Síða 1 af 1

Lega skotsvæðisins

Posted: 12 Ágú 2010 20:48
af maggragg
Fyrir þá sem vilja átta sig á því hvar fyrirhugað skotsvæði er þá er það á Geitasandi sem er í Rangárþingi ytra, Rangárvallarsýslu. Geitasandur er að mestu í eigu Landgræðslu ríkisins. Farið er upp keldnaveg og verður fyrirhugaður vegur lagður vestur af Keldnavegi að skotsvæðinu. Svæðið er suðvestan við flugvöllinn sem er á Geitasandi. Svæðið er komið inn á aðalskipulag Rangárþings ytra og er merkt sem svæði nr. 7 sem skotæfingarsvæði, alls 50 hektarar. Reynt verður að koma inn einhverskonar skýringarmynd fljótlega.