Síða 1 af 1

Stóra bókin um Villibráð

Posted: 03 Oct 2011 00:32
af maggragg
Þessi bók hljómar spennandi og ætti væntanlega heima hjá öllum veiðimönnum. Þessi er kominn á jólabókalistann minn.

Stóra bókin um Villibráð
Nú er Stóra bókin um Villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumann komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Úlfar Finnbjörnsson er ástríðufullur veiðimaður sem hefur brennandi áhuga á að nýta bráðina sem best. Hér er að finna:
Sannkallað alfræðirit
Ómótstæðilegar sælkerauppskriftir
Aðgengilegar leiðbeiningar um verkun og meðferð villibráðar
Gullfallegar ljósmyndir

Úlfar hefur stundum verið nefndur villti kokkurinn, enda fer hann víða og stundar fjölbreytta veiðimennsku auk þess að vera matreiðslumeistari á heimsmælikvarða. Hann er þó sannkölluð fyrirmynd annarra veiðimanna og umgengst náttúruna af sannri virðingu.
Hér töfrar Úlfar fram ljúffenga veislurétti úr kjöti og innmat hreindýra, sjávarspendýra og fleiri fuglategunda sem veiða má á Íslandi. Hann fjallar um hvaðeina sem viðkemur frágangi á bráðinni allt frá því hún er felld; hvernig á að reyta, svíða, hamfletta, úrbeina, búa til kæfur, pylsur, súpur, soð og sósur auk þess að steikja og grilla bestu bitana.
Glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson prýða bókina, bæði af réttunum ásamt skýringarmyndum af helstu verkunaraðferðum. Teikningar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Dominique Plédel Jónsson skrifar kafla um vín með villibráð.
"Allir veiðimenn þekkja töfra veiðanna, Þegar maður og náttúra verða eitt og allir veiðimenn vita að bráðin er einhver sá besti og hollasti matur sem völ er á. Spurningin er hins vegar sú hvernig best sé að nýta bráðina og matreiða. Ef einhver getur svarað þeirri spurningu svo vel sé er það matreiðslumaðurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson."

Sigmar B. Hauksson Formaður Skotveiðifélags Íslands
Bókin er 312. bls. og prentuð í Póllandi í umsjón Prentmiðlunar ehf.

Mynd

Re: Stóra bókin um Villibráð

Posted: 11 May 2012 18:10
af Padrone
Er eitthvað vitað um verðmiðann á þessum grip?
er hann kannski líka aðgengilegur á tölvutæku formi?
(sem væri snilld)

Re: Stóra bókin um Villibráð

Posted: 11 May 2012 20:02
af iceboy
Ég sá hana einhverrstaðar á 9900 kall um daginn, kannski hægt að finna hana ódýrari.
Ég hef það eftir ábyrgum heimildum að hann sé að vinna í annari svona bók en sú bók er um lambakjötið okkar. Sú bók fer örugglega á óskalistann. Þessi bók er allavega snilld