Vorhugur í félagsmönnum

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Vorhugur í félagsmönnum

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Apr 2012 10:18

Núna er vorið að koma og tími kominn til að dusta rykið af hólkunum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við hefjumst handa á svæðinu til að koma því í keppnishæft form. Við ætlum að setja leirdúfukastara á svæðið á næstu dögum fyrir okkur félagsmenn til að hita okkur upp og til að grípa í á milli vinnutarna á svæðinu :) Einnig ætlum við að bæta riffillaðstöðuna þannig að hægt verði að grípa í riffilinn. Skotborð er á svæðinu.

Það getur verið að það sé bleyta í veginum ennþá en það mun lagast. Eitt af fyrstu verkunum er að leggja nýjan veg að svæðinu sem styttir leiðina þangað töluvert.
Við erum að undirbúa að steypa sökkla undir leirdúfuhúsin sem verða á skeet vellinum, en við vonum að hann verði kominn í gagnið sem fyrst. Við þurfum að sjálfsögðu sjálfboðaliða til að aðstoða við að koma vellinum upp.

Við höfum verið í því að undirbúa kaup á félagshúsi sem við viljum koma á svæðið sem fyrst en það skiptir miklum máli að hafa afdrep á skotsvæðinu.

Félagið er orðinn fullgildur aðili að HSK og telur skotfélagið orðið 45 meðlimi sem er virkilega gott.

Fréttir af því sem við erum að fara að gera verða settar inn hér og sendar í tölvupósti til félagsmanna.

Jafnframt er félagið með facebook síðu: https://www.facebook.com/skyttur

Fyrir þá sem ekki vita hvar svæðið er þá er hægt að sjá það hér: starfsemin/helstu-vegalengdir-t178.html

Hér eru svo öryggisreglur fyrir skotsvæðið: starfsemin/oryggisreglur-skotsvaedisins-t42.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara