Skotprófin byrjuð

Almennt um starfsemi skotfélagsins
iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Skotprófin byrjuð

Ólesinn póstur af iceboy » 07 May 2015 10:13

Þá er ég búinn að ríða á vaðið með skotprófin hjá skyttunum fyrir komandi hreindýravertíð.

Ég mætti í gærkvöldi til Magga í skítakulda og þó nokkrum vindi, djöfull var kalt.

Það var þó ekki látið á sig fá heldur vorum við 3 sem tókum próf, ég, frúin og mágur minn og er skemmst frá því að segja að við erum öll tilbúin fyrir haustið :)

Nú er bara að vona að "fallprósentan" haldist eins og hún er hjá skotfélaginu núna 8-)
3 próf, öll staðin, bara eins og þetta á að vera.

Ég ætla að þakka Magga fyrir að koma og græja þetta með okkur
Ein af ástæðum þess að ég fór í þetta skotfélag til að taka prófið en ekki einhver af þessum sem erum nær mér er að mér finns aðstaðan þarna góð til þess að taka prófið og svo hitt að með þessu þá erum við búin að styrkja þetta ákveðna skotfélag um 12 000 kr
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotprófin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 May 2015 10:54

Til hamingju með þetta Árnmar.
Já ég veit um marga sem fara austur á skotsvæði Skyttana vegna frábærrar þjónustu og góðrar aðtöðu þar.
Hvernig er það, eru engar myndir eða grobbsögur af árangrinum Árnmar??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skotprófin byrjuð

Ólesinn póstur af iceboy » 07 May 2015 11:12

Já það er góð þjónustan þar

Nei það er nú ekkert til þess að grobba sig af þessi árangur, enda svo kalt að manni var farið að verkja í neglurnar, það beit eitthvað svo agalega þessi vindkæling, enda greinilega ekki komið sumar enþá.

En get svosem sagt frá því að frúin tók æfingu í fyrrakvöld með rifflinum, þá var hlýrra og nokkurnveginn logn. Ætli það séu ekki skot 10 til 15 hjá henni úr þessum riffli. Það var hægt að leggja 5 kr pening yfir grúppuna og þakti hann 4 skotin alveg, svo kippti hún rifflinum aðeins til í einu skoti svo það var aðeins útfyrir. Það tel ég bara ágætt.

Það verður svo tekið æfingar í sumar með þessi 2 óvönu sem ég er fór með í þetta próf.

Ég hef bara ekki tíma til að taka þetta nema núna og vildi því koma þessu frá þó svo að aðstæður væru ekki eins og best er á kosið.
En það er svosem ekkert sem segir að aðstæður verði eitthvað betri loks þegar á að skjóta dýrin :lol:
Árnmar J Guðmundsson

Svara