Eldun á sel?

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 150
Skráður: 02 May 2012 11:15
Staðsetning: Kópavogur

Eldun á sel?

Ólesinn póstur af Padrone » 06 Jul 2013 15:29

Ég er að leita að uppskriftum / eldunar / verkunaraðferðum á sel.
Einnig væri ég til að fá einhverjar hugmyndir hvað hægt er að nýta af selnum? til manneldis eða handa hundunum.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 256
Skráður: 01 Apr 2012 12:35

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af skepnan » 06 Jul 2013 16:33

Sæll Árni, það er hægt að nota allt af selnum eins og flestum öðrum dýrum.
Hér heima var gamla fólkið yfir sig ánægt þegar súrsaðir selshreifar og súrsað selspik var borið á borð.
Ég hef aldrei verið hrifinn af súrmat svo að því sleppti ég alveg, en soðið selkjöt með uppstúf og kartöflum er með því betra sem ég veit. Gripurinn er hlutaður niður og soðinn á beinunum.
Frábært er að taka lundirnar heilar og grilla þær, en eins og með aðra villibráð þá er betra að gegnelda ekki heldur hafa smá "líf" í kjötinu. Með þessu er mjög gott að hafa bernais-sósu og grillað grænmeti eða bara gömlu góðu grænu baunirnar :D
Selkjöt er svolítið eins og hvítlaukur, eins og ég segi alltaf, annaðhvort elskarðu það eða hatar. Það er mjög bragðmikið en fer auðvitað töluvert eftir eldunaraðferðinni. Fyrir þá sem að eru að smakka í fyrsta sinn þá er grillið best.
En þú VERÐUR að blóðga alveg um leið og taka innyflin í burtu sem fyrst til þess að fá gott kjöt. Selurinn lifir á feitum fiski og öðru slíku og þetta er fljótt að smitast út í holdið eftir dauða ef ekki er gætt vel að.
Svo spítirðu auðvitað skinnið og setur upp á vegg eða býrð til jakka Árna Jónssen-style :lol: :lol:

Vonandi svaraði þetta einhverju
Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af gylfisig » 06 Jul 2013 17:37

öööö...èg er nù þegar buinn ad missa lystina eftir þessa lýsingu, og þô borda èg allt nema hrossakjöt. Fyrr skal èg daudur liggja ! :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 150
Skráður: 02 May 2012 11:15
Staðsetning: Kópavogur

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af Padrone » 06 Jul 2013 23:07

Er ekki bara hausinn af nægilega vel blóðgað?
og helst hengja upp á "sporðinum" veit ekki hvað þetta heitir á sel :P
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 256
Skráður: 01 Apr 2012 12:35

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Jul 2013 22:02

Sæll Árni, hausinn af og hengja upp á afturhreifunum dugar alveg prýðilega :D
Gylfi, ég verð að koma við á Húsavík í sumar og grilla fyrir þig kjötloku með folalda- og selkjöti með bernais á toppnum og súrsaða selshreifa með sem snakk, (sumir segja að þetta líti út eins og barnshendur :twisted: ) :lol: :lol:
Ofnsteiktur Svartbakur eða Sílamáfur með frönskum, sósu og salati gæti fylgt með ef vill ;)
Létt pönnusteiktur Marhnútur gæti verið góður forréttur ásamt sviðaskönkum af stórum hrút(meira bragð) :lol: :lol: :lol: Nú eða saltaður Fýll, rorrandi í spikinu eins og þykir herramannsmatur í Mýrdalnum og víðar. :mrgreen:
Ég skal eftirláta þér um eftirréttinn og drykki með herlegheitunum :D :lol: :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af gylfisig » 08 Jul 2013 08:57

Mér sýnist á öllu, að það verði að byrja á drykkjunum :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 150
Skráður: 02 May 2012 11:15
Staðsetning: Kópavogur

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af Padrone » 08 Jul 2013 12:44

...og hafa nóg af þeim ! :D
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Eldun á sel?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jul 2013 21:35

Góðir :lol: :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara