Uppræktun svæðisins

Hérna er ætlunin að setja inn verkefni tengd uppbyggingu skotsvæðisins og félagsmenn geta kynnt sér og boðið aðstoð
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Uppræktun svæðisins

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jul 2010 09:20

Okkur vantar mannskap í að sá í skotbrautirnar og bera áburð á þær. Við viljum hafa skotbrautina græna en ekki svarta þar sem það minnkar tvíbrá. Einnig er gott að hafa snyrtilegt í kringum okkur. Í kringum leirdúfuvellina var hugmyndin að hafa lúpínu en hún felur leirdúfubrotin meðan þau eru að brotna niður í náttúrunni.

Einnig þarf að gróðursetja tré og annað til að hafa snyrtilegt og skjól. Hugmyndin væri að hafa einhverntíman fjölskyldudag þar sem félagsmenn kæmu með fjölskyldurnar í góðu veðri og gætu börnin leikið sér meðan verið væri að gróðursetja tré, væri það ekki annars ljomandi hugmyndi :)

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara