Síða 1 af 1

Smíði skúra fyrir leirdúfukastara

Posted: 02 Jul 2010 15:26
af maggragg
Núna þurfum við að fara í það verk að smíða skúra fyrir leirdúfukastarana og vantar okkur handlagna menn með okkur. Við höfum fengið mikið af efni í skúrana en við ætlum að hafa þá þokkalega góð, einangraða til að hægt sé að halda þeim þurrum með smá hita.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í því að smíða þessa skúra geta látið vita hér eða á skotfelag(hjá)skyttur.is

Einnig ef einhver er aflögufær á byggingarefni eins og krossvið, nagla, skrúfur, steinull o.f.l. geta þeir sömuleiðis látið vita. Því fleirri sem hjálpast að því fljótar verður þetta og fyrr getum við byrjað.

Kv.
Magnús

Re: Smíði skúra fyrir leirdúfukastara

Posted: 06 Jul 2010 00:32
af Rissi
Ég er til í slaginn :)
Kveðja
Reynir

Re: Smíði skúra fyrir leirdúfukastara

Posted: 11 Jul 2011 10:00
af maggragg
Þá auglýsum við aftur eftir hraustum félagsmönnum og konum til að koma seinni skúrnum saman. Eins og fram hefur komið er búið að smíða einingarnar fyrir markið eða lægri skúrinn. Ég held að það væri sterkt að gera þetta eitthvað kvöldið á virkum degi og ætti það ekki að taka meira en tvö kvöld. Jafnframt þarf að undirbúa svæðið sjálft og steypa grunna og ef einhver lumar á steypuhrærivél aftan í dráttarvél má hinn sami láta vita. Endilega meldið ykkur hér eða sendið tölvupóst á skotfelag[hja]skyttur.is.