Auglýsing, hreindýraleiðsögn

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Apr 2012 10:13

Það eru enn lausir dagar hjá mér í leiðsögn á þessu hreindýraveiðitímabili, fyrstur kemur fyrstur fær.
Gjaldskrá 15 þús. á dag, og 15 þús. á hvert fellt dýr +VSK. Veiðilausir dagar eru gjaldfríir.
Ég get lagt til bíl, breyttan jeppa. Pakki + 100 km. á dag. 25. þús. á dag og 140 kr. á kílómeter fram yfir 100 km.+ eldsneyti. Góður afsláttur ef jeppinn fer aldrei út af vegi, en hann er ekki gjalfrír þó ekki veiðist.
Einnig er í boði svefnpokagisting með aðgangi að fullbúnu eldhúsi á Vaðbrekku, kola og gasgrill til staðar utandyra.
Ég leiðsegi mest á svæðum 1 og 2 og gjörþekki þau enda fæddur og uppalinn á þeim svæðum og hef stundað hreindýraveiðar þar í 40 ár.
Leiðsegi líka á 6 og 7 og þekki þau bara nokkuð vel sérstaklega 6.
Áhugasamir geta haft samband og fengið nánar upplýsingar í netfangi, sa1070(at)simnet.is
og í síma 899-1070
Viðhengi
IMG_2702.JPG
Svo er bara að leggja sig ef ekki veiðist
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Apr 2012 10:40

Þetta er virkilega flott verð og ef þú verður enn starfandi þegar ég næ dýri þá færðu örugglega símtal
Hef enga trú á að þú fyllir fyllir dagana fljótt
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Apr 2012 12:10

Mæli með Sigga.

Svo virðist hann líka vera alveg ónæmur fyrir verðbólgunni :D
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Apr 2012 16:50

Ef ég fæ hreindýr einn daginn þá er bókað mál að ég bjalla á þig :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 23 Apr 2012 18:08

Upp með Veiðimeistarann.
Viðhengi
39243_1541979958664_1509926206_1406303_7518672_n.jpg
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Apr 2012 17:21

Þorsteinn og Magnús, númer hvað eruð þið á biðlistanum?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Apr 2012 18:01

520 hjá mér svo ég á ekki séns núna var 918 í fyrra
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2012 21:39

Sótti ekki um þetta árið... Það var sjónaukinn eða hreindýr ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 25 Apr 2012 13:17

Ég get gefið Sigga á Vaðbrekku mín bestu meðmæli eftir margar hreindýraveiðiferðir á fyrri árum og allar eftirminnilegar. Því miður hef ég ekki fengið úthlutað hreindýraveiðileyfi undanfarin ár. Sonur minn hefur verið aðeins heppnari og að sjálfsögðu farið með Sigga og ég fylgt þá með sem gormaður. Siggi er skemmtilegur félagi og úrræðagóður leiðsögumaður. Það er erfitt að finna mann á hans reki hér á landi sem hefur jafn mikla reynslu og þekkingu á hreindýraveiðum. Auk þess er Vaðbrekka mjög vel í sveit sett með tilliti til hreindýraveiða og aðstaðan sem þeir Vaðbrekkufeðgar hafa byggt upp til fyrirmyndar.
Viðhengi
Siggi3 2001.jpg
Veiðimeistarinn á góðum degi á Eyjabökkum.
Siggi3 2001.jpg (47.03KiB)Skoðað 2110 sinnum
Siggi3 2001.jpg
Veiðimeistarinn á góðum degi á Eyjabökkum.
Siggi3 2001.jpg (47.03KiB)Skoðað 2110 sinnum
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Apr 2012 16:41

Sæll Guðni.
Þakka komplímenntið!
Gaman að sjá þig hérna, hér er gaman að vera, bara vitrænar umræður, þó ég segi sjálfur frá.
Það verður gott fyrir okkur ef þú ferð að ausa af viskubrunni þínum hérna, hann er ærinn!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Apr 2012 10:30

Sigurður kíktu á hreindýraprófs umræðuna á hlað hún er líklega að fara í hið besta bull
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Apr 2012 11:34

Já Þorsteinn, ég var að kíkja á þetta.
Það er merkilegt að það virðast vera þessi álög yfir Hlaðspjallinu, umræðurnar þar enda flestar í bulli!
Veit ekki af hverju þetta er, en hef kannski ákveðnar skoðanir á því, sem ég á kannski ekkert að vera að tíunda hér.
En þessar ástæður grundvallast allar á virðingaleysi, virðingaleysi spjallverjanna fyrir sjálfum sér sem kemur fram í því að menn telja það sjálfsagðan rétt sinn að hafa skoðun á öllu mögulegu undir nafnleynd án þess að bera nokkra ábyrgð á því sem þeir láta frá sér fara, með nafnleysinu verður það hvort sem ekki hermt upp á viðkomandi.
Virðingaleysi spjallverjanna fyrir viðmælendum sínu með því að snúa stöðugt útúr og hrauna yfir undir nafnleysi eða yfir nafnlausa viðmælendur sem þeim finnst þeir ekki þurfa að bera neina virðingu fyrir.
Síðast en ekki síst virðingaleysi stjórnenda og eigenda spjallsins sem þurrka út þræði umyrðalaust ef þeir þjóna ekki hagsmunum þeirra út í æsar, útiloka menn af spjallinu eftir geðþótta, en láta stundum rugl, ósannindi og meiðandi umræðu standa ef það þjónar þeirra hagsmunum á einhvern hátt.
En þetta var nú bara smá útúrdúr:
Þá kemur að erindinu, skotprófunum margumræddu.
Félag leiðsögumanna var meðmælt þessum skotprófum í þeirri mynd sem þau eru nú að fara í, af gefnu tilefni.
Það má skipta hreindýraveiðimönnum gróflega í þrjá flokka.
Það bar alltof mikið á því að við vorum að fá óvana menn sem jafnvel höfðu aldrei skotið af riffli á hreindýraveiðar. Þetta helgast af því að veiðimenn þurfa aðeins að leggja fram b leyfi í skotvopnaskírteini til að fá hreindýraveiðileyfi sem þeir öðlast sjálfkrafa eftir að hafa verið með byssuleyfi í eitt ár, burtséð frá hæfni í meðferð stórra riffla eða þekkingu á þeim yfirleitt.
Þessir menn verða nú að fá riffilinn lánaðan með fyrirvara og taka skotpróf á hann, það er til mikilla bóta að þeir hafi aðeins kynnt sér vopnið áður en þeir koma bísperrtir til veiða.
Síðan eru þeir sem kom á veiðar með eigin riffil sem hafa ekki tekið hann úr töskunni frá því þeir skutu einu skoti úr honum til að drepa hreindýr árið áður, nú eða í hittifyrra, árið þar áður eða guð veit hvenær.
Þessir menn verða nú að taka riffilinn upp úr töskunni ekki síðar en mánuði áður en þeir koma á hreindýraveiðar og skjóta að minnsta kosti 5 skotum.
Svo að síðustu eru menn sem eru að skjóta og prufa allskonar skotfæri hleðslur og kúluferla meira og minna allt árið þegar veður leyfir en liggja í fræðslu á netinu þegar ekki viðrar til útiveru, það er kannski óréttlátt að þessir menn þurfi að taka skotpróf en svona er það bara, laun heimsins eru óréttlæti og eins og segir annarsstaðar, það eru alkarnir sem kom óorði á brennivínið!
Fyrirkomulag prófana er ekki að fullu mótað, en að líkindum verða þau framkvæmd á þeim skotsvæðum sem til eru á landinu og eru í umsjá skotfélaganna í flestum tilfellum, sem verður að teljast eðlilegt.
Það var ekki framkvæmanlegt og samrýmist ekki jafnræðisreglum að gædarnir annist þessi próf, það verður bara að segjast eins og er að það er misjafn sauður í mörgu fé eins og þar stendur í þeim hópi og ekki fækkar þeim við fjölgun gædanna.
Við erum þó nokkrir sem sinnum þessari leiðsögn, nánast í fullu starfi en stærstur hluti þeirra sem eru með réttindi til að leiðsega á hreindýraveiðum fara aðeins með vini og kunningja, það mundi aðeins bjóða upp á lausung í þessum málum ef gædunum yrði falin framkvæmd þessara prófa, ég er allavega feginn að sá beiski kaleikur skildi frá mér tekinn!
Hvað sem skoðunum manna á þessum skotprófum líður er það von mín að þau leiði til aukinnar fagmennsku við hreindýraveiðar og auki reynslu hreindýraveiðimanna í meðferð veiðiriffla, sem er af hinu góða.
Viðhengi
898_9896.JPG
Leiðsögumenn að æfa sig
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 26 Apr 2012 13:06, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Apr 2012 12:21

Takk fyrir þessa útskýringu og er ég talsvert nær eftir hana en erum við ekki líka þá örugglega sammála um að ég sem Blönduósing geti tekið prófið á skotvellinum á Sauðárkrók en verði ekki skikkaður til að fara suður á Álfsnes til að þreigja prófið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Apr 2012 12:26

Flottir punktar hjá þér Sigurður. Ég held að það sé allveg ljóst að menn geti tekið prófið á þeim skotvelli sem er næstur. Reyndar varðandi Álfsnesið þá er ekki ennþá ljóst hvort að hægt verði að taka prófið þar, nema úrbætur verði gerðar á riffilvellinum þar sem ekki er hægt að skjóta liggjandi eins og gerð verður krafa um í prófinu miðað við núverandi drög. Þannig er líklegra að Reykjavíkurbúar þurfi að fara út á land að taka prófið heldur en að Þorsteinn þurfi að fara til Reykjavíkur :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Apr 2012 12:54

Mér finnst eðlilegast að veiðimenn fái að taka þetta próf á þeim skotvelli sem liggur næst þeim eða þeirra heimili, annars þeim velli sem hentar hvert sinn vegna ferðalaga eða þessháttar aðstæðna og að sem flest skotfélög með lágmarks aðstöðu fái að sinna þessum prófum.
Sá háttur verður líklega á að það verða einhverjir ákveðnir trúnaðarmenn UST, félagsmenn í skotfélögunum sem ekki eru hreindýraleiðsögumenn, sem annast prófin í umboði UST.
Borgnesingarnir sem voru að stofna skotfélag nýlega ættu að koma upp lágmarks aðstöðu strax til að geta prófað hreindýraleyfishafa. Það er stórt gat að mér virðist núna frá Álfsnesi á Sauðárkrók.
Svona til viðbótar.
Ég held að það verði sett skilyrði að veiðimenn taki prófið á sama riffilinn og þeir skjóta dýrið með en að sjálfsögðu ræður veiðmaðurinn havaða riffil hann notar svo framalega sem hann rúmast innan þess ramma riffla sem eru leyfilegir til að fella hreindýr með og tilheyrandi skotfæra.
Það er gerð og númer riffilsins verði á vottorðinu sem prófdómararnir gefa út.
Eftir sem áður geta allir sem koma til mín að Vaðbrekku til að fara á hreindýraveiðar fengið aðstöðu við skotborðið sem ég setti upp þar til að æfa sig enn betur eftir sem áður, þó engin próf verði tekin við það borð.
Viðhengi
IMG_5801.JPG
Konurnar eru nú alltaf samviskusamari að æfa sig!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Apr 2012 13:54

ER þetta ekki Steini í svörtu peysuni :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Apr 2012 14:01

Jú.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Apr 2012 23:26

Sæll Steini.
þú kemur til með að geta farið í prófið hér á Króknum þegar regluverkið verður klárt.
Ef þú villt frekari upplýsingar hafðu bara samband, vill ekki ræða þessi mál á netinu að svo stöddu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Apr 2012 23:47

Takk Jón minn ég hef samband það er öruggt enda hafið þið allir reynst mér mjög vel
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Auglýsing, hreindýraleiðsögn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 May 2012 11:51

Já vonandi verður hægt að taka prófið sem víðast! Það er lágmarkskrafa hreindýraveiðileyfishafa að þurfa ekki að leita langt yfir skammt til þess!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara