Öryggisreglur Skotsvæðisins

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Öryggisreglur Skotsvæðisins

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Sep 2011 21:32

[center]Skotfélagið Skyttur

Öryggisreglur
[/center]

1. Allir sem stunda æfingar eða koma á æfingastað hjá félaginu er á eigin ábyrgð gagnvart öryggisreglum.

2. Skylt er að hafa skotvopn í tösku/poka þegar komið er á skotsvæðið.

3. Öll meðhöndlun á skotvopnum er óheimil utan skotsvæðis og eða skotlínu og einnig þegar skotmenn eru úti á skotbana við skoðun og skiptingu skotmarka.

4. Skotmanni er skylt að hafa byssu opna, meðhöndla hana eins og hún sé hlaðin og beina hlaupinu ávallt í örugga skotstefnu.

5. Aðeins er heimilt að skjóta á viðurkennd skotmörk í viðurkennda skotstefnu.

6. Skylt er að nota heyrnahlífar og öryggisgleraugu á skotsvæði.

7. Þegar tveir eða fleirri eru við æfingar í einu skal skipa skotstjóra. Skotstjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum sé framfylgt og er skotmönnum skylt að hlýða fyrirmælum hans.

8. Aðeins skotstjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu, hlaða og skjóta.

9. Ef skotmaður þarf að meðhöndla byssu á einhvern hátt utan skotsvæðis skal fá til þess leyfi æfingarstjóra.

10. Óheimilt er að hafa ólar á haglabyssum sem notaðar eru á leirdúfuvelli.

11. Einungis er heimil notkunn skráðra skotvopna á skotsvæðinu og hverjum skylt að sýna skotvopnaleyfi og/eða félagsskírteini sé þess óskað.

12. Bannað er að skjóta á fugla eða önnur dýr á skotsvæðinu.

13. Öryggisreglur sem ganga lengra í einstaka skotgrein, skulu gilda á viðkomandi æfingu eða keppni.

14. Öll meðferð eða notkun áfengis eða annara vímuefna er stranglega bönnuð á skotsvæðinu.

15. Verði slys skal hringja í 112. Tilkynna skal lögreglu um öll slys sem verða á skotsvæðinu.

16. Brot á reglum þessum getur varðað brottrekstri af svæðinu og/eða kæru til lögreglu ef um lögbrot er að ræða.
Viðhengi

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]Síðast fært upp af maggragg þann 08 Sep 2011 21:32.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara