Síða 1 af 1

30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 01:48
af iceboy
Er einhver sem veit hvar ég fæ skot í 30-30 riffil

Re: 30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 12:13
af Veiðimeistarinn
Ég fékk þau hvergi ef ég man rétt og fékk þau ekki í Ellingsen, en það er kannski ekki alveg að marka, ef ég fæ ekki það sem ég þarf til skotbrölts míns í Ellingsen fæ ég það hvergi, í mínum huga.
Hins vegar fékk ég bæði hylki og dæja í Ellingsen ásamt til-behar og var bara ánægður með minn hlut.
Hleð síðan í hann 30 grs. af N140 púðri með 110 grs. FMJ kúlu (round nose verður hún að vera) og hef þetta 64.5 mm OAL.

Re: 30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 13:21
af iceboy
Já mér sýnist að það þurfi bara að hlaða í þetta, ekki finn ég nein skot í þetta á netinu allavega.

Hvað ræður svona kvikindi við þungar kúlur?
Málið er að ég á 156gr kúlur round nose i 30 cal og er að spá hvort ég geti notað þær

Re: 30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 13:26
af ísmaðurinn
Sæll við eigum Hornady round nose 30-30 skot í Ellingsen!!

Re: 30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 13:31
af iceboy
OK gott að vita af því, ég bara fann þau ekki á síðunni hjá ykkur

Re: 30-30 skot

Posted: 03 Jul 2015 15:30
af Veiðimeistarinn
Jú, þú gerur örugglega notað þessar 156 grs. kúlur í hann Árnmar.
Bergþór hvað eru skotin með þungum kúlum sem þið eigið?

Re: 30-30 skot

Posted: 04 Jul 2015 11:17
af ísmaðurinn
Sæll meistari þær eru 150gr og er interlock kúlann!!