Lög félagsins 24.03.2011 [Ógild]

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Lög félagsins 24.03.2011 [Ógild]

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Mar 2011 13:53

Núverandi lög félagsins: starfsemin/log-felagsins-23-02-2012-t209.html

[center]Lög fyrir Skotfélagið Skyttur.[/center]

[center]1.gr.

Nafn félagsins er Skotfélagið Skyttur. Starfsvettvangur Skotfélagsins er Rangárvallasýsla og varnarþing þess sömuleiðis.

2.gr.

Tilgangur félagsins er þessi:
1. Að vinna að eflingu skotíþróttarinnar.
2. Að koma upp sem bestri aðstöðu til skotiðkunar fyrir félagsmenn
3. Að kenna meðferð skotvopna og vinna gegn ógætilegri notkun þeirra.
4. Að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um þau grundvallarréttindi skotíþróttamanna að þeim sé heimilt að eiga og nota þau skotvopn sem ætluð eru til hverskonar íþróttaiðkunar í heiminum
5. Að stuðla að bættri veiðimenningu.

3.gr.

Félagsmenn geta þeir orðið sem óska aðildar með skriflegri umsókn, enda samþykki stjórnin umsókn á fundi sínum. Stjórninni er heimilt að vísa inntökubeiðnum til ákvörðunar félagsfundar.. Félagar teljast þeir einir sem sem greitt hafa inntökugjald og árgjald.

4.gr.

Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins og skal upphæð þess ákveðin á aðalfundi.
Gjaldagi árgjalda er 15. apríl og greiðist þá árgjald fyrir það ár.
Auk árgjalds skal hver nýr félagsmaður greiða inntökugjald sem ákveðið skal á aðalfundi og skal inntökugjaldið greitt um leið og inntökubeiðni er lögð fram. Nýr félagsmaður skal ekki greiða inntökugjald og ekki árgjald fyrr en á sínu 18. ári. Nýr félagsmaður þarf ekki að greiða inntökugjald sé maki hans fyrir í félaginu.
Greiði félagsmaður ekki árgjald innan tveggja mánaða frá útgáfu innheimtuseðla og eigi jafnframt ógreitt árgjald sitt frá fyrra ári, skal taka hann af félagaskrá, nema meirihluti stjórnar ákveði annað með hliðsjón af sérstökum aðstæðum.
Hafi félagsmaður ekki greitt áfallið árgjald sitt fyrir aðalfund missir hann atkvæðisrétt og kjörgengi á þeim fundi ásamt öðrum félagsréttindum.
Hafi félagsmaður verið langdvölum utan félagssvæðis, er stjórninni heimilt að fella niður árgjald hans.
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og miðast við áramót.

5.gr.

Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eigum félagsins þótt hann hverfi úr félaginu eða félaginu verði slitið. Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins með öðru en gjöldum sínum.

6.gr.

Félagsmönnum ber skylda til að hlýta umgengis-og siðareglum sem stjórnin setur á æfingasvæði félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot á settum reglum.

7.gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn sem kjósa skal sameiginlega á aðalfundi til eins árs í senn. Falli atkvæði jafnt skal hlutkesti ráða. Kjósa skal formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, auk þess skal kjósa tvo menn í varastjórn.. Stjórnin hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins milli aðalfunda. Heimilt er stjórn að skipa nefndir til að annast afmörkuð verkefni. Í allar fastar nefndir skal kjósa á aðalfundi. Stjórn félagsins skal setja reglur um æfingatíma, ásamt sérstökum reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum félagsins og er félagsmönnum skylt að hlíta þeim.

8.gr.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert. Boða skal til aðalfundar á tryggilegan hátt með tilkynningu til allra félagsmanna með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Dagskrá skal fylgja aðalfundarboði auk tillagna til lagabreytinga ef einhverjar eru. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn í tæka tíð þannig að unnt sé að kynna þær í aðalfundarboði. Formaður félagsins skal setja aðalfundi og stjórna þeim eða tilnefna fundarstjóra.. Heimilt er að vera með skriflegt umboð annars félagsmanns á aðalfundi. Atkvæðisrétt á fundum félagsins hafa allir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Til almennra félagsfunda skal boða þegar stjórn þykir ástæða til eða átta félagsmenn senda skriflega beiðni þar um og tilgreina fundarefni og skal þá boða til fundar eins fljótt og auðið er.

9.gr.

Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
1) Fundarsetning.
2) Fundarstjóri kosinn.
3) Fundarritari kosinn.
4) Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.
5) Skýrsla stjórnar.
6) Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
7) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
8) Umræður um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
9) Árgjald ákveðið.
10) Lagabreytingar.
11) Stjórnarkosning samkvæmt 7. gr.
12) Kosning formanna fastanefnda.
13) Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
14) Önnur mál.
15) Fundargerð lesin.
16) Fundarslit.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Aðalfundur getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

10.gr.

Formaður skal boða stjórnarfundi og eru þeir lögmætir ,er til þeirra er boðað með minnst tveggja daga fyrirvara og minnst fjórir stjórnarmenn að varamönnum meðtöldum eru mættir enda hafa allir stjórnarmenn verið boðaðir til fundarins. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórninni ber skylda til að halda minnst einn félagsfund ár hvert.

11.gr.

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta atkvæða. Verði félaginu slitið skal sjóðum þess og eignum ráðstafað af stjórn félagsins.

12.gr

Lög þessi öðlast þegar gildi.
12.02.2009
Breytt á aðalfundi: 24.03.2011[/center]
Viðhengi

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara