Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ef einhverjum vantar stað til að veiða á, eða einhver veit um stað til að veiða á.
Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur
Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Padrone » 06 Sep 2013 15:44

Ég hef lengi velt fyrir mér hver hugsunin sé á bakvið að halda veiðilendum eða upplýsingum um "fjölda" fugla á ákveðnum svæðum LEYNDUM. Þá er ég að tala um staði sem eru ekki almenningur. ;)

Maður sér kannski 20-40 pósta í upphafi hvers tímabils frá nýliðum í skotveiði og stundum aftur og aftur en sárafáir fá nokkurtíman ábendingu né svar. :o Jú stundum kemur þessi hefðbundna rulla "bara hringja/heimsækja bændurnar" en er ekki óþarfi að hringja/heimsækja 120 bændur á ákveðnu svæði ef það er svo enginn fugl.

Vona að þið skiljið hvað ég er að fara með þetta. :|

Endilega deilið ykkar skoðunum á þessu máli :mrgreen:
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Padrone » 06 Sep 2013 15:46

Nema það sé bara enginn sem veit neitt um neitt .......
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Sep 2013 16:38

Mín skoðun er að ég held stöðum sem eru góðir fyrir mig og þar afleiðandi verða þeir góðir áfram.
Veit um of mörg dæmi þar sem einhver sá aumur á nýliða gegn loforði að fara vel með en áður en maðurinn vissi var her manna að skjóta og svo smá pirringur í bónda sem leiddi af sér í einu tilvikinu algjört bann við gæsaveiði en í hinu tilfellinu há peningarupphæð fyrir leigu á ökrunum
Hann hefði betur þagað.
Ég veit alveg klisjuna að dæma ekki heildina af fáum en í þessu tilfelli tek ég ekki sénsin ég hef of fáa góða staði til að vona það besta.
Síðast breytt af Gisminn þann 07 Sep 2013 11:55, breytt 5 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 07 Sep 2013 11:20

Ég næ ekki hvað vandamálið er.
Er eithvað erfiðara fyrir nýliða í dag að kynna sér náttúruna og veiðilendurnar heldur en fyrir 30 árum?
Ætti það ekki einmitt að vera auðveldara núna á tíma upplýsingatækni.
Vilja menn kanski bara fá allt fyrir ekkert?
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Padrone » 07 Sep 2013 12:16

Nei auðvitað er ég ekki að meina fólk sem vill fá allt fyrir ekkert.
Og alls ekkert vandamál ;) bara pælingar um samvinnu og að hjálpa náunganum, hver veit hvort hann geri eitthvað fyrir þig í staðin ;)

Ég er að tala um ef ég kæmi með spurningu hér inn: "Er komin einhver gæs í kringum Kirkjubæjarklaustur?"

Ég er ca 99% viss að enginn myndi svara, jú kannski einn max.

Það sem ég er að ræða er, allt svæðið í kringum Kirkjubæjarklaustur er í einkaeign, ekki rétt ágiskað?

Ok, væri þá ekki betra að fá svör hér, ef einhver veit að það sé komin gæs þar, þá getur maður tekið rúntinn austur og bankað uppá hjá bændum og reynt að fá leyfi.

Og eins og árferðið er í dag þá kostar bara rúntur þangað og tilbaka ca 15.000 kall.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Sep 2013 12:40

Sæll Árni þetta er öðruvísi að mínu mati ég er reyndar fyrir Norðan í A H'ún og þar er nóg af gæs og mér finnst allt í lagi að gefa slíkar uppl enda almennt eðlis en getur hjálpað.
En svona í áframhaldi af þessu. Veiðikortasjóður gefur upp upplýsingar samkvæmt veiðskýrlum hvað mikið af rjúpu veiðist á hverjum landshluta og hvar veiddist mest af rjúpu ? Og hvert helduru að flestir ættli að fara á rjúpu á þessu tímabili.En ég er ekkert hrifin af þessari upplýsingagjöf en skil samt alveg þá sem fara enda ekkert bannað á almenningum en þetta neyddi mig til að fara í smninga um enkalönd sem svo þrengir þá möguleika annara og þá verða einhverjir fúlir að allt sé að verða enka og lokað og leyndó og svo framvegis,
En sem betur fer er enn þannig að kurteis maður sem bankar hjá bónda og ber upp erindi fær í versta falli neitun en boðið kannski uppá kaffi og spjall sem gæti leitt til síðari greiða á báða bóga.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af Padrone » 07 Sep 2013 12:57

Þetta er einmitt það sem ég var að meina ... fullt af gæs í A-Hún.
Nú gæti maður gert sér ferð þangað sem gæti endað í góssi ;).

En ég skil fullkomlega að fólk er ekki að gefa upp leyniveiðistaðina sína sem eru almenningi opinn ;) það myndi ég heldur ekki gera.

Og þó svo maður fái neitun frá einum bónda, sem er bara allt í lagi, þá getur hann aftur á móti leiðbeint manni hvert maður gæti leitað næst.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ólesinn póstur af E.Har » 07 Sep 2013 16:25

Ég hef almennar ráðleggingar, er hættur hinu.
Menn hafa ellt mig á rjúpu og labbað við hliðina á mér.
Anda og skarvaveisvi orðið umsetinn.
Bændur kvartað undan ágangi! Einhverjir keyp mig út og svo frv.

Svo vil ég gefa tjarnir, eða hrepp eða hérað!

Neibb, og allra sýsta á oðnum spjallþráðum! :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara