Síða 1 af 1

Námskeið í leirdúfuskotfimi 27. og 28. maí

Posted: 23 May 2014 16:19
af maggragg
Námskeið í leirdúfuskotfimi
27. og 28. maí næstkomandi verður haldið námskeið í leirdúfuskotfimi á skotæfingasvæðinu Geitasandi.
Námskeiðið er haldið frá kl. 18:00 - 21:00 bæði kvöldin og er farið yfir grunnatriði í haglabyssuskotfimi.
Kennari verður Jóhann Norðfjörð en hann er með D þjálfararéttindi frá Alþjóða skotsambandinu.
Verð fyrir námskeiðið er 5.000 kr. Stakur hringur (25 leirdúfur) kostar 500 kr. fyrir félagsmenn skotfélagsins og 1.000 kr. fyrir aðra. Takmarkað pláss.

Einnig verður haldið námskeið í riffillskotfimi með veiðirifflum, 3. júni og 12. júni milli kl. 17 og 21 en það er sérstaklega ætlað þeim sem hyggjast taka hreindýrapróf í ár. Frekari upplýsingar á http://www.skyttur.is.

Skráningar á skotfelag@skyttur.is eða í síma 868-0546 og einnig má nálgast frekari upplýsingar á http://www.skyttur.is/

Sjá einnig á