Síða 1 af 1

Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 16 Jan 2011 21:18
af maggragg
Vildi vekja upp umræðu sem þarf að taka fyrir næsta aðalfund félagsins sem verður væntanlega haldin í febrúar en það er innganga í Skotíþróttasamband Íslands ( Stí ) og er félagið þá félagi í Íþróttasambandinu sjálfkrafa. Stí veitir okkur aðgang að ISSF og réttinum til að keppa í ólympiskum greinum auk þess sem innan Stí er einnig Benchrest greinar ásamt fleirrum skotgreinum.



Ég set því könnun og vona að hérna verði umræða um þetta og menn tjái skoðun sína á málinu og komi með rök með eða á móti þannig að þeir sem lítið þekkja til geta myndað sér skoðun. Aðeins innskráðir notendur geta kosið og tjáð sig.

Re: Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 17 Jan 2011 21:49
af maggragg
Til að ganga í Stí þarf að gerast aðili að Héraðssambandi Skarphéðins eða HSK sem er héraðssamband Árnessýslu og Rangárvallarsýslu. Við það verður félagið sjalfkrafa aðili að Stí og Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands.

Lög HSK er hér
Lög Stí eru hér

Re: Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 18 Jan 2011 20:30
af Rissi
Þetta hljómar spennandi, ég held að það sé nauðsynlegt fyrir skotfélagið okkar að meðlimir þess geti keppt á alvöru mótum og eins væri það mikilvægt fyrir okkur að halda slík mót. En samt sem áður vakna ýmsar spurningar sem gaman væri að fá svör við hér á spjallinu. Er þetta að kosta okkur mikinn pening? Koma einhverjar tekjur inn frá Skí eða HSK til að efla íþróttastarfssemina hjá okkur? Er kostnaðarsamara að útbúa skotsvæðið þannig að það uppfylli allar kröfur um íþróttaskotfimi? Hvað segið þið Skyttur, er þetta ekki verkefni sem við höfum gagn og gaman af að takast á við? :)

Re: Aðalfundur félagsins og aðild að skotíþróttasambandinu.

Posted: 02 Feb 2011 00:12
af Jón Pálmason
Sælir félagar.

Var að fá í tölvupósti tilkynningu um aðalfund félagsins, dagskrá og kosningar.
Verð að tjá mig aðeins um fundinn og kosningarnar. Eins og sumir ykkar vita þá bý ég á Sauðárkróki og geri ekki ráð fyrir að geta mæta á fundinn á þeim tíma sem hann verður haldinn. Hefði samt kosið á móti inngöngu í HSK ef ég væri á staðnum. Félagið okkar hefur alla burði til þess að geta vaxið og dafnað sjálfstætt eins og Skotfélagið Ósmann á Sauðárkróki, sem mun halda upp á 20 ára afmæli sitt þann 8. maí næstkomandi. Það flaug aðeins í gegnum hugann að gefa einhverjum umboð til að fara með mitt atkvæði, en við nánari skoðun þá sá ég að það væri ekki gerlegt.
Samkvæmt 4.gr félagslaganna þá skal árgjald félagsins greiðast mánuði fyrir aðalfund og reikningsárið telst vera almanaksárið. Ég hef ekki verið rukkaður fyrir þetta ár ennþá og hafði ekki tekið það upp hjá sjálfum mér að greiða árgjaldið óbeðinn. Samkvæmt tölvupóstinum þá hefur aðeins sá atkvæðisrétt á aðalfundinum, sem greitt hefur félagsgjaldið fyrir auglýstan aðalfund. - Væntanlega mánuði fyrir aðalfund.-
Mér er því spurn: Hvað munu margir félagsmenn í Skyttunum hafa atkvæðisrétt á komandi aðalfundi, sem haldinn mun verða 15. febrúar næstkomandi ??? Hef það einhvernveginn á tilfinningunni að það munu ekki mjög margir hafa greitt árgjaldið sitt á fyrstu 14 dögum ársins sem var að byrja.
Og munu þar af leiðandi ekki geta greitt atkvæði löglega á fundinum.

Re: Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 02 Feb 2011 00:49
af maggragg
Sæll og takk fyrir þetta Jón

Ég túlka lögin á þann hátt að í 4. gr. hlýtur að mega leggja ákvðið skal greiða félagsgjöld mánuði fyrir aðalfund að jöfnu við gjalddaga og því ætti eindagi að vera mánuði seinna en einnig er gefinn frestur 4 mánuði eða þrjá mánuði aftur fyrir aðalfund. Ég lagði til breytingar á þessu ákvæði sem fylgid með fundarboðinu.

Í 8. gr. er kveðið á um að atkvæðarétt hafi þeir sem eru skuldlausir við félagið og myndi ég túlka það þannig að ef greitt er fyrir aðalfundin þótt það sé degi áður er maður skuldlaus við félagið en í 4. gr. er gert ráð fyrir því að menn geti skuldað í allt að 4 mánuði.

Þetta er mín túlkun en ef hún er röng þá höfum við gert töluverð mistök í því að vera ekki búnir að rukka fyrir þetta ár. Í því tilfelli gætum við þurft að fresta aðalfundinum vegna þessa máls þar sem mönnum hefði þá ekki verið gefin kostur á að borga félagsgjöldin þar sem láðst hefur að rukka inn gjöldin.

Kv.
Magnús

Re: Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 07 Feb 2011 08:07
af maggragg
Aðalfundinn sem átti að halda 15. febrúar hefur verið frestað til 24. mars og verður í staðinn félagsfundur þann 15. febrúar.

Re: Skotíþróttasamband Íslands ?

Posted: 14 Feb 2011 23:17
af maggragg
Varðandi Skotíþróttasamband Íslands þá mun Jóhann Norðfjörð kynna Skotíþróttasamband Íslands á félagsfundinum sem verður haldinn 15. Febrúar. Þar verður hægt að spyrja spurninga um kosti þess og galla að ganga í félagið.

Í sambandi við IPSC skotgreinina sem væntanlega verður samþykkt fljótlega þá er hún undir hatti Stí og til að félagsmenn geti keppt á viðurkenndum mótum hérlendis og erlendist verðum við að vera hluti af samtökunum. Sama á við um Skeet, Benchrest og aðrar viðurkenndar greinar sem eru undir hatti Stí. Hægt er að halda innanfélagsmót án þess að vera aðili eða keppa sem gestakeppandi á viðurkenndum mótum en ekki annað en það ef félag er ekki aðili að Stí.