Gæsalæri með Sigmar B í huganum

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Gæsalæri með Sigmar B í huganum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 30 Dec 2012 16:29

Fyrir nokkrum vikum tók ég mig til og hægeldaði gæsalæri. Fram til þessa hafa læri ekki verið eftirsótt til átu á mínu heimili.
Aðferðin sem ég notaði er einföld og kryddið er salt og pipar. Gæsalærin brúnuð á pönnu við háan hita svona rétt til að loka og fáfallega áferð.

Samkvæmt uppskrift sem ég hafði undir höndum var gert ráð fyrir því að lærin séu hægelduð í andafitu. Það hafið ég ekki til ráðstöfunar og eftir á að hyggja sé ég það fyrir mér að til að hylja slatta af lærum þarf umtalsvert magn af andarfitu.
Það sem ég notaði í staðinn er Íslenskt smjör og matarolía ca. til helminga ásamt vökva og smjörlíki sem féll til við steikinguna. Öllu skellt í glerfat og álpappír yfir og inn í ofn á 60 yfir nótt.

Um morguninn var tekinn prufa og ekki var ég sáttur og gaf ég mér það að hiti yrði að vera eilítið hærri. Kjötið var eldað og bragð gott en ekki alveg laust frá beinum. Hiti var þá hækkaður í 70 látið malla einhverja klukkutíma en. Þá kom það eins og ég hafði væntingar um. Kjötið rann af beinum og lak í sundur við fyrstu tuggu. Dóttir mín sem er 7 ára veitti dygga aðstoð við að úrbeina lærin og tollaði grimmt og var gráðug í afurðina.

Þessi læra tilraun átti að vera svona með öðru og fyrst og fremst gert til gamans.
Þetta líkaði öllum gestum vel og fór svo að önd, svartfugl, gæsabringur og lambalæri urðu undir í samkeppni við þessa með afurð.
Lærin voru sinadregin áður en þau voru elduð og vandað til verka. Þetta tekur allt sinn tíma og má segja að þar sé komin framlenging á góðum veiðitúr. Og að sjálfssögðu bætir í ánægjuna að hafa eina sjö ára með í eldhúsinu sem tekur þátt og gleðst svo yfir því sem úr ofninum kemur.

Nú svo er það nú þannig að í huganum er ég búinn að hluta í sundur gæs svona á svipaðan máta og kjúlla. Og brúna á pönnu og hæg elda svo í ofni á svipaðan hátt og lærin. En úr því sem komið er þá verður það verkefni að bíða þess að gæsir falli aftur að hausti komandi sem er rétt ókomið.

Oftar en ekki er það svo að við tökum samferðamönnum okkar sem sjálfgefnum hlut og sumir menn hafa skapað sér þannig sess að okkur finnst eins og þeir hafi alltaf verið til staðar og án þess að við tökum eftir því má móta þeir samtímann. Stundum umdeildir eins og allir gerendur en þegar tími þeirra er á enda áttum við okkur betur á því sem þeir skilja eftir.

Einn þessara manna var Sigmar B Hauksson og mín kynslóð og þeir sem yngri eru höfum alist upp með Sigmari á ein eða annan hátt. Karlinn var brautryðjandi í því að koma okkur skotveiði mönnum upp úr skurðunum og inn í eldhús. Jafnframt var Sigmar ötull baráttumaður og kom víða við í sínum störfum og áhugamálum.

Nú er það svo að þegar ég átti stund með sjálfum mér og settist niður við lyklaborðið til að deila með ykkur vel heppnuðu tilraunaverkefni í eldhúsinu þá sækir karlinn að mér og ég átta mig að því að þaðan er grunnurinn og áhuginn á eldun villibráðar kominn. Sigmar var á undan sinni samtíð með flest og má segja að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Sigmar var einn af upphafsmönnum margmiðlunar á Íslandi. En á þeim tíma var hugtakið óþekkt því að Sigmar var að móta samfélagið með störfum sínum í útvarpi, sjónvarpi, stjórnmálum og síðast en ekki síst með því að gera mig og vonandi fleiri að betri náttúru unnendum og veiðimönnum.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Gæsalæri með Sigmar B í huganum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 16:39

:D :( :D :( ;)

Hanns er saknað.
Verður jarðsunginn í Hallgríms á föstudag að kaþólskum sið.

Hann var að vinna að gerð myndbands um villibráð nýtingu og matseld.
Því verður haldið áfram.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara