Síða 1 af 1

Ritan

Posted: 20 Feb 2013 01:07
af Fargo
Sælir,

Mín fyrstu skrif á þessum vef hljóða svo, ég hef oft velt því fyrir mér hvernig ritan skildi bragðast. Nú hef ég leitað af uppskriftum án árangurs. Ég ímynda mér að þetta sé fínasti matur en hef ekki enn prófað. Er einhver búinn að smakka, er hún sérstaklega góð eða er hún bara svona skítsæmileg?

Ef einhver lumar á uppskrift endilega deilið henni.

Re: Ritan

Posted: 20 Feb 2013 07:15
af Jón Pálmason
Sæll Diddi.

Veit að hún er veidd og étin í Noregi. Og þykir víst bara herramannsmatur.
Á einhversstaðar norskt blað með uppskrift. Þarf að gefa mér tíma til að finna það við tækifæri.
Ef það tekst skal ég reyna að koma uppskrift til þín.
Hef sjálfur haft áhuga lengi á því að prófa.

Re: Ritan

Posted: 03 Mar 2013 02:26
af Fargo
Glæsilegt, mig grunaði að hún væri fínasti matur. Endilega ef einhver hefur smakkað eða þekkir til, sendið mér svör. Væri alveg til í að kokka þetta. Annars mun ég prófa þetta og læt ykkur þá vita hvernig tekst til.

Re: Ritan

Posted: 03 Mar 2013 11:21
af Jón Pálmason
Sæll.

Fann blaðið. Jakt frá sept 2005. Þar er frásögn af rituveiðum. Norska nafnið á ritu er krykkje. Þeir tala einnig um ,,vindheks''
Í blaðinu er sagt frá því þegar ritan var elduð, en engin uppskrift.
Bringurnar voru teknar og látnar liggja í mjólk áður en þær voru steiktar. Voru sagðar smakkast mjög vel og ekki gefa rjúpnabringum neitt eftir hvað bragdgæði varðaði.

Re: Ritan

Posted: 03 Mar 2013 18:39
af sindrisig
Helvíti er rjúpan hjá þeim sérstök á bragðið...

Mættir endilega láta heyra hvernig tekst til, þegar að því er komið.

Re: Ritan

Posted: 12 Mar 2013 07:22
af Fargo
Já, maður þarf að koma sér af stað. Veiðibann handan við hornið á skarf og ritu. Spurning um að skella sér á morgun.

Læt ykkur vita hvernig smakkast, það er ef ég fer ekki heim með haglabyssuna í rassinum. :o