Síða 1 af 1

Reyking á silung.

Posted: 05 May 2012 22:26
af Tf-Óli
Daginn.

Mig langar að forvitnast hjá ykkur sem veiðið og verkið silung og lax, hvar látið þið reykja fiskinn.

Ég verslaði alltaf við Reykás Grandagarði og eftir að annað fyrirtæki tók það fyrirtæki yfir hef ég verið í bölvuðum vandræðum með reykingu.

Ég yrði þakklátur fyrir ábendingar og reynslusögur...
Kv - Óli

Re: Reyking á silung.

Posted: 05 May 2012 23:36
af Gisminn
Reykofninum í Kópavogi ég læt hann reykja fisk og fugl fyrir mig og hefur alltaf verið frábært hjá honum

Re: Reyking á silung.

Posted: 06 May 2012 19:53
af Tf-Óli
Reykofninn. Takk fyrir það.
Ég talaði einverntímann við hann en fannst hann dýr. Þá var ég reyndar með 50 kíló.
Tékka á honum aftur.

Re: Reyking á silung.

Posted: 06 May 2012 19:56
af Gisminn
Já hann er aðeins dýrari en Eðalfiskur sem ég prófaði einusinni fyrir 2 árum og varð fyrir miklum vonbrigðum það var eins og reykingin hafi verið of heit og laxinn soðnað pínulítið. Ekki gott.

Re: Reyking á silung.

Posted: 06 May 2012 22:45
af Tf-Óli
Já Eðalfiskur er ekki alveg málið. Alltaf þegar ég kem þar inn til að eiga viðskipti við fyrirtækið, þá líður mér eins og að ég sé að ónáða fólkið sem vinnur þar.

Re: Reyking á silung.

Posted: 08 May 2012 21:43
af maggragg
Fiskás á Hellu reykir fisk og hef ég ekki heyrt annað en gott um þá. Hef ekki keypt keypt eða látið reykja hjá þeim en grafni laxin hjá þeim er algjört lostæti.