Þurrkuð Gæs „Jerkey“

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
siggi.otto
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:20 Jul 2010 14:51
Þurrkuð Gæs „Jerkey“

Ólesinn póstur af siggi.otto » 30 Nov 2010 12:04

Hollt og gott snakk, fullt af próteini og góð orka í veiðiferðir.

2,5 kg Gæsabringa skorinn í þunna strimla( ½ sm * 2 sm og lengd að vild).

Marinering:
1/2 c. soyasósa
1/2 c. Púðursykur
1/8 c. Worcestershire sósa
1/2 Hvítlaukur, smátt saxaður
1/2 tsp. Þurrt sinnep
1/4 c. salt
Dash af pipar
3 c. vatn

Öllu blandað samann og strimlarnir marineraðir í 6 - 8 klst í ísskáp.
Hengja strimlanna á ofngrind og setja í bakarofn á blæstri við 100° í klukkutíma, hafa 1-2 tommu op á ofninum. Lækka hitan þá niður í 55-70° og halda áfram í klukkustund fyrir hvern mm sem kjötið er á þykkt í þessu tilfelli (1/2 sm) í 5 tíma.
Einnig er hægt að þurrka og reykja í sérhönnuðum reykofnum, fylgið þá leiðbeiningum framleiðanda.
Þessa sömu aðferð er hægt að nota við nauta og folaldakjöt. Og auðvitað er hægt að nota aðra marineringu, um að gera að prófa sig áfram.

Svara