Baikal til sölu

HISS
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:13 Jun 2011 16:23
Baikal til sölu

Ólesinn póstur af HISS » 14 Jan 2013 19:42

Þá er árlegi pöntunarlistinn fyrir Baikal kominn í gang.

Áætluð pöntun er Júlí/Ágúst.

Smoothbore Guns
Rifles and Combination Guns
Air Rifles

Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir á hiss@hiss.is

http://imzcorp.com/en/company/open/weapon.html

Kv.
HISS.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jan 2013 20:34

Hvernig vikur þessu við?
Ég fór inn á slóðina hiss.is og þar eru engar upplýsingar um hver stendur fyrir eða er ábyrgðamaður þesarar sölusíðu.
Ekkert nafn í fastri kveðju undir sem þó er orðinn ófrávíkanlegur vani hjá þeim sem eru að tjá sig hér og auglýsa eitthvað til sölu eða kaups!
Hér í þessari auglýsingu eru heldur eingar upplýsingar hver er að bjóða þessar vörur til sölu, aðrar en þær að boðið er upp á að senda fyrirspurn á hiss@hiss.is
Síðan þegar farið er inn á hiss.is eru eingar upplýsingar eins og ég sagði hér ofar, það fyrsta sem fyrir augun ber er hettuklæddur maður í camogalla með byssu í hönd, ekki mjög traustvekjandi.
Auk þess stendur mað áberandi rauðum stöfum á bleikum borða hér ofar ,,Auglýsandi skal setja fullt nafn með auglýsingu, annars áskilur vefstjóri sér rétt til að eyða auglýsingunni".
Ég skora á vefstjóra að eyða þegar þessari auglýsingu!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 3
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af baikal » 14 Jan 2013 21:06

Rauða spjaldið beint, og víti.

kv Baikal.
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jan 2013 09:06

20 sec rannsóknarvinna leiddi þetta í ljós.

Skráningarskírteini
hiss.is

Lén: hiss.is
Nafn rétthafa: Hiss ehf.
Heimilisfang: Gauksrima 23
Borg/Sveitarfélag: Selfoss
Póstnúmer: 800
Land: IS

Skráð: 20. ágúst 2008
Næsta endurnýjun: 20. ágúst 2013
Síðast breytt: 18. júlí 2012

Ef þú flettir Gauksrima 23 upp á já.is kemur þetta fólk upp.
Heimir Fredriksen Bates og Ingadóra Ragnarsdóttir
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jan 2013 09:13

Hvaða verð er annars á þessum byssum hingað komnar og hvernig er að fá í þetta varahluti?

Keppnis loftriffill
MP-573

Keppnis loftskammbyssa
MP-672
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2013 10:11

Sorrrrryyyy...... :evil:
Ég á bara ekki að þurfa að standa í neinni rannsóknarvinnu vegna þeirra sem eru að auglýsa varning hér.
Það er ekki heldur traustvekjandi þegar menn sem eru að auglýsa sinn varning hér vilja ekki fara eftir reglum sem þeim eru settar!
Reglur sem eru skýrar og greinilegar í viðvörunarborðanum hér fyrir ofan.
Það á bara að vera sjálfsögð þjónusta við viðskiptavini :!:
Það er út úr öllu korti að að stunda viðskipti við menn, með skotvopn af öllum hlutum, og það eina sem ég sé af þeim er mynd af vopnuðum hettuklæddum manni.
Síðast þegar ég sá svoleiðis mynd var það mynd úr eftirlitsmyndavél frá vopnuðu sjoppuráni í höfuðborg óttans.
Ekki mjög traustvekjandi að mínu viti :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jan 2013 10:46

Slakaðu nú aðeins á Siggi... auðvitað hlýtur fólkið að segja til nafns hér ef það ætlar að standa í því að selja byssur. Það er ekki þannig í siðmentuðu þjóðfélagi að þeir sem reika aðeins út af leið séu gerðir brottrækir með það sama, gefum fólkinu tækifæri á að bæta sig.

Reyndar hefði verið skynsamlegt af þeim að kaupa frekar auglýsingu af Magga hérna til þess að auglýsa sína starfsemi, eins og Sportvík, Vesturröst, Ísnes og þú sjálfur hafið gert.

Ef þau gera ekki bragarbót á þessu, þá er það einsýnt að þræðinum verði eytt, samkvæmt þeim reglum sem hér gilda, en kannski er Maggi nú bara að bíða eftir viðbrögðum frá þeim.

Það er líka ekki alveg öruggt að þau hafi komið hér inn síðan auglýsingin kom í gærkvöldi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2013 10:58

Ég er nú alveg slakur, þú hefur greinilega ekki heyrt í mér þegar ég æsi mig....... ;)
Nú er málið ekki þannig vaxið að ég sé ekki að gefa þessu ,,hettufólki" eins og ég kalla það tækifæri, þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessar auglýsingar birtast og ég held að ég hafi samviskulega gert athugasemdir við þær alltaf og það sem meira er, síðan hafa verið settar reglur hér á spjallborðinu, sem ekki er farið eftir.
Ég vona bara að fólk sem er að selja vopn fari annars eftir þeim reglum sem um það gilda.
Svona framkoma gefur því miður hugmyndir um annað :evil:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jan 2013 14:09

Sælir og takk fyrir ábendingarnar. Ég ætla að skoða hvernig þetta snýr með auglýsingar fyrirtækja og hvort sömu kröfur séu gerðar til þeirra, en þau hafa leyfi til sölu á byssum. Ef Hlað eða Vesturrösti myndi setja inn tilkynningu myndu fæstir gera athugasemdir þar sem allir þekkja þá Hjalla og Ingó og vita hverjir þeir eru og að auki bera fyrirtæki neytandaábyrgðir. Ég þekki þá Heimi og Sigga mjög vel sem eru með HISS og bendi þeim á þetta, en þeir eru líka notendur hér að ég best veit. En þetta verður skoðað eins og allt :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 3
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af baikal » 15 Jan 2013 14:40

Sæll Magnús.
Hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt . :ugeek:
Ég vil að sama regla gildi um alla, líka Hisssssara ,Hlaðara o.s.f. :evil:
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af gkristjansson » 15 Jan 2013 15:57

Sammála, ef farið er að gera undantekningar frá reglum þá er aldrei að vita hvar það endar......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Morri » 15 Jan 2013 18:23

Sælir

Væri ekki vit að hafa einhverskonar tilkynningahnapp ef menn eru óánægðir með þráð eða komment við þráð, líkt og er á facebook?? Report.

Um leið og einhver nýr kemur inn og er ekki með allar stillingar eins og þeir sem eru búnir að vera hér í marga mánuði þá snúast umræðurnar langt á eftir um stjórnun spjallborðsins og reglur.

Ekki ólíkt því sem gersit á hlað spjallinu sáluga þegar einhver nefnir eitthvað sem einhver gæti hugsanlega snúið upp í að viðkomandi hafi ekki farið að lögum eða framkvæmt eitthvað nákvæmlega eftir reglugerð. Svo snýst þráðurinn um það, langt útfyrir upphaflega efnið í þræðinum.


Bara svona létt innslag.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Spíri » 15 Jan 2013 18:43

Nú kemur mér ekki við hvernig skyttur snúa sér í þessu tiltekna máli, en mér finnst frekar ósmekklegt hjá fyrirtæki að auglýsa á vef skotfélagsins þegar skotfélagið er á sama tíma að reyna að selja auglýsingar sér til fjáröflunar. En það skal tekið fram að ég er Skyttum þakklátur fyrir að halda úti þessum fróðlega og skemmtilega vef :)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 15 Jan 2013 20:50

Morri skrifaði:Sælir

Væri ekki vit að hafa einhverskonar tilkynningahnapp ef menn eru óánægðir með þráð eða komment við þráð, líkt og er á facebook?? Report.
Við hliðina á "vitna í" hnappnum er upphrópunar merki. Ýttu á það til að senda tilkynningu um póst.

Bestu kveðjur.... :)
Kv. Stefán Jökull

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 3
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af baikal » 15 Jan 2013 22:37

Góða kvöldið.
Ef menn lesa þræðina sem eru neðan við þetta spjall, þá sést að Sigurður er ekki að urra :twisted:
á hissara í fyrsta skipti, þeir eru búnir að auglýsa oft hér. :idea:
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Baikal til sölu

Ólesinn póstur af Morri » 16 Jan 2013 00:04

Stefán_Jökull skrifaði:
Morri skrifaði:Sælir

Væri ekki vit að hafa einhverskonar tilkynningahnapp ef menn eru óánægðir með þráð eða komment við þráð, líkt og er á facebook?? Report.
Við hliðina á "vitna í" hnappnum er upphrópunar merki. Ýttu á það til að senda tilkynningu um póst.

Bestu kveðjur.... :)

Já það er hnappur.... held að það ætti nú bara að duga
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Svara