Óskar eftir byssuskáp

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Óskar eftir byssuskáp

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 15:02

Snáðinn hann Emil er að flytja að heiman í smiðjuskúrinn meðal annars (tímabundið).
Þar sem hann er óskaplega lítillátur, feiminn og óframfærinn hefur hann beðið mig um að vera umboðsmaður sinn hér á þessum ágæta spjallvef.
Vegna þessa tímabundna flutnings vantar hann lítinn, ódýran byssuskáp. Svona ef einhver þarf að fara að endurnýja.
Hann sér fyrir sér útbólgna byssuskápa um allt land sem mikil þörf er á að fara að skipta út.
Emil hefur með sér gemsann sinn 894-1838 í smiðjuskúrinn (það er nú meira en orginalinn átti kost á) og biður þá sem luma á svona litlum skáp að hafa samband, hann hljóti að hafa tíma til að svara í gemsann milli þess sem hann tálgar spítukalla!
Viðhengi
IMG_1267.JPG
Mynd úr skúrnum hjá Emil, nei hann er ekki einn, Veiðmeistarinn er hjá honum og 222 Rem.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 18 May 2012 15:39, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Óskar eftir byssuskáp

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 18 May 2012 15:33

Ef enginn er æstur í að losa sig við lítinn byssuskáp þá held ég að Vesturröst séu með besta dílinn.

Sjá : http://www.vesturrost.is/?p=3764 - rétt um 20k ef þetta er ennþá til.

Þar á eftir koma Hlað, sjá http://tinyurl.com/82zm9qy - þarna kostar dýrðin um 34k.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

Svara