hylki í mauser 8x57

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jan 2014 15:52

Þar sem ég er að eignast Mauser i cal 8x57 þá er ég að athuga hvort þaðer einhver sem á patrónur í það verfæri sem hann er tilbuinn til að selja mér
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2014 16:20

Hvernig riffill er þetta 8-) áttu mynd?
Það var til fullt af svona patrónum heima en við erum búnir að láta þær allar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jan 2014 18:25

Myndin er ekki til enþá þar sem eg er ekki kominn með hann i hendurnar, skal skella henni inn síðar.

Þetta er Júgóslaviskur mauser m24 skilst mér að hann heiti
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af petrolhead » 15 Jan 2014 22:35

Sæll Ármann.

Til hamingju með riffilinn, tek undir með Sigga, þú verður að setja inn mynd af gripnum :-)

Ég fór þá leið að versla Norma skot með 123gr kúlu í Hlað til að ná mér í góð hylki, minnir að 50stk séu innan við tíkallinn. Ég hef hins vegar verið í brasi með að fá kynþroska kúlur til að hlaða með :-(

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jan 2014 23:18

Takk Garðar.

Nafnið er reyndar ÁRNMAR en þú ert nú ekki sá fyrsti sem tekur feil og pottþétt ekki sá síðasti ;)

Já ég er eiginlega kominn á þá skoðun að kaupa bara norma skotin í hlað.

Er ekki bara málið að tala við þá annaðhvort í hlað eða ellingsen og fá þá til þess að panta góðar kúlur fyrir okkur?

Taka eitthvað sniðugt með í einhverri sendingunni.

Ég ætla reyndar að skoða kúlur, er með eina uppáhaldskúlu þessa stundina, eða allavega líkar mér mjög vel við hana í öðrum cal. Bara spurning hvort ég geti fengið hana í 8 mm og þá hvort það er til i hentugri þyngd.

Ég fæ kannski að bjalla í þig seinna í vetur og fá smá leiðbeiningar um hleðslu og þessháttar.

kv Árnmar
Árnmar J Guðmundsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jan 2014 23:21

Og með 2 sekúndna googli þá komst ég að því að hún er til í 8mm.

180 og 200 gr :-)

Hvaða þyngd er hentug í þetta cal?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: hylki í mauser 8x57

Ólesinn póstur af petrolhead » 17 Jan 2014 11:56

Ég biðst forláts Árnmar, spurning hversu vel læs maður getur talist :oops:

Það er trúlega nokkuð góð hugmynd hjá þér að fá annað hvort þetta fyrirtæki til að kippa með kúlum fyrir okkur.
Ég á reyndar tvo riffla í 8mm, annar óbreyttur herriffill og ég vil hlaða hann með "original" kúlum :D , en hinn er veiðiriffill svo þar er allt inn í myndinni.

Þér er ávalt velkomið að bjalla í mig (692-0377) svo framarlega sem ég er í landi annars er bara að senda mér mail.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara