Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Nov 2012 11:20

Ég fór til Steina Maack sem heitir Þorsteinn Pétursson Maack fullu nafni, kjötnaðarmaður á Egilsstöðum en hann hefur úrbeinað hundruði hreindýrsskrokka fyrir hreindýraveiðimenn á undanförnum árum og áratugum.
Það er bara eitt um þá heimsókn að segja, að verkin lofa manninn.
Ég fylgdist með honum úrbeina hreindýrslæri og tók nokkrar myndir og við gerðum svolitlar vísindalegar ransóknir að vanda.
Nýtingin úr lærinu var 60% í hreina vöðva og ef öll notin voru talin saman var nýtingin með hakki og gullash úr lærinu sem var kýrlæri 67% eða 2/3 sem er ansi gott.
En nýting úr tarfalærum er aðeins minni eða sem nemur fituklumpnum ofan á mölunum sem getur orðið ansi þykkur.
Einnig sýndi Steini mér inn í þurrkofninn sinn, þar var hann að þurrka heindýrakjöt sem hann hafði hakkað og blandað í kryddi og fl. sprautaði því síðan úr pylsupressu og gerði strimla sem hann þurrkaði, þetta var virkilega bragðgott, algert lostæti.
Steini hefur gegn um tíðina fylgst með skotsárum eftir kúlugerðum og hvar kúlan kemur í skrokkinn, hann hefur tekið mikið af myndum af skotsárum í kjötinu gegn um tíðina og á orðið mikið safn af þeim.
Það verður vonandi einhverntíman gefið út fræðsluefni um þessi mál og þá er Steini rétti maðurinn til að byggja á varðandi kjötskemmdir eftir kúlugerðum.
Viðhengi
IMG_1676.JPG
Sinarnar renna ljúflega af vöðvunum í höndunum á Steina.
IMG_1699.JPG
Meistarinn Þorsteinn Pétursson Maack að störfum.
IMG_1700.JPG
Lærið allt, vöðvarnir 60%
IMG_1674.JPG
Þannig lítur snakkið í þurrkofninum út, girnilegt í meira lagi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af skepnan » 18 Nov 2012 12:31

Sæll Sigurður, það er gott að byggja upp matarlistina með því að skoða myndina af "snakkinu" :D
Þetta hlýtur að bragðast vel.
En það væri frábært ef enhver myndi leggja út í það verkefni að setja þetta saman í bók eða gagnasafn, hvernig mismunandi kúlur fara með kjötið osfr...
Svo að hægt væri að fletta því upp að ef ég er með svona kúlu, þá má búast við svona skemmdum og best er að hitta dýrið þarna.
Það væri háhugaverð viðbót við "grúsk-katagoríuna" hjá manni.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 19 Nov 2012 21:03

Hann hefur verkað fyrir mig hreindýr tvisvar sinnum. Algjörlega frábær vinna hjá honum.
Ég væri til í að splæsa í þurkað hreindýrakjöt fyrir jólin 8-)
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Björninn » 21 Nov 2012 11:39

Væri gaman að smakka þetta snakk. Er hægt að kaupa það einhvers staðar, eða gerir hann þetta bara fyrir eigendur kjötsins?
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Nov 2012 11:55

Björn, hann gerði þetta fyrir eiganda kjötsins, en það er varla nokkuð því til fyrirstöðu að hann mundi gera þetta fyrir þig ef þú átt hreindýrahakk til að láta hann meðhöndla.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Björninn » 21 Nov 2012 14:37

Nóg til af hakki. Kannski maður hafi samband við hann.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Úrbeinig og vinnslumöguleikar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Nov 2012 14:41

Það er örugglega allt í lagi að hafa samband við hann Þorstein, ég held að hann hafi engan bitið, síminn hjá honum er 893-2326.
Ég smakkaði þetta hjá honum, þetta er virkilega gott :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara