Rekstrarveiði í Ungverjalandi

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 25 Feb 2014 09:06

Sælir / Sælar,

Ég hef verið að sjóða saman veiðipakka fyrir veiðisamtök sem ég er meðlimur í.

Þetta eru tveir dagar í rekstrarveiði í Ungverjalandi 6-7 Desember komandi.

Sem komið er þá eru 14 þáttakandur skráðir, frá 7 þjóðlöndum. Hámarksfjöldi er 20 veiðimenn þannig að það eru enn 6 pláss laus.

Verð 1.550 Evrur fyrir utan flug.

Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt þá vinsamlegast sendið póst á mig og ég sendi frekari upplýsingar.

Það þarf að fastsetja veiðina ekki síðar en 15. Mars.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 26 Feb 2014 10:09

Bara svona til að rétt bæta við þetta:

- Ég er með hús þarna á veiðisvæðinu og þar eru tvö gesta herbergi. Þannig að einhverjir gætu gist hjá mér (fyrstur kemur fyrstur fær) og sparað sér þannig hótel kostnaðinn (lækkað verðið um ca. 250 Evrur).

- Ég er með tvær auka byssur sem ég gæti lánað góðum mönnum (fyrstur kemur, fyrstur fær) ef menn vilja ekki vesinið sem getur fylgt því að ferðast með byssu.

- Í svona rekstrarveiði þá fá menn öllu jöfnu ekki kjötið en ef áhugi er fyrir hendi á kjöti þá gæti ég farið og fellt kýr eða kálf rétt fyrir veiðina og menn gætu þá fengið kjöt af því dýri.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 03 Mar 2014 15:16

Daginn,

Ef einhver er að spá í þessa veiði, þá endilega hafa samband. Það styttist í það að við verðum að fastsetja (eða afkalla) veiðina (15. Mars).
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Bóndi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:30 Oct 2013 11:23
Fullt nafn:Kjartan Ottó Hjartarson

Re: Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af Bóndi » 05 Mar 2014 23:26

Sæll Guðfinnur
veistu hvað flug kostar fyrir þessa ferð.
Mundi hafa áhuga en finnst þetta langt fyrir bara 2 daga veiði.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 06 Mar 2014 08:08

Sæll,

Ég þekki ekki flug kostnaðinn en ég myndi reikna með að WOW fljúgi á einhverjar borgir í Evrópu þar sem hægt er að komast í tengiflug til Búdapest eða Vínar (ég gæti sótt þig til Vínar, ekki nema 2 tíma akstur).

Það er líka verið að skoða skytterí á öndum á Mánudeginum eftir rekstrarveiðina og svo væri sjálfsagt hægt að koma þér í "klassíska" (turna) veiði líka fyrir eða eftir rekstrarveiðina.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði í Ungverjalandi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Mar 2014 11:14

Uppfærsla,

Við erum komnir með lágmarksfjölda (15) þannig að veiðin er orðin fastsett.

Þetta þýðir líka að núna eru ekki nema 5 pláss eftir.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara