Deiliskipulag staðfest

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Deiliskipulag staðfest

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jul 2011 19:20

Á 22. fundi Hreppsnefndar Rangarárþings Ytra var deiliskipulagið staðfest. Frestur til að leggja inn athugahugasemdir rann út þann 24. Maí síðasliðinn. Ein athugasemd barst og voru það áhyggjur vegna hávaða á þeim bæjum sem stóðu næst ásamt órökstuddum fullyrðingum um að skotsvæðið myndi hafa neikvæð áhrif á búfé á svæðinu og að tamningamenn yrðu í hættu ásamt fleirru sem var tiltekið en varðaði einkaréttamál og annað. Þetta mál var fyrst tekið fyrir hjá skipulagsnefnd í lok maí og var því vísað til sveitarstjórnar Rangarþings vegna þessarar athugasemdar. Þar var afgreiðslu málinu frestað og beðið um frekari gögn vegna hljóðmengunar. Fengum við Vinnueftirlitið til að gera hljóðmælingar sem voru mjög jákvæðar. Var í framhaldi niðurstöðum mælinga og greinargerð skilað inn til sveitarstjórnar sem tók málið fyrir í dag og var deiliskipulagið samþykkt.

Tekið úr fundargerð þann 07.07.2011:
Skotfélagið Skytturnar; Greinargerð vegna fyrirhugaðs skotsvæðis á Geitasandi, dags. 5. júlí 2011.

Í greinargerðinni kemur m.a. fram að þann 22.júní síðastliðinn mældi Vinnueftirlit ríkisins að beiðni Skotfélagsins Skyttur hljóðstyrk frá fyrirhuguðu skotsvæði þegar hleypt var af haglabyssu annarsvegar og riffli hinsvegar. Notaður var riffill af 7mm REM Magnum kaliberi sem er með stærstu kaliberum sem leyfð eru á Íslandi. Haglabyssan var af sömu hlaupvídd og haglabyssur sem notaðar eru í skotíþróttum. Skotið var með báðum byssunum í fyrirhugaða skotstefnu skotsvæðisins. Engar hljóðvarnir voru til staðar á skotsvæðinu. Eins og kemur fram í meðfylgjandi skýrslu frá Vinnueftirlitinu er hljóðstyrkur 120 db fimm metra til hliðar við riffilinn og því áætlaður hljóðstyrkur um 150 db við hlaupenda. Í deiliskipulagi fyrir skotsvæðið er gert ráð fyrir að hljóðstyrkur við hlaupenda sé 160 db og ekki gert ráð fyrir áhrifum landslags og skotstefnu á hljóðstyrk með það að leiðarljósi að á engan hátt sé verið að draga úr umhverfisáhrifum frá skotsvæðinu. Mælingar Vinnueftirlitsins sýna að skotstefna og landslag hafa afgerandi áhrif til lækkunar á hljóðstyrk miðað við hljóðkort í deiliskipulaginu og með frekari aðgerðum sem fyrirhugaðar eru mun draga enn meira úr hljóðstyrk frá skotsvæðinu. Geta má þess að þegar mælt var næst Minna Hofi þá heyrði mælingarmaðurinn ekki skothvellinn þó mælitækið næmi hann. Ljóst er samkvæmt mælingum Vinnueftirlitsins og fyrirhuguðum aðgerðum til hljóðvarna að hljóðstyrkur frá skotsvæðinu mun verða undir viðmiðunarmörkum.

Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Skotfélaginu Skyttur á fundi sínum 2. september 2010 sbr. bókun fundargerðar:

„Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir skotsvæði á umræddu svæði með fyrirvara um athugasemdarlausar umsagnir annarra umsagnaraðila“

Á sveitarstjórnarfundi 7. apríl 2011 var deiliskipulagstillagan samþykkt til auglýsingar. Byggingar- og skipulagsfulltrúi vann þá að grenndarkynningu samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar.

Fram komu athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eftir auglýsingu og á sveitarstjórnarfundi 9. júní 2011 var eftirfarandi m.a. bókað:

„Fram hafa komið athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eftir auglýsingu og er það ljóst að ekki er sátt um hana og alvarlegar athugasemdir gerðar er varðar hljóðmengun.

Hvað varðar athugasemdir landeigenda tekur sveitarstjórn ekki afstöðu til eignarhalds á svæðinu eða hvernig það er til komið. Þá vill sveitarstjórn benda á að skotsvæðið er innan afgirts landgræðslusvæðis og það sé því ekki almennt útivistarsvæði.

Vegna athugasemda landeigenda varðandi hugsanleg áhrif hávaðamengunar á skepnur þá vill sveitarstjórn fá frekari gögn um hljóðstig við jarðamörk. Því beinir sveitarstjórn því til Skotfélagsins að skila inn ítarlegri gögnum hvernig staðið verði að mótvægisaðgerðum varðandi hljóðvist svæðisins.

Tillaga um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu málsins þar til frekari gögn liggja fyrir.

Samþykkt með 6 atkvæðum einn situr hjá (ST).“

Með ýtarlegri greinargerð frá Skotfélaginu fylgir skýrsla frá Vinnueftirlitinu með niðurstöðum hávaðamælinga við skotsvæðið á Rangárvöllum, unnin fyrir Skotfélagið Skyttur, dags. 22. júní 2011.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum við deiliskipulagið.

Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulag fyrir skotsvæði Skotfélagsins Skytturnar á Geitasandi í Rangárþingi ytra.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara