vantar magasín í tikku

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 2
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01
vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 06 Apr 2014 20:40

Sælir nú er eitthvað að hrjá magasínið í tikkunni minni þar sem að boltinn nær ekki alltaf aðíta skotunum fram úr magsíninu. Vitið þið hvað er að og vitið þið hvar ég gæti fengið nýtt magasín? tikka t3 varmint

Kveðja Konni
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Apr 2014 21:25

https://tikkaperformance.com/index.php? ... uct_id=436
Gíslisnæ setti þennan link hér inn ,,, ætla að reyna að panta mér svona...
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af konnari » 07 Apr 2014 11:53

Þarftu ekki bara að taka magasinið i sundur og þrifa það ? Kannski hefur komist drulla i það ? Sá einhverntima á youtube myndband hvernig á að gera slikt !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Apr 2014 12:03

Hvaða caliber. Veit að Tóti Óla hér á spjallinu var að selja magasín fyrir 223 - veit ekki hvaða caliber önnur passa í það.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 2
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 07 Apr 2014 21:54

Sælir. Ég er búinn að rífa magasínið í sundur og það er eins og nýtt þas enginn skítur. Vandamálið er að afturendinn á skotunum virðist lyggja of neðarlega og framendinn og mikið upp, þess vegna nær boltinn ekki í skotið til að ýta því fram heldur fer hann bara í það ca 1cm frá botni skotsins svo skotði verður eftir í magasíninu. þetta er ekki viðunandi þegar maður þarf a'ð nota þetta í veiði.

Það var einn góður maður búinn að hafa samband við mig og sagðist eiga ónotað magasín fyrir 223 sem ég held að sé það sem mig vantar.

Kv Konni.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: vantar magasín í tikku

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Apr 2014 09:18

Ég lenti í því sama með T3 Tactical í .223 cal. sem ég átti og var það ástæða þess að ég pantaði mér nýtt magasín. Það kom hins vegar ekki til landsins fyrr en eftir að ég seldi riffilinn og kaupandinn hafði ekki áhuga á að fá það. Ég sat því uppi með magasínið þangað til um daginn að góður maður (hugsanlega sá sami) losaði mig við það í vöruskiptum.

Ég tel að ástæðan fyrir því að magasínið hagaði sér svona sé sú að kantarnir, sem halda skotinu í magasíninu, hafi verið orðnir eyddir alveg fremst enda bara um plast að ræða og ófá skot farið þarna í gegn. Þetta olli því að framendinn stóð aðeins upp í loftið ef skotið var ekki alveg botnsett í magasínið, sem svo aftur leiddi til þess að afturendinn á skotinu lá aðeins niður í magasínið og boltinn náði ekki að grípa það til þegar maður ætlaði að hlaða í.

Þetta var amk. mín greining á vandamálinu. Vona að nýja magasínið komi að góðum notum :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara