Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

sportvik
Póstar í umræðu: 4
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49
Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af sportvik » 29 Oct 2013 22:48

Nú fer senn að líða að jólum og því um að gera að benda makanum á hvað vantar í töskuna fyrir veiðina eða skotfimina.
Við erum með pöntun frá Briley í vinnslu og eigum til eitthvað af vörum á lager. Kíkið á úrvalið í vefversluninni hjá okkur.

http://www.sportvik.com

kv Snjólaug

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af johann » 30 Oct 2013 20:45

Af hverju kaupiði hjá Sportvík ekki bara bannerspeis af Skyttum? Hálfódýrt svona að auglýsa í spjalli þegar þeir selja auglýsingapláss...
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Oct 2013 20:57

Ertu ekki aðeins of fljótur á þér Jóhann?
því sportvík er með einn af auglysingagluggunum poppar upp öðruhvoru.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af 257wby » 30 Oct 2013 21:06

Til að svara spurningu þinni Jóhann, þá vorum við eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins ef ekki það fyrsta til að kaupa auglýsingapláss á þessari síðu og munum að öllu óbreyttu halda því áfram um ókomna tíð.
Ef stjórnendur síðunnar telja óviðeigandi að við setjum inn tilkynningar til að leyfa væntanlegum viðskiptavinum sem og öðrum að fylgjast með því sem við erum að gera,þá munu þeir að sjálfsögðu hafa samband við okkur og láta vita af því.

Mbk.
Guðmann
Sportvík
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Oct 2013 21:26

Sæll Guðmann.
Þú tekur vonandi ekki mark á svona athugasemdum.
Sumir skjóta sig einfaldlega sjálfir í fótinn ;)
Gangi ykkur vel á komandi jólavertíð.
Þið eruð þó að vinna fyrir okkur og okkar sport.

Jóhann, aldrei of seint að biðjast afsökunar. Bara maður af meiri.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

KarlJ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af KarlJ » 30 Oct 2013 22:17

Sammála Jóni Pálma.
Karl Jónsson. Akureyri.

sportvik
Póstar í umræðu: 4
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af sportvik » 30 Oct 2013 23:34

Sæll Jóhann

Eins og búið er að koma fram að þá keyptum við auglýsingu hérna á síðunni strax og það var auglýst að þær væru í boði.
Auglýsingar setjum við aldrei inn á spjallið hérna heldur fara þær í réttan dálk, Til sölu.

Það sem að er eflaust að rugla þig í þessu er að á forsíðunni þá koma fram allar nýjustu umræður og auglýsingar.

með kveðju
Snjólaug
Sportvík

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af johann » 31 Oct 2013 14:49

Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar og bið náðarsamlegast um að einhver bindi um fótgarminn... það blæðir skömmustu út um allt eftir fótskotið.

Flott að sjá að það eru að koma fleiri og fleiri auglýsendur inn - lengi vel var Veiðimeistarinn aleinn.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Oct 2013 14:57

Flottur Jóhann :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

sportvik
Póstar í umræðu: 4
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af sportvik » 31 Oct 2013 16:21

Þetta er minnsta mál, Jóhann engin gremja okkar megin.

Við sendum þér bara bestu jólakveðjur (þó snemma sé)

kv Snjólaug
Sportvík

KarlJ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af KarlJ » 01 Nov 2013 09:51

;)
Karl Jónsson. Akureyri.

sportvik
Póstar í umræðu: 4
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49

Re: Jólagjafirnar fást hjá Sportvík

Ólesinn póstur af sportvik » 17 Nov 2013 17:33

Erum að taka niður nýja pöntun frá Briley og svo er til eitthvað af vörum á lager hjá okkur líka t.d. hreinsisett, skotgleraugu, töskur ofl

www.sportvik.com

Svara