Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins 2012

ISSF, IPSC, FELT o.f.l.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins 2012

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Dec 2012 12:02

Ásgeir Sigurgeirsson er á lista yfir 10 íþróttamenn innan ÍSÍ sem hafa verið tilnefndir til þess að verða Íþróttaður ÍSÍ ársins 2012.

Það er mikil viðurkenning fyrir skotíþróttir á Íslandi að þessi meistar sé á listanum en Ásgeir er okkar besta skytta í skammbyssugreinum og er kominn í 21. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu!

Mynd

Ásgeir á svo sannarlega titilinn skilið fyrir afrek sín í skotíþróttum!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Dec 2012 14:27

Frært að sjá hann á listanum.
Auðvitað vinnur einhver úr hópboltaíþróttum! :o

Persónulega tel ég að Annie Mist eigi þessa dollu.
Heimsmeistari í krossfitt og methafi í olimpískum lyftingum ef ég man rétt :roll:

Ásgeir er frábær fulltrúi og landi og þjóð til sóma.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Dec 2012 14:36

Já flott að sjá Ásgeir þarna meðal tíu efstu, hann á það svo sannalega skilið.
Min spá er að þau verði í topp þrjú í stafrófsröð, Aron Pálmason, Ásdís Hjálmsdóttir og Jón Margeir Sverrisson.
Sennilega vinnur Aron, ég held með Ásdísi sem gæti líka unnið að mín mati.
Ég held að íþróttafréttamenn skorti kjark í þetta skipti til að kjósa Jón Margeir í efsta sætið sem ætti það þó helst skilið af þessum sem nefndir eru að mínum dómi.
Vilja fleiri spá :idea:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Dec 2012 14:33

Kosning í gangi á DV um Íþróttamann ársins. Þetta er meira uppá gamanið gert þar sem kosið var um íþróttamannin fyrir jól en engu að síður áhugavert.

http://www.dv.is/sport/2012/12/29/hver- ... ur-arsins/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 29 Dec 2012 18:25

Sælir/ar.

Það væri góð auglýsing fyrir okkur ef hann væri einn af þremur efstum:)
En hann er tilnefndur og bara það, er frábært.
Til hamingju Ásgeir.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Dec 2012 20:45

Aron Pálmason kjörinn Íþróttamaður ársins. Óska honum til hamingju með titilinn.

Núna hafa bara handbolta og fótboltamenn verið kjörnir síðustu 11 ár óslitið í röð. Aðrar íþróttir virðast ekki njóta sömu athygli íþróttafréttamanna á Íslandi eða svo gæti maður haldið.

En Ásgeir hafnaði í 8. sæti sem er frábær árangur og hann getur verið stoltur af!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af iceboy » 29 Dec 2012 21:19

ég held að því miður þá nái skotíþróttir eða bara aðrar íþróttir en boltaíþróttir aldrei langt á Íslandi, hvorki í svona kostningu eða bara að það sé sýnt frá þeim í sjónvarpi.

Það er hellingur af íþróttum sem stundaðar eru á landinu, en frá hverju er sýnt?? Handbolta og fótbolta, aðrar íþróttir koma eins og neðanmálsgreinar síðast í íþróttaumfjöllunum.

Ég er hinsvegar með hugmynd.

Tökum út leirdúfurnar og skellum fótbolta í staðinn og látum sparka honum út úr turnunum, þá erum við komnir með "boltaíþrótt" og þá verður kannski sýnt frá því :lol:

Ásgeir hefði átt að vera miklu ofar á listanum
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Dec 2012 22:07

Þetta er allt á uppleið, tími Ásgeirs mun koma þegar hann verður búinn að vinna þýsku deildina og verða evrópumeistari með liði sínu en árangur hans á Ólinpíuleikunum verður ekki frá honum tekinn.
Það er frábær árangur hjá honum að ná 8. sæti í þessu kjöri og sýnir svo ekki verður um villst hvaða athygli skotíþróttin hefur fengið hjá íþróttafréttamönnum á þessu ári.
Hann var að berjast við Aron sem er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna á árinu með sínu félagsliði auk þess að vera lykilmaður í landsliðinu á tveimur stórmótum þar sem góður árangur náðist.
Ásdísi sem kastaði sig beint inn í úrslit á Ólinpíuleikunum og stóð sig geysivel á evrópumóti og vann sér rétt til að keppa á demantamótaröðinni meðal þeirra bestu í heiminum.
Jón Margeir sem vann til gullverðlauna á Ólimpíumóti og setti heimsmet.
Þóru B. Helgadóttur sem er í heimsklassa í sinni íþróttagrein, svo einhver dæmi séu tekin.
Hann skaut líka afturfyrir sig mörgum frægum íþróttamanninum sem náðu vel frambærilegum árangri á árinu, við skulum líka halda því til haga.

Tókuð þið nokkuð eftir hverjum ég spáði á topp þrjá 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jan 2013 18:05

Enn af Ásgeiri, hann er að gera það gott :D
http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/01 ... a_asgeiri/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ásgeir Sigurgeirsson tilnefndur sem íþróttamaður ársins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jan 2014 18:33

Enn af Ásgeir Sigurgeirssyni, alltaf flottur.

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/01 ... yskalandi/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara