Síða 1 af 1

Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 17:29
af maggragg
Verð með litla villibráðaveislu á morgun og var að græja anda og gæsabrigur fyrir reyk, ásamt því að prófa útgáfu af gæsajerky.

Hef svo tvær heilar endur sem ég á eftir að gera eitthvað við, nokkrar andabringur og læri, tvær gæsabringur og hreindýralæri. Stefni á svona tvo andarétti, einn gæsarétt og eina hreindýrasteik ásamt reyktum bringum og jerky.

Hugmyndirnar núna eru andabringur með appelsínusósu, eitthvað með heillri önd, gæsabringur með salti og pipar og hreindýrasteik með púrtvínssósu. Hef aldrei eldað hreindýr áður, en er það ekki svipað og naut þegar kemur að eldamennsku?

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 17:48
af skepnan
Sæll Magnús, ég hef alltaf eldað hreindýr eins og aðra villibráð þ.e. ekki of mikið.
Í villibráðarbókinni hans Úlfars er mönnum sagt að nota kjöthitamæli og forðast það að hafa hreindýrakjöt (well done) 65-68°C
Í þeirri bók eru góðar leiðbeiningar um eldunaraðferðir og munnvatnsaukandi uppskriftir :roll:

Kveðja Keli

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 17:52
af maggragg
Takk Keli, er einmitt að renna í gegnum bókina. Hrikalega mikið af flottum uppskriftum. En ég þori ekki öðru en að nota kjöthitamæli í þessu. Þetta er semsagt svipað og naut, nema má ekki verða well done :) Hlakka til að smakka púrtvínssósuna til ...

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 21:43
af iceboy
Gangi þér vel með villibráðarveisluna Magnús.

Ég er búinn að nota svoltið af uppskriftum úr bókinni góðu og líkar mjög vel....en það er eitt sem mér finnst og það er að það er i sumum uppskriftunum notað full mikið af bragðsterkum kryddum.

ég hef gert t.d skarfapulsurnar og hreindýra mousse og í báðum þessum uppskriftum er krydd sem heitir majoram ( man ekki nákvæmlega hvernig það var skrifað en þetta er í áttina) ég veit allavega að næst þegar ég geri þessar uppskriftir þá helminga ég þetta krydd því það er bragðmikið krydd og verður full yfirgnæfandi og það er eitthvað sem þarf ekki að vera þegar við erum með gott hráefni.

Þetta er bara mín upplifum af annars mjög góðri bók, en svo er smekkur manna að sjálfsögðu mismunandi

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 22:41
af Gisminn
Þetta var góð ábending Árnmar Íslenska villibráðin er það bragðgóð að það á ekki að fela bragðið með sterkum kryddjurtum.
Og gangi þér vel með veisluna.

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 22:53
af maggragg
Takk fyrir, verð spenntur að smakka á reyktu bringunum, sérstaklega andabringum, en þær hef ég ekki smakkað áður reyktar :)

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 23:15
af iceboy
Reyktar andabringur er algjört snilld.

Hvernig reykofn ertu með?

Hversu lengi reyktiru þær og hvernig saltaru og kryddar þær?

Ég er alltaf að bæta í uppskriftabankann enda hef ég mjög gaman af að elda

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 23:20
af Stebbi Sniper
Sæll Maggi...

Ég hef tekið lærabitana af hreindýrinu og snögg steikt þá á svona grillpönnu (kemur mjög falleg áferð) við frekar háan hita. Þegar steikin er orðin vel brúnuð að utan er henni skutlað í ofnin og kjarnahitamælir stungið sirka í miðja steikina og hún hituð í eldföstu móti upp í 58° svo tek ég hana út og læt hana standa í 5 - 10 mín áður en hún er skorin... Svo nota ég bara salt og pipar til að krydda með.

Þetta er uppskrift að steik sem bráðnar í muni... Ekki fyrir þá sem ekki þola rautt kjet... Well done hreindýrasteik myndi ég drekkja í rabbabarasultu eða henda og panta Pizzu... :lol:

Gæsabringur finnst mér gott að hita upp í 72° annars er bókin hans Úlfars náttúrulega biblían í villibráðarsteikum...

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 23:28
af maggragg
Takk fyrir þetta, já líst vel á þetta með hreindýralærið, þetta er eins og lýst er í bókinni :) Maður á eftir að svitna við að útbúa nokkra rétti á morgun í einu hehe.

Ég setti bringurnar í saltpækill, ásamt smá sykri í tæpa 5 klst. Skolaði svo allt af þeim, svo kryddaði ég þær með Villibráðakryddi úr bónus og skellt í reykin og eru þær þar núna.

Uppskriftina fekk ég hjá Guðmundi Bjarnasyni dýralækni en ég fekk að smakka svona líka geggjað góða gæsabringu hjá honum um daginn :) Ég læt vita hvernig til tekst. Kannski hendi ég inn fyrirspurn ef ég lendi í vandræðum, sýnist að það sé nóg að fróðleik hér að fá :)

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 19 Dec 2012 23:35
af maggragg
Verður maður ekki að taka andabringurnar fyrr út úr reyknum en gæsabrigurnar þar sem þær eru mun minni?

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 21 Dec 2012 20:57
af maggragg
Veislan heppnaðist líka bara svona vel. Skar aðeins niður með réttina og endaði með fyllta önd, gæsabringur í appelsínusósu og gæsabringu með villibráðasósu. Virkilega vel heppnað

Reyktu bringurnar komu hrikalega vel út, en hefði mátt hafa andabringurnar aðeins styttra í salti, en þær voru í saltara lagi, en þvílík snilld sem þær voru mmmm. Takk fyrir fróðleikinn hér! Núna er bara að þróa þetta áfram og mastera þetta :)

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 21 Dec 2012 21:18
af Gisminn
Hver sá um reykinguna ? ég hef alltaf skipt við reykofninn í kóparvogi sama hvaða bráð ég er með.

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 21 Dec 2012 21:22
af maggragg
Ég var bara að reykja þetta sjálfur í Mini-chief reykofni úr Ellingsen sem ég fekk í afmælisgjöf frá systkynum mínum. Geri ráð fyrir að það taki mann smá tíma að læra inná ofninn, en vonandi verð ég orðinn fær í þessu fljótlega :)

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 21 Dec 2012 21:29
af Gisminn
Svoleiðis :-) þá ertu góður fyrst þú klikkaðir bara á öndini ;) En ég samgleðst eð veisluna :)

Re: Villibráðaveisla undirbúin

Posted: 21 Dec 2012 23:47
af Björninn
Flott veisla, en finnst magnað að Ellingsen geti leyft sér að selja svona ofn á 45 þúsund kall. Sami ofn kostar 90 dollara í Ameríkunni. :shock:

http://www.sportsmanswarehouse.com/spor ... /cat101725