Síða 1 af 1

Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins 2012

Posted: 26 Dec 2012 12:02
af maggragg
Ásgeir Sigurgeirsson er á lista yfir 10 íþróttamenn innan ÍSÍ sem hafa verið tilnefndir til þess að verða Íþróttaður ÍSÍ ársins 2012.

Það er mikil viðurkenning fyrir skotíþróttir á Íslandi að þessi meistar sé á listanum en Ásgeir er okkar besta skytta í skammbyssugreinum og er kominn í 21. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu!

Mynd

Ásgeir á svo sannarlega titilinn skilið fyrir afrek sín í skotíþróttum!

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 26 Dec 2012 14:27
af E.Har
Frært að sjá hann á listanum.
Auðvitað vinnur einhver úr hópboltaíþróttum! :o

Persónulega tel ég að Annie Mist eigi þessa dollu.
Heimsmeistari í krossfitt og methafi í olimpískum lyftingum ef ég man rétt :roll:

Ásgeir er frábær fulltrúi og landi og þjóð til sóma.

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 26 Dec 2012 14:36
af Veiðimeistarinn
Já flott að sjá Ásgeir þarna meðal tíu efstu, hann á það svo sannalega skilið.
Min spá er að þau verði í topp þrjú í stafrófsröð, Aron Pálmason, Ásdís Hjálmsdóttir og Jón Margeir Sverrisson.
Sennilega vinnur Aron, ég held með Ásdísi sem gæti líka unnið að mín mati.
Ég held að íþróttafréttamenn skorti kjark í þetta skipti til að kjósa Jón Margeir í efsta sætið sem ætti það þó helst skilið af þessum sem nefndir eru að mínum dómi.
Vilja fleiri spá :idea:

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 29 Dec 2012 14:33
af maggragg
Kosning í gangi á DV um Íþróttamann ársins. Þetta er meira uppá gamanið gert þar sem kosið var um íþróttamannin fyrir jól en engu að síður áhugavert.

http://www.dv.is/sport/2012/12/29/hver- ... ur-arsins/

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 29 Dec 2012 18:25
af Jón Pálmason
Sælir/ar.

Það væri góð auglýsing fyrir okkur ef hann væri einn af þremur efstum:)
En hann er tilnefndur og bara það, er frábært.
Til hamingju Ásgeir.

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 29 Dec 2012 20:45
af maggragg
Aron Pálmason kjörinn Íþróttamaður ársins. Óska honum til hamingju með titilinn.

Núna hafa bara handbolta og fótboltamenn verið kjörnir síðustu 11 ár óslitið í röð. Aðrar íþróttir virðast ekki njóta sömu athygli íþróttafréttamanna á Íslandi eða svo gæti maður haldið.

En Ásgeir hafnaði í 8. sæti sem er frábær árangur og hann getur verið stoltur af!

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 29 Dec 2012 21:19
af iceboy
ég held að því miður þá nái skotíþróttir eða bara aðrar íþróttir en boltaíþróttir aldrei langt á Íslandi, hvorki í svona kostningu eða bara að það sé sýnt frá þeim í sjónvarpi.

Það er hellingur af íþróttum sem stundaðar eru á landinu, en frá hverju er sýnt?? Handbolta og fótbolta, aðrar íþróttir koma eins og neðanmálsgreinar síðast í íþróttaumfjöllunum.

Ég er hinsvegar með hugmynd.

Tökum út leirdúfurnar og skellum fótbolta í staðinn og látum sparka honum út úr turnunum, þá erum við komnir með "boltaíþrótt" og þá verður kannski sýnt frá því :lol:

Ásgeir hefði átt að vera miklu ofar á listanum

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 29 Dec 2012 22:07
af Veiðimeistarinn
Þetta er allt á uppleið, tími Ásgeirs mun koma þegar hann verður búinn að vinna þýsku deildina og verða evrópumeistari með liði sínu en árangur hans á Ólinpíuleikunum verður ekki frá honum tekinn.
Það er frábær árangur hjá honum að ná 8. sæti í þessu kjöri og sýnir svo ekki verður um villst hvaða athygli skotíþróttin hefur fengið hjá íþróttafréttamönnum á þessu ári.
Hann var að berjast við Aron sem er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna á árinu með sínu félagsliði auk þess að vera lykilmaður í landsliðinu á tveimur stórmótum þar sem góður árangur náðist.
Ásdísi sem kastaði sig beint inn í úrslit á Ólinpíuleikunum og stóð sig geysivel á evrópumóti og vann sér rétt til að keppa á demantamótaröðinni meðal þeirra bestu í heiminum.
Jón Margeir sem vann til gullverðlauna á Ólimpíumóti og setti heimsmet.
Þóru B. Helgadóttur sem er í heimsklassa í sinni íþróttagrein, svo einhver dæmi séu tekin.
Hann skaut líka afturfyrir sig mörgum frægum íþróttamanninum sem náðu vel frambærilegum árangri á árinu, við skulum líka halda því til haga.

Tókuð þið nokkuð eftir hverjum ég spáði á topp þrjá 8-)

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 26 Jan 2013 18:05
af Veiðimeistarinn
Enn af Ásgeiri, hann er að gera það gott :D
http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/01 ... a_asgeiri/

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Posted: 13 Jan 2014 18:33
af Veiðimeistarinn
Enn af Ásgeir Sigurgeirssyni, alltaf flottur.

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/01 ... yskalandi/