Tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund 23.02.2012

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund 23.02.2012

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Jan 2012 23:39

Hér eru þær lagabreytingar sem lagðar verða fyrir aðalfund Skotfélagsins Skyttur þann 23.02.1012

Lagt er til að við 2. grein bætist nýr töluliður, nr. 1 og hljóðar hann svo "Að stunda iðkunn skotíþrótta og bogfimi"

Myndi þá 2. grein hljóða svo í heild sinni:
2.gr.

Tilgangur félagsins er þessi:
1. Að stunda iðkunn skotíþrótta og bogfimi.
2. Að vinna að eflingu skotíþróttarinnar.
3. Að koma upp sem bestri aðstöðu til skotiðkunar fyrir félagsmenn
4. Að kenna meðferð skotvopna og vinna gegn ógætilegri notkun þeirra.
5. Að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um þau grundvallarréttindi skotíþróttamanna að þeim sé heimilt að eiga og nota þau skotvopn sem ætluð eru til hverskonar íþróttaiðkunar í heiminum
6. Að stuðla að bættri veiðimenningu.

Varðandi breytingar á 2. gr.

Gerðar voru athugasemdir við þessa grein af ÍSÍ en samkvæmt grein 5.2.a í lögum ÍSÍ þarf félag að hafa iðkun íþrótta á stefnuskrá sinni og var bent á að ákvæði um slíkt þyrfti að bæta inn í lögin. Hefur þetta ekki nein teljandi áhrif önnur en þau að það er skýrara en áður að félagið hafi það markmið að stunda skotfimi sem íþrótt. Einnig er talið gott að bæta inn í þetta orðinu bogfimi en það er íþrótt sem er innan raða ÍSÍ og þótt hún eigi margt sameiginlegt með skotfimi þá telst hún ekki skotíþrótt. Þetta mun því tryggja það að félagið geti orðið sterkt íþróttafélag á því sviði gerist það að félagsmenn vilji stunda bogfimi einnig.


Lagt er til að 3. grein verði breytt og hljómi svo:
3. gr.

Félagsmenn geta þeir orðið sem eru íslenskir ríkisborgarar.
Erlendir ríkisborgarar geta orðið félagar í Skotfélaginu Skyttur, séu þeir búsettir hér
á landi. Um inntöku þeirra gilda sömu reglur og um íslenska ríkisborgara.

Varðandi breytingar á 3. gr.

Gerðar voru athugasemdir við þessa grein af ÍSÍ en samkvæmt grein 5.2.c í lögum ÍSÍ þarf félagsaðilda að vera opin og mega ekki vera aðrar hindranir á inngöngu í íþróttafélag en ytri aðstæður s.s. þjálfunaraðstæður. Ekki má skilyrða félagsaðild með samþykki stjórnar. Ekki er talið að þetta hafi veruleg áhrif á störf félagsins. Í 6. gr. núverandi laga er kveðið á um að félagsmönnum ber að fylgja umgengnis og siðareglum og við ítrekuð brot á þeim reglum má vísa mönnum úr félaginu. Ekki er talið réttlætanlegt og samboðið íþróttafélagi að velja og hafna inn í félagið.

Lagt er til að 3. gr. verði breytt á þann hátta að á eftir orðinu "hlýta" í 1. mgr. kemur "öryggis, " en málsgreinin verði annars óbreytt. Aftan við orðið "ítrekuð" í 2. mgr. bætist við "og/eða stórfelld". Fyrir aftan 2. mgr breytist punktur í kommu og þar komi "enda hafi aganefnd fjallað um brotin og gefið stjórninni umsögn sína um þau.


Varðandi breytingar á 6. gr.

Þessi breyting er gerð með það í huga að skýrt sé að brot á öryggisreglum geti varðar brottvísun úr félaginu. Gert er ráð fyrir því að það gilda öryggisreglur og svo siða og umgengnisreglur saman eða í sitt hvoru lagi. Jafnframt er því bætt við að ef um stórfellt brot sé að ræða, sé ekki skilyrði um að þau séu ítrekuð. Jafnframt verði bætt inní að aganefnd fjalli um mál áður en stjórn víki mönnum úr félagi og er það til að tryggja sanngjarna málsmeðferð ef menn brjóta gildandi reglur.


Lagt er til að í 8. grein verði 4. mgr. breytt á þann veg að hún sé svohljóðandi: " Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn í síðasta lagi einni viku fyrir boðaðan aðalfund."

Varðandi breytingar á 8. gr.

Ábendingar kom frá ÍSÍ um að þetta væri ekki nógu skírt í núverandi lögum en enginn annar frestur var gefinn en í "tæka tíð". Með þessu ákvæði er félagsmönnum gefin kostur á að koma með tillögur að lagabreytingum allt að viku fyrir boðaðan aðalfund, enda sé til hans boðað með tveggja vikna fyrir vara. Þannig er hægt að auglýsa tillögurnar áður en menn mæta til aðalfundar.


Fram komu athugasemdir frá Ungmennafélagi Íslands um ákvæði sem sett var í lögin á síðasta fundi "heimilt er að vera með skriflegt umboð annars félagsmanns á aðalfundi" og vildi laganefndin benda á að það væri ekki algengt í félagalgöum að félagsmenn fari með meira en eitt atkvæði á aðalfundi. Verður hægt að kjósa um hvort félagsmenn eru sammála þessu áliti og vilji þetta ákvæði í burt. Ekki verður frekar fjallað um það hér

Frestur til að skila inn tillögum að lagabreytingum rennur út fimmtudaginn 16. febrúar. Ef fleirri tillögur verður skilað inn verða þær auglýstar á vefsíðu félagsins, hér og á facebook ásamt því að félagsmenn fá þær sendar í tölvupósti
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara