Efni í skotskífustanda

Hérna er ætlunin að setja inn verkefni tengd uppbyggingu skotsvæðisins og félagsmenn geta kynnt sér og boðið aðstoð
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jul 2010 09:34

Sælir félagar

Við þurfum að smíða skotskífustanda og vantar meðal annars efni í það. Á 100 metra braut væri hægt að hafa einn stóran flöt jafnvel en á 300 og 500 metrum væri gott teldi ég að hafa 1 x 1 metra spjöld en stærstu skotskífur eru yfirleitt 1 x 1 meter. Hvað er best að nota í skífurnar eða bakið, tjörupappa, Tex, sumstaðar er strigi strengudur inn í ramma og skífan límd á en ég tel það ekki henta nema það séu alltaf notaður sömu skífurnar. Hvað finnst ykkur?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

gullli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:16 Jul 2010 22:09

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af gullli » 22 Ágú 2010 18:41

Ég mundi halda að það væri ekkert verra að vera með krossvið og heftibyssu til að festa skotmörkin.

Held að strigi + lím henti ekki vel í íslenskt veður. Tex og tjörupappi sömuleiðis ekki.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jun 2012 21:00

Mér hefur sýnst að í bæði Þorlákshöfn og svo hjá Skotfélagi Reykavíkur eru þeir með tjörupappa. Gallinn við krossviðinn er sá að kúlurnar skemma hann mun meira en tjörupappan sem virðist halda ótrúlega vel og auðveldar er að hefta í hann og sérstaklega að nota teiknibólur til að festa upp skotskífur eins og oft er notað. Sennilega er striginn ekki góð hugmynd hér heima en kosturinn við hann er sá að hann er lengi að skemmdast miðað við annað þar sem kúlurnar smjúga í gegn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Jun 2012 22:16

Sæll Magnús, ég notast nú við ónýtar heyrúllur og líkar vel. Auðvelt að hefta fast við, kúlurnar fara ekki í gegn, eru stöðugar og svo er hægt að nota þær í upprækt á eftir :D
Stórbaggar gætu komið sér vel hjá þér, virka sem blýsafnarar og svo er bara að týna blýið úr áður en farið er að græða upp ;)
Bara smá hugmynd, all natural :mrgreen:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af Benni » 07 Jun 2012 23:41

Spjöldin sem Skaust menn eru með eru algjör snilld, veit ekki hvað efnið heitir en örugglega einhver að austan sem veit hvað þetta heitir.
Svo eru þeir bara með rekka sem spjöldunum er rennt í.
Mjög sniðugt fyrikomulag hjá þeim.

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 08 Jun 2012 00:10

Sælir.
Við höfum notað vörubretti og/eða umbúðakrossvið til að hefta skífurnar á, dekkjastæður til að taka kúlurnar og jarðvegsmanir á bakvið allt til öryggis. Svín virkar og kostar ekkert.
Get tekið myndir og sent þér Maggi ef þú villt.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jun 2012 00:16

Benni, það er miðlungshart tex !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Efni í skotskífustanda

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Jun 2012 11:49

Sælir og takk fyrir þetta.

Þetta er hugsað fyrir standandi skotskífur á 25 og 50 metrum fyrir skammbyssu og riffill. Gott að hafa þetta útskiptanlegt en bakvið verður jarðvegsmön. Þá verður hver skotskífa sjálfstætt standandi sem hægt verður að taka niður og stærðin á plattanum má ekki vera minni en stærð á ISSF skotmörkum. þ.e. 55x55cm á 25 metrum sem dæmi. Líst vel á þetta hjá ykkur skaust. Miðlungshart Tex. Er það nafnið á þessu efni...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara