Fréttir af félaginu 17.01.2011

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Fréttir af félaginu 17.01.2011

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Jan 2011 14:51

Sælir félagsmenn

Það er kominn tími á að senda póst um stöðu mála en lítið hefur heyrst af félaginu. Það hefur þó allt verið á fullu eða eins og hægt er miðað við aðstæður. Hvað varðar skotsvæðið má segja að það standi á byggingaryfirvöldum í héraðinu þar sem aðalskipulagið stöðvaðist í ferlinu og er búið að vera stopp síðan síðaðst vor og því ekki hægt að framkvæma neitt á svæðinu og á þetta við um fleirri aðila í héraðinu. Hinsvegar er allt annað orðið klárt eða að verða klárt sem hægt er að gera til að undibúa fyrir uppbyggingu svæðisins.

Við erum komin með starfsleyfi frá Lögreglustjóra og og önnur leyfi sem ekki krefjast deiliskipulags eins og frá heilbrigðiseftirlitinu en við getum auðvitað ekki fengið deiliskipulag samþykkt ef ekki er búið að samþykkja aðalskipulag. Af aðalskipulaginu má þó segja að svæðið var samþykkt á aðalskipulaginu á sínum tíma og fór í gegn án athugasemda en aðalskipulagið stoppaði svo eins og áður sagði.

Við stefnum að því á næstu vikum að hefjast handa við að smíða skúrana utan um leirdúfukastarana þannig að hægt verði að flytja þá að mestu tilbúna þegar öll leyfi verða komin í höfn.

Það fer einnig að styttast í aðalfund félagsins þótt engin dagsetning sé kominn ennþá en eitt af málefnunum sem verður tekið fyrir er hvort að Skotfélagið Skyttur sækji um aðild að Héraðssambandi Skarphéðins eða HSK og verði þannig aðili að Skotsambandi Íslands. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta málefni en það er umræða um þetta á spjallsíðu félagsins.

Ég hvet svo alla félagsmenn og áhugamenn um félagið að skrá sig hér á spjallsíðu félagsins en fréttir af félaginu munu í framtíðinni koma hér inn en aðeins skráðir félagsmenn munu fá tölvupóstinn framvegis. Einnig er gott að menn geti komið malefnum á framfæri á síðunni sem tengjast félagsstarfinu eða bara allt sem tengið okkar áhugamálum. Síðan er á íslensku og hægt er að tengja notendaaðganginn við facebook og einnig erum við með hóp á facebook sem heitir Skotfélagið Skyttur.

Ég hvet ykkur til þess að hafa samband ef þið hafið spurningar um félagið eða eitthvað tengt því í tölvupósti: skotfelag@skyttur.is eða hér á spjallsvæðinu.

Kv.
Magnús Ragnarsson
Ritari
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara