Síða 1 af 1

Vantar menn í nefndir

Posted: 02 Apr 2011 15:10
af maggragg
Á aðalfundi þann 24. mars var samþykkt að skipaðar yrðu fjórar fastar nefndir.
Haglabyssunefnd
Riffilnefnd
Skammbyssunefnd
Aganefnd

Okkur vantar áhugasama félagsmenn í þessar nefndir en þær eru til þess að þeir sem hafa áhuga á þessum sviðum geti unnið við uppbyggingu þessara greina. Haglabyssunefnd við að koma upp haglabyssuvellinum, Riffilnefnd til að koma upp riffilbrautum og svo skammbyssunefnd til þess að koma upp skammbyssuaðstöðunni. Það er ekki ætlast til þess að þeir sem eru í nefndunum vinni alla vinnuna heldur komi saman og skipuleggji hvað á að gera og komi með hugmyndir.

Er þetta gert m.a. til að virkja fleirri félagsmenn til að taka þátt í starfinu og koma að uppbyggingunni. Fleirri hugmyndir og skotsvæðið verður betra fyrir vikið.

Ennig getur stjórnin skipað tímabundnar nefndir um ákveðin atriði.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa í einhverri að fyrrgreindum nefdum hafi samband við stjórnina.

Aganefndin verður skipuð af stjórninni.