun algengara en annarstaðar. Á Íslandi og Sviss er alls engin hefð fyrir því að skjóta þá sem abbast upp á þig og verður vonandi þannig áfram. Þó svo byssueign myndi minnka þar um helming þá grunar mig að drápum með byssum fækkaði ekki í samræmi við það. Það væri eins og að banna háar blokkir til að reyna að koma í veg fyrir sjálsvíg. Ég held að það sé annað en byssur sem sé vandamálið þar. Það eru reyndar 350 millj manna í Bandaríkjunum svo því sé haldið til haga. Þetta er mín skoðun og alls ekki víst að aðrir séu sammála þessu. Ef ég heyrði sannfærandi rök fyrir öðru þá væri ég vís til að skipta um skoðun.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Smá grein um fordóma gagnvart skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Dec 2012 15:53

Takk fyrir félagar. Við verðum að vera dugleg/ir að koma orðinu á framfæri.

Varðandi norðmenn þá stöndum við jafnfætis þeim eða með 30 vopn á hverja 100 íbúa samkvæmt tölum frá 2007 og ég tel að sú tala hafi hækkað eða staðið í stað. Það er þó ekki frétt hjá mbl þótt við séum í 15. sæti hehe

http://en.wikipedia.org/wiki/Number_of_ ... by_country
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara