Hunangs og piparlegin önd

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
siggi.otto
Póstar í umræðu: 2
Póstar:9
Skráður:20 Jul 2010 14:51
Hunangs og piparlegin önd

Ólesinn póstur af siggi.otto » 30 Nov 2010 12:15

Bringur úr 1 til 2 öndum (toppönd)

Nýmalaður pipar 1-2 tsk
Hunang 1 yfirfull tsk
Salt ¼ tsk
Grófmalað salt rétt fyrir steykingu.
Rauðvín 1-2 msk
Timían ¼ til ½ tsk
smjör til steikingar

Aðferð:
Bringurnar eru teknar af skipinu,settar í glæran plastpoka.
Pipar, fínu salti og timíani stráð yfir, hunangið sett ofan í pokann ásamt rauðvíninu, pokinn nánast lofttæmdur og bundið fyrir. Hrært í pokanum í smá stund þannig að hunangið leysist upp í rauðvíninu og kryddið fari um allar bringurnar. Látið marinerast í sólarhring í ísskáp. Ágætt að leifa bringunum að standa við stofuhita 3-4 tíma fyrir eldun. Taka bringurnar úr pokanum klukkutíma fyrir eldun og strá smávegis af nýmöluðum pipar og grófmöluðu salti yfir þær eftir smekk, ekki of mikið samt.
Bringurnar eru svo steiktar í 40-50 sek á hvorri hlið við mikinn hita, nota íslenskt smjör á pönnuna. Hita pönnuna vel upp áður en þeim er skellt á.
Svo er bringunum skellt í eldfast mót smurt með smávegis af smjöri og inn í ofn við 150° í 10 mín. (Medium rear, ekkert blóð samt)
Láta þær jafna sig í 2 mínútur áður en þær eru snæddar.
Gott að nota vökvann sem verður eftir af marineringunni í sósu!

siggi.otto
Póstar í umræðu: 2
Póstar:9
Skráður:20 Jul 2010 14:51

Sósa með öndinni

Ólesinn póstur af siggi.otto » 30 Nov 2010 12:17

Sósa með öndinni

Vökvi sem verður til við marineringu
Læri, lundir, hjarta og annað sem til fellur af fuglinum
Gulrætur
Laukur eða blaðlaukur
Rjómi og vatn
Rauðvín, hvítvín, portvín eða sherry
Sósujafnari
Pipar
Smjörsteiktir sveppir
rjómaostur
Timían
Clar bullion kraftur

Aðferð:
Gulrætur, laukur, læri eða annað sem til fellur af fugli, marineringarvökvinn, smá timían og smá pipar eru sett í pott ásamt 3 dl af vatni og soðið í 20-30 mín, þá sigtað og soðið sett aftur í pott. Blandað við 1-3 dl af rjóma, slettu af víni (1-2 msk) smjörbrúnaðir sveppir settir út í, 1 teningur clar bullion og smávegis af timían, hálf til ein msk rjómaostur, hrært vel og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkað til og jafnvel bætt smá víni út í, sett smátt og smátt sósujafnara og volla sósan er klár.
Bara að gefa sér tíma í sósuna!

Svara