Ég auglýsi eftir Hræfinni!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2014 22:50

Hvar ert þú Hræfinnur bróðir :?: :?: :?: :?:
Mér finnst Skyttuspjallið stundum hálf dauflegt þó oft megi poppa það upp, sérstaklega með góðri umræðu um uppáhaldskaliberið 308, til dæmis.
Þess vegna lýsi ég eftir Hræfinni bróðir, til að gera skemmtilegt spjall en skemmtilegra.
Hræfinnur bróðir er þeim kostum gæddur að hann meiddi aldrei neinn með skeleggri heimspeki sinni, þó hann kæmi aldrei fram undir nafni og tækist ætíð að fara huldu höfði um spjallheima, þá var hann einn sárfárra sem aldrei misnotaði aðstöðu sína í krafti nafnleysis.
Hræfinnur bróðir gæti þess vegna gætt þetta spjall enn meira lífi en það hefur upp á að bjóða, þó það sé vel lifandi fyrir.
Auk þess legg ég til, að Hræfinni bróðir verði einum veitt undantekning, ég segi og skrifa ,,ALGER UNDANTEKNING" til að koma hér fram án þess að vera undir nafni, eðli málsins samkvæmt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 12 Oct 2014 23:25

Vel mælt Sigurður frá Vaðbrekku
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af sindrisig » 13 Oct 2014 00:29

Eitthvað hefur nú lausagangan í Ameríkuhreppi skroppið í hann Sigurð...
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af petrolhead » 13 Oct 2014 17:09

Higg ég nú að haustlægð ein
hlaupið í Sigurð hafi.
Mikið hefur hún unnið mein
mun þar enginn vafi.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af Morri » 13 Oct 2014 18:24

Já rét er það, hann Hræfinnur mætti alveg vera hérna í þessum hópi, fyrst hann gat verið á hlað spjallinu sáluga, þá ætti hann að þrífast hér líka hehe...


Set inn eina mynd af ref sem tekinn var með .308 núna í september ásamt einum öðrum á sama stað með ellingsenflautunni.... bara til að þráðurinn drepist ekki strax
Viðhengi
CAM03829.jpg
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Oct 2014 18:47

ég bíð eftir Gosa ;-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Ég auglýsi eftir Hræfinni!

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 Oct 2014 19:57

Ég myndi fagna komu Hræfinns. Veit að allmargir fyrrum Hlaðverjar eru komnir hingað. Hræfinnur var að mínum dómi einn af litríkum pennum Hlaðs.
En mér fannst Siggi skjóta alltof hátt yfir markið, með því að stinga upp á nafnleynd áðurnefnds Hræfinns, einkum vegna þess að hann hefur gengið fram fyrir skjöldu um að allir skrifuðu undir nafni. Mér finnst að engin undanteknig ætti að vera þar á.
Kannski ekkert að marka "yfirskot" Sigga, þar sem ég veit að hann skýtur aldrei undir með ofurhraðhleðslunum í 6,5x284 :D
Ég skal verða fyrstur til að fagna komu Hræfinns inn á þennan vef. Trúi ekki ððru en að hann sé maður til að skrifa undir nafni.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara